Fyrsti laxinn kominn úr Eystri Rangá Karl Lúðvíksson skrifar 16. júní 2022 07:22 Alexander með fyrsta lax sumarsins úr Eystri Rangá mynd: www.veidi.is Veiði er hafin í Eystri Rangá en hún hefur verið ein aflahæsta laxveiðiá landsins síðustu árin. Það kemur engum sem þekkir Eystri Rangá á óvart að heyra að fyrsti laxinn komi á land úr Bátsvaðinu en það er einn neðsti veiðistaðurinn í ánni og líklega einn sá allra besti líka. Það var Alexander Árnason sem veiddi fyrsta lax sumarsins og var það 92 sm nýgengin fallegur hængur. Sala veiðileyfa í Eystri Rangá hefur gengið mjög vel og er áin að verða svo til uppseld samkvæmt okkar heimildum. Það er mikill fjöldi erlendra veiðimanna sem sækja í að veiða þessa mögnuðu á og miðað við veiðivon þá er það heldur ekkert skrítið. Stangveiði Mest lesið Þinn eigin rjúpusnafs Veiði Núna gefa smáflugurnar Veiði Sjóbirtingsveiðin búin að vera góð fyrir austan Veiði 18.135 fiskar veiðst í Veiðivötnum Veiði Styttist í rjúpnaveiðina Veiði Nýtt Sportveiðiblað á leiðinni Veiði Margir komnir með jólarjúpur í hús Veiði Frábær opnun í Jöklu Veiði 59 laxar úr Eystri Rangá í gær Veiði Mjög góð bleikjuveiði í Ásgarði Veiði
Það kemur engum sem þekkir Eystri Rangá á óvart að heyra að fyrsti laxinn komi á land úr Bátsvaðinu en það er einn neðsti veiðistaðurinn í ánni og líklega einn sá allra besti líka. Það var Alexander Árnason sem veiddi fyrsta lax sumarsins og var það 92 sm nýgengin fallegur hængur. Sala veiðileyfa í Eystri Rangá hefur gengið mjög vel og er áin að verða svo til uppseld samkvæmt okkar heimildum. Það er mikill fjöldi erlendra veiðimanna sem sækja í að veiða þessa mögnuðu á og miðað við veiðivon þá er það heldur ekkert skrítið.
Stangveiði Mest lesið Þinn eigin rjúpusnafs Veiði Núna gefa smáflugurnar Veiði Sjóbirtingsveiðin búin að vera góð fyrir austan Veiði 18.135 fiskar veiðst í Veiðivötnum Veiði Styttist í rjúpnaveiðina Veiði Nýtt Sportveiðiblað á leiðinni Veiði Margir komnir með jólarjúpur í hús Veiði Frábær opnun í Jöklu Veiði 59 laxar úr Eystri Rangá í gær Veiði Mjög góð bleikjuveiði í Ásgarði Veiði