Efasemdir um kosningar gufuðu upp þegar þeir sigruðu sjálfir Kjartan Kjartansson skrifar 20. júní 2022 13:58 Stór hluti kjósenda Repúblikanaflokksins er sannfærður um að kosningasvik hafi verið framin í forsetakosningunum 2020. AP/Wong Maye-E Frambjóðendur í forvali Repúblikanaflokksins sem hafa fullyrt fullum fetum að brögð sé í tafli í kosningum í Bandaríkjunum höfðu engar slíkar efasemdir um úrslitin þegar þeir unnu sjálfir sigra í síðustu viku. Vantraust á kosningum hefur aukist mikið vestan hafs eftir samsæriskenningar Trump, fyrrverandi forseta, og bandamanna hans. Brigsl um að stórfelld kosningasvik hafi átt sér stað í forsetakosningunum árið 2020 eru nú orðin því sem næst meginstraumsskoðun á meðal repúblikana sem sækjast eftir því að verða kjörnir fulltrúar. Enduróma þeir þar stoðlausar samsæriskenningar Donalds Trump sem dómstólar vítt og breitt um landið hafa ekki fundið neinn fót fyrir. Einn þeirra sem hefur gengið hvað lengst í slíkum samsæriskenningum er Jim Marchant frá Nevada. Hann hefur fullyrt að lögmætar kosningar hafi ekki farið fram í ríkinu í meira en áratug. Leynisamtök „djúpríkisins“ hafi sett alla sigurvegara kosninga í embætti frá 2006. Annað hljóð var komið í strokkinn þegar Marchant vann forval Repúblikanaflokksins fyrir kosningar til innanríkisráðherra Nevada í síðustu viku. Fagnaði hann sigrinum um leið og úrslitin lágu fyrir. „Ég er yfir mig auðmjúkur yfir þeim gríðarlegra stuðning sem framboð okkar hlaut. Nevada-búar létu raddir sínar heyrast,“ sagði Marchant á samfélagsmiðlum. Jim Marchant, fyrrverandi ríkisþingmaður Nevada, hefur notað gjallarhorn sitt til að búsúna samræriskenningum um að kosningar í ríkinu séu meingallaðar. Allar nema kosningarnar þar sem hann fór með sigur af hólmi.AP/Ricardo Torres-Cortez/Las Vegas Sun Tugir afneita úrslitunum, en ekki sínum eigin AP-fréttastofan segir að Marchant sé aðeins einn tuga repúblikana sem aðhyllist samsæriskenningar um kosningar en hafi strax fagnað eigin sigri án þess að lýsa áhyggjum af lögmæti kjörsins. Í Pennsylvaníu fór Doug Mastriano með sigur af hólmi í forvali repúblikana vegna ríkisstjórakosninga. Hann fór fyrir þingnefnd á ríkisþinginu sem kallaði lögmenn Trump til vitnis um meint kosningasvik þar og gekk með öðrum stuðningsmönnum forsetans að þinghúsinu þegar æstur múgur réðst þar til inngöngu 6. janúar 2021. Mastriano hafði engar áhyggjur af kosningasvikum þegar hann lýsti yfir sigri í forvalinu í síðasta mánuði. „Guð er góður,“ sagði hann við stuðningsmenn sína. Aðeins þriðjungur telur Biden réttkjörinn Samsæriskenningar Trump og félaga hafa grafið verulegan undan trú Bandaríkjamanna á kosningum, sérstaklega repúblikana. Aðeins 45% svarenda í könnun AP í febrúar sagðist hafa mikla trú á að atkvæði í þingkosningunum í haust yrðu rétt talin. Á meðal repúblikana var hlutfallið aðeins 24%. Í annarri könnun reyndist aðeins þriðjungur repúblikana telja að Joe Biden væri réttkjörinn forseti Bandaríkjanna. Dómsmálaráðherra Trump hafnaði því þó að kosningasvik hefðu verið í tafli í forsetakosningnum 2020. Þá skipaði Trump sjálfur nokkurra þeirra dómara sem höfnuðu alfarið málatilbúnaði lögmanna hans um svik. Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Tengdar fréttir Vissu að það sem þeir báðu Pence um væri ólöglegt Donald Trump og ráðgjafar hans sem vildu að Mike Pence varaforseti neitaði að staðfesta úrslit forsetakosninganna vissu að ráðabrugg þeirra væri ólöglegt. Einn ráðgjafa Trump bað um að vera hafður með á sérstökum náðunarlista. 16. júní 2022 23:20 Hefndarleiðangur Trump í Georgíu misheppnaðist Frambjóðendur sem Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, studdi til að ná sér niður á sitjandi fulltrúum Repúblikanaflokksins í Georgíu töpuðu í forvali sem fór fram í gær. Trump reyndi að fella ríkisstjórann og innanríkisráðherrann þar sem þeir tóku ekki þátt tilraunum hans til að snúa úrslitum forsetakosninganna við. 25. maí 2022 08:46 Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira
