Frægur veitingastaður sökk Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 20. júní 2022 22:52 Veitingastaðurinn frægi var staðsettur við Hong Kong höfn. AP Photo/Kin Cheung Jumbo-veitingastaðurinn sögufrægi er sokkinn. Veitingastaðurinn var svokallaður fljótandi veitingastaður sem staðsettur var um árabil við höfnina í Hong Kong. Veitingastaðurinn var ein af helstu táknmyndum borgarinnar, hafandi verið starfræktur í nærri hálfa öld og brugðið fyrir í ýmsum kvikmyndum. Kórónuveirufaraldurinn lék veitingastaðinn hins vegar grátt og var honum lokað í mars 2020. Ekki reyndist unnt að opna hann aftur. Var þá ákveðið að flytja hann á ónefndan stað. Veitingastaðurinn var dreginn í burtu í síðustu viku. Það heppnaðist þó ekki betur en svo að veitingastaðurinn sökk í Suður-Kínahafi. Draga átti veitngastaðinn á ótilgreinda staðsetningu.AP Photo/Kin Cheung Eigendur veitingastaðarins segja veitingastaðinn hafa sokkið á um eitt þúsund metra dýpi og því sé ógerlegt að reyna björgunaraðgerðir. Fyrir flutninginn höfðu verkfræðingar skoðað veitingastaðinn og gefið grænt ljós á flutninginn. Á leiðinni versnuðu veðuraðstæður og veitingastaðurinn tók á sig vatn, með fyrrgreindum afleiðingum. Talið er að yfir þrjár milljónir manna hafi snætt á veitingastaðnum á þeirri hálfri öld sem hann var starfræktur. Má þar nefna Elísabet II Bretlandsdrottningu, leikarann Tom Cruise og auðkýfinginn Richard Branson. VIDEO: Hong Kong's Jumbo Floating Restaurant is towed out of the city after years of revitalisation efforts went nowhere pic.twitter.com/q5Ho3VmAkP— AFP News Agency (@AFP) June 14, 2022 Kína Suður-Kínahaf Hong Kong Tímamót Mest lesið Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Fleiri fréttir Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir 24 látnir og 1.000 ára hof brunnið í fordæmalausum gróðureldum Sjá meira
Veitingastaðurinn var ein af helstu táknmyndum borgarinnar, hafandi verið starfræktur í nærri hálfa öld og brugðið fyrir í ýmsum kvikmyndum. Kórónuveirufaraldurinn lék veitingastaðinn hins vegar grátt og var honum lokað í mars 2020. Ekki reyndist unnt að opna hann aftur. Var þá ákveðið að flytja hann á ónefndan stað. Veitingastaðurinn var dreginn í burtu í síðustu viku. Það heppnaðist þó ekki betur en svo að veitingastaðurinn sökk í Suður-Kínahafi. Draga átti veitngastaðinn á ótilgreinda staðsetningu.AP Photo/Kin Cheung Eigendur veitingastaðarins segja veitingastaðinn hafa sokkið á um eitt þúsund metra dýpi og því sé ógerlegt að reyna björgunaraðgerðir. Fyrir flutninginn höfðu verkfræðingar skoðað veitingastaðinn og gefið grænt ljós á flutninginn. Á leiðinni versnuðu veðuraðstæður og veitingastaðurinn tók á sig vatn, með fyrrgreindum afleiðingum. Talið er að yfir þrjár milljónir manna hafi snætt á veitingastaðnum á þeirri hálfri öld sem hann var starfræktur. Má þar nefna Elísabet II Bretlandsdrottningu, leikarann Tom Cruise og auðkýfinginn Richard Branson. VIDEO: Hong Kong's Jumbo Floating Restaurant is towed out of the city after years of revitalisation efforts went nowhere pic.twitter.com/q5Ho3VmAkP— AFP News Agency (@AFP) June 14, 2022
Kína Suður-Kínahaf Hong Kong Tímamót Mest lesið Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Fleiri fréttir Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir 24 látnir og 1.000 ára hof brunnið í fordæmalausum gróðureldum Sjá meira