„Ég er algjörlega sammála, þetta er bara viðbjóðslegt“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 14. júní 2022 23:40 Birgir Jónsson er forstjóri Play. samsett/vísir Forstjóri flugfélagsins Play tekur undir að hótel sem farþega var boðið eftir að flugferð félagsins var aflýst hafi verið óboðlegt. Hann segir lítið annað hægt að gera en að biðjast afsökunar og læra af reynslunni. Flugfélagið hefur ekki átt sjö dagana sæla en fréttir af aflýstum ferðum og lítt geðslegu hóteli hafa einkennt umfjöllun um flugfélagið í fjölmiðlum síðustu daga. Farþegar sem Vísir náði tali í gær lýstu hótelinu sem viðbjóði og sögðu pöddur, myglu og vond lykt hafa tekið á móti þeim. „Ég er bara sammála þessu fólki sem var á þessu hræðilega hóteli í París, þetta er auðvitað algjörlega óboðlegt,“ sagði Birgir Jónsson í Reykjavík síðdegis í dag. Ástæðu tafa á flugumferð segir Birgir vera villumeldingu um eldsneytisskort sem kom upp í flugi Play. Það hafi orðið til þess að kallað var út neyðarstig og vélin tekin úr umferð. „Þetta hefur keðjuverkandi áhrif á önnur flug en umsvifin okkar hafa aukist mikið á síðustu vikum, þannig þegar ein flugvél dettur út verða tafir og þá verður bara að redda málunum. Þetta tilfelli í París er afleiðing af því. Það eru ákveðin hótel gefa sig út fyrir svona þjónustu, að hýsa fólk sem lendir í töfum hjá flugfélögum.“ Hann segir myndirnar sem birtust í fjölmiðlum ekki vera þær sömu og birtust flugfélaginu á netinu við bókun. „Þannig ég er algjörlega sammála, þetta er bara viðbjóðslegt. En þegar hlutirnir fara svona í skrúfuna er ekkert hægt að gera nema að biðjast afsökunar og læra af þessu.“ Hægt er að hlusta á viðtalið við Birgi í spilaranum hér að neðan. Upplýsingagjöf gagnrýnd Birgir var jafnframt spurður út í upplýsingagjöf flugfélaganna en tugir kvartana hafa borist Neytendasamtökunum síðustu daga eftir óvenju mikið af aflýsingum á flugferðum. Breki Karlsson, Formaður samtakanna sagði í fréttum Stöðvar 2 í vikunni að flugfélögin sleppi því oft að upplýsa fólk um fullan rétt sinn á skaðabótum sem sé mun meiri en flestir átti sig á. Birgir segir Play kynna farþegum Evrópureglugerð, sem kveði á um skaðabótaskyldu flugfélaga, í öllum skilaboðum sem send eru vegna aflýstra ferða. „Þetta eru fleiri hundruð evra sem við þurfum að borga hverjum farþega, sem bætist við kostnaðinn við töfina, hótelið og þess háttar. Ég held að flest heiðarleg fyrirtæki séu ekki að reyna að koma sér undan þessu.“ Hann segir erfiðara að veita farþegum upplýsingar en margir halda. Fugfélagið hafi ekki alltaf tiltækar upplýsingar um farþega. „Ef fólk hefur keypt þjónustu í gegnum ferðaskrifstofur eða önnur fyrirtæki er ekki víst að við séum með netfangið hjá því fólki." Birgir ítrekar að lokum að grunnurinn að töfunum séu öryggismál. Ekki sé hægt að hafa flugvél í umferð sem vafi leiki á að sé í góðu lagi. „Við verðum því bara að taka þetta högg og skoða þetta í hörgul. Hlutirnir fara stundum á annan veg en maður myndi vilja.“ Play Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Reykjavík síðdegis Neytendur Tengdar fréttir „Viðbjóðslegt“ hótel sem Play bauð strandaglópum í París Það var engin lúxussvíta sem beið farþega sem þáðu hótelgistingu frá Play í París í dag. „Algjör horbjóður“ raunar, samkvæmt einum þeirra farþega sem Vísir náði tali af. Flugfélagið aflýsti ferð sinni frá París til Íslands og bauð farþegum sínum þrjá kosti í kjölfarið; hótelgistingu og fyrsta far heim, seinkun heimferðar eða endurgreiðslu. 13. júní 2022 21:49 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent Fleiri fréttir Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundanammi slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Sjá meira