Brigsl um að stórfelld kosningasvik hafi átt sér stað í forsetakosningunum árið 2020 eru nú orðin því sem næst meginstraumsskoðun á meðal repúblikana sem sækjast eftir því að verða kjörnir fulltrúar. Enduróma þeir þar stoðlausar samsæriskenningar Donalds Trump sem dómstólar vítt og breitt um landið hafa ekki fundið neinn fót fyrir. Einn þeirra sem hefur gengið hvað lengst í slíkum samsæriskenningum er Jim Marchant frá Nevada. Hann hefur fullyrt að lögmætar kosningar hafi ekki farið fram í ríkinu í meira en áratug. Leynisamtök „djúpríkisins“ hafi sett alla sigurvegara kosninga í embætti frá 2006. Annað hljóð var komið í strokkinn þegar Marchant vann forval Repúblikanaflokksins fyrir kosningar til innanríkisráðherra Nevada í síðustu viku. Fagnaði hann sigrinum um leið og úrslitin lágu fyrir. „Ég er yfir mig auðmjúkur yfir þeim gríðarlegra stuðning sem framboð okkar hlaut. Nevada-búar létu raddir sínar heyrast,“ sagði Marchant á samfélagsmiðlum. Jim Marchant, fyrrverandi ríkisþingmaður Nevada, hefur notað gjallarhorn sitt til að búsúna samræriskenningum um að kosningar í ríkinu séu meingallaðar. Allar nema kosningarnar þar sem hann fór með sigur af hólmi.AP/Ricardo Torres-Cortez/Las Vegas Sun Tugir afneita úrslitunum, en ekki sínum eigin AP-fréttastofan segir að Marchant sé aðeins einn tuga repúblikana sem aðhyllist samsæriskenningar um kosningar en hafi strax fagnað eigin sigri án þess að lýsa áhyggjum af lögmæti kjörsins. Í Pennsylvaníu fór Doug Mastriano með sigur af hólmi í forvali repúblikana vegna ríkisstjórakosninga. Hann fór fyrir þingnefnd á ríkisþinginu sem kallaði lögmenn Trump til vitnis um meint kosningasvik þar og gekk með öðrum stuðningsmönnum forsetans að þinghúsinu þegar æstur múgur réðst þar til inngöngu 6. janúar 2021. Mastriano hafði engar áhyggjur af kosningasvikum þegar hann lýsti yfir sigri í forvalinu í síðasta mánuði. „Guð er góður,“ sagði hann við stuðningsmenn sína. Aðeins þriðjungur telur Biden réttkjörinn Samsæriskenningar Trump og félaga hafa grafið verulegan undan trú Bandaríkjamanna á kosningum, sérstaklega repúblikana. Aðeins 45% svarenda í könnun AP í febrúar sagðist hafa mikla trú á að atkvæði í þingkosningunum í haust yrðu rétt talin. Á meðal repúblikana var hlutfallið aðeins 24%. Í annarri könnun reyndist aðeins þriðjungur repúblikana telja að Joe Biden væri réttkjörinn forseti Bandaríkjanna. Dómsmálaráðherra Trump hafnaði því þó að kosningasvik hefðu verið í tafli í forsetakosningnum 2020. Þá skipaði Trump sjálfur nokkurra þeirra dómara sem höfnuðu alfarið málatilbúnaði lögmanna hans um svik.
Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Tengdar fréttir Vissu að það sem þeir báðu Pence um væri ólöglegt Donald Trump og ráðgjafar hans sem vildu að Mike Pence varaforseti neitaði að staðfesta úrslit forsetakosninganna vissu að ráðabrugg þeirra væri ólöglegt. Einn ráðgjafa Trump bað um að vera hafður með á sérstökum náðunarlista. 16. júní 2022 23:20 Hefndarleiðangur Trump í Georgíu misheppnaðist Frambjóðendur sem Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, studdi til að ná sér niður á sitjandi fulltrúum Repúblikanaflokksins í Georgíu töpuðu í forvali sem fór fram í gær. Trump reyndi að fella ríkisstjórann og innanríkisráðherrann þar sem þeir tóku ekki þátt tilraunum hans til að snúa úrslitum forsetakosninganna við. 25. maí 2022 08:46 Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira
Vissu að það sem þeir báðu Pence um væri ólöglegt Donald Trump og ráðgjafar hans sem vildu að Mike Pence varaforseti neitaði að staðfesta úrslit forsetakosninganna vissu að ráðabrugg þeirra væri ólöglegt. Einn ráðgjafa Trump bað um að vera hafður með á sérstökum náðunarlista. 16. júní 2022 23:20
Hefndarleiðangur Trump í Georgíu misheppnaðist Frambjóðendur sem Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, studdi til að ná sér niður á sitjandi fulltrúum Repúblikanaflokksins í Georgíu töpuðu í forvali sem fór fram í gær. Trump reyndi að fella ríkisstjórann og innanríkisráðherrann þar sem þeir tóku ekki þátt tilraunum hans til að snúa úrslitum forsetakosninganna við. 25. maí 2022 08:46