Tveir látnir eftir skotárás í pálínuboði eldri borgara Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 17. júní 2022 14:34 Tveir létust og einn særðist í árásinni. AP Photo/Butch Dill Minnst tveir eru látnir og einn alvarlega særður eftir að karlmaður skaut fólk á færi í pálínuboði í úthverfakirkju í Alabama í Bandaríkjunum í gærkvöldi. Maðurinn hefur verið handtekinn og færður til yfirheyrslu. Viðbragðsaðilar fengu tilkynningu um klukkan 18:20 að staðartíma í gærkvöldi vegna árásarmannsins í Saint Stephen's Episcopal kirkjunni í Birmingham úthverfinu í Vestavia Hills. Grunaður árásarmaður var handtekinn stuttu síðar og sá sem særðist færður á spítala til læknisaðstoðar. Lögregla vildi hvorki nafngreina fórnarlömbin né árásarmanninn og vildi heldur ekki greina nánar frá atburðum kvöldsins. Lögreglumenn frá ýmsum alríkisstofnunum voru mættir á vettvang.AP Photo/Butch Dill Samkvæmt tilkynningu frá kirkjunni var pálínuboðið sérstaklega fyrir eldri borgara og fór fram inni í kirkjunni. Prestur kirkjunnar, Séra John Burruss, skrifaði þetta á Facebook-síðu kirkjunnar þar sem hann tók fram að hann væri sjálfur staddur í Grikklandi í pílagrímagöngu með safnaðarmeðlimum en væri að reyna að komast aftur heim til Alabama eins fljótt og hann gæti. Aðeins einn mánuður er liðinn síðan skotárás var síðast gerð á kirkju í Bandaríkjunum en í þeirri árás lést einn og fimm særðust. Sú árás var gerð á taívanska kirkju í Suður-Kaliforníu. Samkvæmt frétt AP um málið var mikill viðbúnaður á vettvangi í Vestaviu Hills í allt gærkvöld og langt fram á nótt. Búið var að girða vettvanginn af með gulu lögregluteipi. Bandaríska alríkislögreglan FBI, Alríkislögreglumenn á vegum dómsmálaráðuneytisins og fulltrúar frá Áfengis-, skotvopna-, tóbaks- og sprengiefnalögreglu Bandaríkjanna voru á staðnum. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Komust að samkomulagi um herta byssulöggjöf Hópur öldungadeildarþingmanna úr báðum flokkum Bandaríkjaþings hafa komist að samkomulagi um drög að nýju frumvarpi varðandi byssueign. Enn á eftir að skrifa frumvarpið en líklegt þykir að stuðningur sé við samkomulagið í öldungadeildinni. 12. júní 2022 15:52 Kennari í Uvalde segir lögreglumenn „raggeitur“ Lögreglumenn sem biðu í klukkustund áður en þeir létu loks til skarar skríða á meðan byssumaður myrti nítján börn og tvo kennara í bænum Uvalde í Texas eru „raggeitur“, að sögn kennara sem særðist í árásinni. Hann segist aldrei geta fyrirgefið lögreglunni. 8. júní 2022 12:30 Telja sig nær því en áður að ná saman um viðbrögð við skotárásum Þverpólitískur hópur öldungadeildarþingmanna á Bandaríkjaþingi sem vinnur að tillögum til að bregðast við mannskæðum skotárásum síðustu vikna telur sig nú hafa meiri meðbyr en eftir fyrri slíka harmleiki. Hugmyndirnar sem eru til umræðu gagna mun skemur en Joe Biden forseti kallaði eftir á dögunum. 6. júní 2022 12:16 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent TikTok hólpið í bili Erlent Fleiri fréttir TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Sjá meira
