Anton Sveinn er staddur í Búdapest þar sem HM í 50 metra laug fer fram. Hann gerði sér lítið fyrir og náði fimmta besta tíma í undanrásunum 200 metra bringusunds rétt í þessu. Synti Anton Sveinn á 2:09,69 mínútum sem er einnig nýtt Íslandsmet.
Hann sló þar með eigið met, sem hann setti einnig á þessu ári, en þá synti hann á 2:10,02 mínútum. Hann gerði enn betur í dag og verður spennandi að sjá hvað Anton Sveinn gerir í úrslitasundinu sem fram fer síðar í dag.
