Alþjóðasundsambandið takmarkar þátttöku transkvenna í kvennaflokki Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. júní 2022 09:00 Lia Thomas mun ekki geta keppt á Ólympíuleikunum í París eins og til stóð eftir ákvörðun FINA. Rich von Biberstein/Getty Images FINA, Alþjóðasundsambandið, hefur tilkynnt breytingu á regluverki sambandsins. Samkvæmt nýjum reglum þurfa transkonur að sýna fram á að þær hafi hafið kynleiðréttingarferlið áður en þær gengu í gegnum kynþroska til að mega keppa í kvennaflokki. The Guardian greinir frá en breytingin hlaut yfirburðakosningu á HM í sundi sem nú fer fram í Búdapest í Ungverjalandi. Fékk lagabreytingin 71 prósent kosningu en alls kusu 152 landssambönd. Í rannsókn sem FINA stóð fyrir kom í ljós að þær transkonur sem höfðu hafið eða farið í gegnum kynþroskaskeið áður en kynleiðrétting átti sér stað, höfðu of mikið forskot á aðra keppendur í kvennaflokki. Þetta átti einnig við eftir að testósterón í líkama þeirra var lækkað með lyfjagjöf. Flest íþróttasambönd styðjast við testósterón mælingar er kemur að því að ákvarða hvort transkonur mega keppa í kvennaflokki eða ekki. FINA hefur ákveðið að fara aðrar leiðir. Í 34 blaðsíðna regluverki sambandsins segir nú að transkonur geti aðeins keppt í kvennaflokki geti þær sýnt fram á að þær hafi ekki hafið kynþroska áður en þær hófu kynleiðréttingarferlið. Í regluverkinu er miðað við 12 ára aldur. „Við þurfum að vernda rétt íþróttafólks okkar til keppni en að sama skapi þurfum við að vernda samkeppnishæfni á mótum okkar,“ sagði Husain al-Musallam, forseti FINA. Hann bætti við að það yrðu stofnaðir „opnir“ flokkar þar sem transkonur sem geta ekki lengur keppt í kvennaflokki gætu keppt. Husain Al-Musallam, forseti FINA.Andrea Staccioli/Getty Images Sundkonurnar fyrrverandi Sharron Davies og Karen Pickering fagna ákvörðun sambandsins. „Ég get ekki sagt ykkur hversu stolt ég er af íþróttinni minni, FINA og forseta þess fyrir að nýta vísindin. Fyrir að tala við bæði þjálfara og keppendur og standa upp fyrir sanngirni í kvennaíþróttum. Sund mun alltaf bjóða alla velkomna en sanngirni er hornsteinn íþrótta,“ sagði Davies á Twitter-síðu sinni. I can t tell you how proud I am of my sport @fina & @fina_president for doing the science, asking the athletes/coaches and standing up for fair sport for females. Swimming will always welcome everyone no matter how you identify but fairness is the cornerstone of sport https://t.co/1IaMkIFOkX— Sharron Davies MBE (@sharrond62) June 19, 2022 „Ég var á þinginu þar sem FINA kynnti regluverk sitt og kosning fór fram. Ég get staðfest umhyggju og samúð sem þeim keppendum sem geta ekki lengur keppt í flokki til samræmis við kyn sitt. En það verður að vernda samkeppnishæfni í kvennaíþróttum,“ sagði Pickering. Innan sundheimsins skapaðist mikil umræða er Lia Thomas, sem var miðlungs sundmaður áður en hún gekkst undir kynleiðréttingu, vann NCAA-titil í sundi. Var henni hampað sem brautryðjanda af sumum á meðan aðrir sáu hana ógna samkeppnishæfni kvennaíþrótta. Lia Thomas banned from competing against women as swimming cracks down on transgender athletes. @JWTelegraph reports.https://t.co/5dIhb9rDtm— Telegraph Sport (@TelegraphSport) June 19, 2022 Regluverk FINA gerir það að verkum að Thomas getur ekki keppt í kvennaflokki á Ólympíuleikunum í París sumarið 2024 eins og hún ætlaði sér að gera. Sund Málefni trans fólks Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Everton - Manchester United | Framlengir Moyes martröð Rauðu djöflanna? Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Íþróttakonur verða frekar leiðtogar Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Dagskráin í dag: Golf, enskur fótbolti og tvö lið í vanda í NBA Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Slagur um stól formanns KKÍ Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Littler pirraður á bauli áhorfenda og bað þá um að róa sig LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu Sjá meira