Viðbragðsaðilar fengu tilkynningu um klukkan 18:20 að staðartíma í gærkvöldi vegna árásarmannsins í Saint Stephen's Episcopal kirkjunni í Birmingham úthverfinu í Vestavia Hills. Grunaður árásarmaður var handtekinn stuttu síðar og sá sem særðist færður á spítala til læknisaðstoðar. Lögregla vildi hvorki nafngreina fórnarlömbin né árásarmanninn og vildi heldur ekki greina nánar frá atburðum kvöldsins. Lögreglumenn frá ýmsum alríkisstofnunum voru mættir á vettvang.AP Photo/Butch Dill Samkvæmt tilkynningu frá kirkjunni var pálínuboðið sérstaklega fyrir eldri borgara og fór fram inni í kirkjunni. Prestur kirkjunnar, Séra John Burruss, skrifaði þetta á Facebook-síðu kirkjunnar þar sem hann tók fram að hann væri sjálfur staddur í Grikklandi í pílagrímagöngu með safnaðarmeðlimum en væri að reyna að komast aftur heim til Alabama eins fljótt og hann gæti. Aðeins einn mánuður er liðinn síðan skotárás var síðast gerð á kirkju í Bandaríkjunum en í þeirri árás lést einn og fimm særðust. Sú árás var gerð á taívanska kirkju í Suður-Kaliforníu. Samkvæmt frétt AP um málið var mikill viðbúnaður á vettvangi í Vestaviu Hills í allt gærkvöld og langt fram á nótt. Búið var að girða vettvanginn af með gulu lögregluteipi. Bandaríska alríkislögreglan FBI, Alríkislögreglumenn á vegum dómsmálaráðuneytisins og fulltrúar frá Áfengis-, skotvopna-, tóbaks- og sprengiefnalögreglu Bandaríkjanna voru á staðnum.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Komust að samkomulagi um herta byssulöggjöf Hópur öldungadeildarþingmanna úr báðum flokkum Bandaríkjaþings hafa komist að samkomulagi um drög að nýju frumvarpi varðandi byssueign. Enn á eftir að skrifa frumvarpið en líklegt þykir að stuðningur sé við samkomulagið í öldungadeildinni. 12. júní 2022 15:52 Kennari í Uvalde segir lögreglumenn „raggeitur“ Lögreglumenn sem biðu í klukkustund áður en þeir létu loks til skarar skríða á meðan byssumaður myrti nítján börn og tvo kennara í bænum Uvalde í Texas eru „raggeitur“, að sögn kennara sem særðist í árásinni. Hann segist aldrei geta fyrirgefið lögreglunni. 8. júní 2022 12:30 Telja sig nær því en áður að ná saman um viðbrögð við skotárásum Þverpólitískur hópur öldungadeildarþingmanna á Bandaríkjaþingi sem vinnur að tillögum til að bregðast við mannskæðum skotárásum síðustu vikna telur sig nú hafa meiri meðbyr en eftir fyrri slíka harmleiki. Hugmyndirnar sem eru til umræðu gagna mun skemur en Joe Biden forseti kallaði eftir á dögunum. 6. júní 2022 12:16 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent TikTok hólpið í bili Erlent Fleiri fréttir TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Sjá meira
Komust að samkomulagi um herta byssulöggjöf Hópur öldungadeildarþingmanna úr báðum flokkum Bandaríkjaþings hafa komist að samkomulagi um drög að nýju frumvarpi varðandi byssueign. Enn á eftir að skrifa frumvarpið en líklegt þykir að stuðningur sé við samkomulagið í öldungadeildinni. 12. júní 2022 15:52
Kennari í Uvalde segir lögreglumenn „raggeitur“ Lögreglumenn sem biðu í klukkustund áður en þeir létu loks til skarar skríða á meðan byssumaður myrti nítján börn og tvo kennara í bænum Uvalde í Texas eru „raggeitur“, að sögn kennara sem særðist í árásinni. Hann segist aldrei geta fyrirgefið lögreglunni. 8. júní 2022 12:30
Telja sig nær því en áður að ná saman um viðbrögð við skotárásum Þverpólitískur hópur öldungadeildarþingmanna á Bandaríkjaþingi sem vinnur að tillögum til að bregðast við mannskæðum skotárásum síðustu vikna telur sig nú hafa meiri meðbyr en eftir fyrri slíka harmleiki. Hugmyndirnar sem eru til umræðu gagna mun skemur en Joe Biden forseti kallaði eftir á dögunum. 6. júní 2022 12:16