Flugfélagið hefur ekki átt sjö dagana sæla en fréttir af aflýstum ferðum og lítt geðslegu hóteli hafa einkennt umfjöllun um flugfélagið í fjölmiðlum síðustu daga. Farþegar sem Vísir náði tali í gær lýstu hótelinu sem viðbjóði og sögðu pöddur, myglu og vond lykt hafa tekið á móti þeim. „Ég er bara sammála þessu fólki sem var á þessu hræðilega hóteli í París, þetta er auðvitað algjörlega óboðlegt,“ sagði Birgir Jónsson í Reykjavík síðdegis í dag. Ástæðu tafa á flugumferð segir Birgir vera villumeldingu um eldsneytisskort sem kom upp í flugi Play. Það hafi orðið til þess að kallað var út neyðarstig og vélin tekin úr umferð. „Þetta hefur keðjuverkandi áhrif á önnur flug en umsvifin okkar hafa aukist mikið á síðustu vikum, þannig þegar ein flugvél dettur út verða tafir og þá verður bara að redda málunum. Þetta tilfelli í París er afleiðing af því. Það eru ákveðin hótel gefa sig út fyrir svona þjónustu, að hýsa fólk sem lendir í töfum hjá flugfélögum.“ Hann segir myndirnar sem birtust í fjölmiðlum ekki vera þær sömu og birtust flugfélaginu á netinu við bókun. „Þannig ég er algjörlega sammála, þetta er bara viðbjóðslegt. En þegar hlutirnir fara svona í skrúfuna er ekkert hægt að gera nema að biðjast afsökunar og læra af þessu.“ Hægt er að hlusta á viðtalið við Birgi í spilaranum hér að neðan. Upplýsingagjöf gagnrýnd Birgir var jafnframt spurður út í upplýsingagjöf flugfélaganna en tugir kvartana hafa borist Neytendasamtökunum síðustu daga eftir óvenju mikið af aflýsingum á flugferðum. Breki Karlsson, Formaður samtakanna sagði í fréttum Stöðvar 2 í vikunni að flugfélögin sleppi því oft að upplýsa fólk um fullan rétt sinn á skaðabótum sem sé mun meiri en flestir átti sig á. Birgir segir Play kynna farþegum Evrópureglugerð, sem kveði á um skaðabótaskyldu flugfélaga, í öllum skilaboðum sem send eru vegna aflýstra ferða. „Þetta eru fleiri hundruð evra sem við þurfum að borga hverjum farþega, sem bætist við kostnaðinn við töfina, hótelið og þess háttar. Ég held að flest heiðarleg fyrirtæki séu ekki að reyna að koma sér undan þessu.“ Hann segir erfiðara að veita farþegum upplýsingar en margir halda. Fugfélagið hafi ekki alltaf tiltækar upplýsingar um farþega. „Ef fólk hefur keypt þjónustu í gegnum ferðaskrifstofur eða önnur fyrirtæki er ekki víst að við séum með netfangið hjá því fólki." Birgir ítrekar að lokum að grunnurinn að töfunum séu öryggismál. Ekki sé hægt að hafa flugvél í umferð sem vafi leiki á að sé í góðu lagi. „Við verðum því bara að taka þetta högg og skoða þetta í hörgul. Hlutirnir fara stundum á annan veg en maður myndi vilja.“
Play Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Reykjavík síðdegis Neytendur Tengdar fréttir „Viðbjóðslegt“ hótel sem Play bauð strandaglópum í París Það var engin lúxussvíta sem beið farþega sem þáðu hótelgistingu frá Play í París í dag. „Algjör horbjóður“ raunar, samkvæmt einum þeirra farþega sem Vísir náði tali af. Flugfélagið aflýsti ferð sinni frá París til Íslands og bauð farþegum sínum þrjá kosti í kjölfarið; hótelgistingu og fyrsta far heim, seinkun heimferðar eða endurgreiðslu. 13. júní 2022 21:49 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent Fleiri fréttir Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundanammi slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Sjá meira
„Viðbjóðslegt“ hótel sem Play bauð strandaglópum í París Það var engin lúxussvíta sem beið farþega sem þáðu hótelgistingu frá Play í París í dag. „Algjör horbjóður“ raunar, samkvæmt einum þeirra farþega sem Vísir náði tali af. Flugfélagið aflýsti ferð sinni frá París til Íslands og bauð farþegum sínum þrjá kosti í kjölfarið; hótelgistingu og fyrsta far heim, seinkun heimferðar eða endurgreiðslu. 13. júní 2022 21:49