Valið stóð þá milli Goðaþings, Laxársveitar, Suðurþings og Þingeyjarsveitar. Sveitarstjórnin var samróma í ákvörðun sinni, að því er fram kemur á vef sveitarfélagsins.
„Heitið Þingeyjarsveit hefur þann kost að það er að upplagi samheiti nokkurra hreppa sem sameinuðust á tímabilinu 2002 – 2008 og fær nú víðari merkingu með aðkomu Mývetninga. TIl hamingju allir íbúar Þingeyjarsveitar.“
Sameining Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar var samþykkt í atkvæðagreiðslu í júní 2021 og voru um tveir af hverjum þremur samþykkir sameiningunni.
E-listinn bar sigur úr býtum í sveitarstjórnarkosningum í sameinaða sveitarfélaginu í maí. Hlaut E-listinn fimm fulltrúa af níu í sveitarstjórn og K-listinn rest.