Segir leitun að viðlíka ráðningarsamningi Magnús Jochum Pálsson skrifar 15. júní 2022 13:48 Sigurbjörg Erla Egilsdóttir, bæjarfulltrúi Pírata, gagnrýnir ráðningarsamning nýs bæjarstjóra, Ásdísar Kristjánsdóttur. Samsett mynd. Ásdís Kristjánsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins, var ráðin bæjarstjóri Kópavogs á fyrsta fundi nýrrar bæjarstjórnar í gær. Bæjarfulltrúi minnihlutans gagnrýnir ráðningarsamning bæjarstjóra og segir leitun að viðlíka samningi. Ráðningarsamningurinn gerir ráð fyrir launum upp á 2.380.021 kr (samkvæmt þróun launavísitölu) en inni í þeim tölum eru innifalin laun fyrir nefndarstörf. Auk launa fær bæjarstjóri greiddan útlagðan kostnað vegna bifreiðarnotkunar sem nemur 1.250 kílómetrum á mánuði. Að núvirði ígildir það 158.750 króna mánaðarlega, eða tæpum 2 milljónum á ári. Sigurbjörg Erla Egilsdóttir, bæjarfulltrúi Pírata í Kópavogi, gagnrýnir nýjan ráðningarsamning bæjarstjóra Kópavogs harðlega.Píratar Sigurbjörg Erla Egilsdóttir, bæjarfulltrúi Pírata, lagði fram bókun á fundinum þar sem hún gagnrýndi ákvæði um aksturskostnað í samningum. Ákvæðið væri gamaldags og styngi í stúf við málefnasamning meirihlutans þar sem segir að vistvænir ferðamátar og virðing fyrir umhverfinu leiki lykilhlutverk. Þá sagði hún leitun að viðlíka samning og ráðningarsamning nýs bæjarstjóra. Laun Almars Guðmundssonar, nýs bæjarstjóra Garðabæjar, vöktu einnig gagnrýni fyrir skömmu þó þau væru 20% lægri en laun fráfarandi bæjarstjóra, Gunnars Einarssonar. Þrátt fyrir launalækkunina eru laun Almars enn þónokkuð hærri en Ásdísar og nema um 2,7 milljónum á mánuði með inniföldum launum fyrir nefndarstörf. Íslendingar í sérflokki Gagnrýni á laun bæjarstjóra er ekki ný af nálinni. Það vakti mikla athygli fyrir fjórum árum þegar greint var frá því að bæjarstjórar Kópavogs og Garðabæjar væru með hærri laun en borgarstjórar margra stærstu borga heims. Í kjölfar gagnrýninnar fyrir fjórum árum lagði Ármann Kr. Ólafsson, þáverandi bæjarstjóri Kópavogs, til að laun bæjarstjóra yrðu lækkuð um 15% sem var samþykkt. Ári fyrir það höfðu laun hans aftur á móti hækkað um 32,7% milli áranna 2016 og 2017, hækkun upp á 612 þúsund. Ekki náðist í Orra Hlöðversson, oddvita Framsóknarflokksins og formann bæjarráðs, sem samdi ráðningarsamninginn. Tengd skjöl Ráðningarsamningur_bæjarstjóraPDF101KBSækja skjal Kópavogur Sjálfstæðisflokkurinn Píratar Kjaramál Tengdar fréttir Ármann leggur til 15 prósenta launalækkun Í fréttatilkynningu undirritaðri af Ármanni kemur fram að tillagan hafi verið samþykkt í bæjarstjórn í gær. 28. júní 2018 12:31 Mest lesið Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum Erlent „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Viðskipti innlent Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Erlent Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Erlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Fleiri fréttir Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Sjá meira
Ráðningarsamningurinn gerir ráð fyrir launum upp á 2.380.021 kr (samkvæmt þróun launavísitölu) en inni í þeim tölum eru innifalin laun fyrir nefndarstörf. Auk launa fær bæjarstjóri greiddan útlagðan kostnað vegna bifreiðarnotkunar sem nemur 1.250 kílómetrum á mánuði. Að núvirði ígildir það 158.750 króna mánaðarlega, eða tæpum 2 milljónum á ári. Sigurbjörg Erla Egilsdóttir, bæjarfulltrúi Pírata í Kópavogi, gagnrýnir nýjan ráðningarsamning bæjarstjóra Kópavogs harðlega.Píratar Sigurbjörg Erla Egilsdóttir, bæjarfulltrúi Pírata, lagði fram bókun á fundinum þar sem hún gagnrýndi ákvæði um aksturskostnað í samningum. Ákvæðið væri gamaldags og styngi í stúf við málefnasamning meirihlutans þar sem segir að vistvænir ferðamátar og virðing fyrir umhverfinu leiki lykilhlutverk. Þá sagði hún leitun að viðlíka samning og ráðningarsamning nýs bæjarstjóra. Laun Almars Guðmundssonar, nýs bæjarstjóra Garðabæjar, vöktu einnig gagnrýni fyrir skömmu þó þau væru 20% lægri en laun fráfarandi bæjarstjóra, Gunnars Einarssonar. Þrátt fyrir launalækkunina eru laun Almars enn þónokkuð hærri en Ásdísar og nema um 2,7 milljónum á mánuði með inniföldum launum fyrir nefndarstörf. Íslendingar í sérflokki Gagnrýni á laun bæjarstjóra er ekki ný af nálinni. Það vakti mikla athygli fyrir fjórum árum þegar greint var frá því að bæjarstjórar Kópavogs og Garðabæjar væru með hærri laun en borgarstjórar margra stærstu borga heims. Í kjölfar gagnrýninnar fyrir fjórum árum lagði Ármann Kr. Ólafsson, þáverandi bæjarstjóri Kópavogs, til að laun bæjarstjóra yrðu lækkuð um 15% sem var samþykkt. Ári fyrir það höfðu laun hans aftur á móti hækkað um 32,7% milli áranna 2016 og 2017, hækkun upp á 612 þúsund. Ekki náðist í Orra Hlöðversson, oddvita Framsóknarflokksins og formann bæjarráðs, sem samdi ráðningarsamninginn. Tengd skjöl Ráðningarsamningur_bæjarstjóraPDF101KBSækja skjal
Kópavogur Sjálfstæðisflokkurinn Píratar Kjaramál Tengdar fréttir Ármann leggur til 15 prósenta launalækkun Í fréttatilkynningu undirritaðri af Ármanni kemur fram að tillagan hafi verið samþykkt í bæjarstjórn í gær. 28. júní 2018 12:31 Mest lesið Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum Erlent „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Viðskipti innlent Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Erlent Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Erlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Fleiri fréttir Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Sjá meira
Ármann leggur til 15 prósenta launalækkun Í fréttatilkynningu undirritaðri af Ármanni kemur fram að tillagan hafi verið samþykkt í bæjarstjórn í gær. 28. júní 2018 12:31