The Guardian greinir frá en breytingin hlaut yfirburðakosningu á HM í sundi sem nú fer fram í Búdapest í Ungverjalandi. Fékk lagabreytingin 71 prósent kosningu en alls kusu 152 landssambönd. Í rannsókn sem FINA stóð fyrir kom í ljós að þær transkonur sem höfðu hafið eða farið í gegnum kynþroskaskeið áður en kynleiðrétting átti sér stað, höfðu of mikið forskot á aðra keppendur í kvennaflokki. Þetta átti einnig við eftir að testósterón í líkama þeirra var lækkað með lyfjagjöf. Flest íþróttasambönd styðjast við testósterón mælingar er kemur að því að ákvarða hvort transkonur mega keppa í kvennaflokki eða ekki. FINA hefur ákveðið að fara aðrar leiðir. Í 34 blaðsíðna regluverki sambandsins segir nú að transkonur geti aðeins keppt í kvennaflokki geti þær sýnt fram á að þær hafi ekki hafið kynþroska áður en þær hófu kynleiðréttingarferlið. Í regluverkinu er miðað við 12 ára aldur. „Við þurfum að vernda rétt íþróttafólks okkar til keppni en að sama skapi þurfum við að vernda samkeppnishæfni á mótum okkar,“ sagði Husain al-Musallam, forseti FINA. Hann bætti við að það yrðu stofnaðir „opnir“ flokkar þar sem transkonur sem geta ekki lengur keppt í kvennaflokki gætu keppt. Husain Al-Musallam, forseti FINA.Andrea Staccioli/Getty Images Sundkonurnar fyrrverandi Sharron Davies og Karen Pickering fagna ákvörðun sambandsins. „Ég get ekki sagt ykkur hversu stolt ég er af íþróttinni minni, FINA og forseta þess fyrir að nýta vísindin. Fyrir að tala við bæði þjálfara og keppendur og standa upp fyrir sanngirni í kvennaíþróttum. Sund mun alltaf bjóða alla velkomna en sanngirni er hornsteinn íþrótta,“ sagði Davies á Twitter-síðu sinni. I can t tell you how proud I am of my sport @fina & @fina_president for doing the science, asking the athletes/coaches and standing up for fair sport for females. Swimming will always welcome everyone no matter how you identify but fairness is the cornerstone of sport https://t.co/1IaMkIFOkX— Sharron Davies MBE (@sharrond62) June 19, 2022 „Ég var á þinginu þar sem FINA kynnti regluverk sitt og kosning fór fram. Ég get staðfest umhyggju og samúð sem þeim keppendum sem geta ekki lengur keppt í flokki til samræmis við kyn sitt. En það verður að vernda samkeppnishæfni í kvennaíþróttum,“ sagði Pickering. Innan sundheimsins skapaðist mikil umræða er Lia Thomas, sem var miðlungs sundmaður áður en hún gekkst undir kynleiðréttingu, vann NCAA-titil í sundi. Var henni hampað sem brautryðjanda af sumum á meðan aðrir sáu hana ógna samkeppnishæfni kvennaíþrótta. Lia Thomas banned from competing against women as swimming cracks down on transgender athletes. @JWTelegraph reports.https://t.co/5dIhb9rDtm— Telegraph Sport (@TelegraphSport) June 19, 2022 Regluverk FINA gerir það að verkum að Thomas getur ekki keppt í kvennaflokki á Ólympíuleikunum í París sumarið 2024 eins og hún ætlaði sér að gera.
Sund Málefni trans fólks Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Everton - Manchester United | Framlengir Moyes martröð Rauðu djöflanna? Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Íþróttakonur verða frekar leiðtogar Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Dagskráin í dag: Golf, enskur fótbolti og tvö lið í vanda í NBA Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Slagur um stól formanns KKÍ Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Littler pirraður á bauli áhorfenda og bað þá um að róa sig LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu Sjá meira