„Mögulega frábært fyrir landsliðið að fólk sé að setja þessa pressu á hana“ Sindri Sverrisson skrifar 22. júní 2022 15:01 Sveindísi Jane Jónsdóttur skaut upp á stjörnuhimininn, nánast á svipstundu, og virðist höndla athyglina vel. vísir/vilhelm „Ég held að hún sé einn mest spennandi leikmaður mótsins,“ segir Harpa Þorsteinsdóttir um Sveindísi Jane Jónsdóttur, í sérstökum EM-upphitunarþætti Bestu markanna. Þátturinn er sýndur á Stöð 2 Sport í kvöld og hefst klukkan 19:30 en þar fara Harpa, Helena Ólafsdóttir, Mist Rúnarsdóttir og Sonný Lára Þráinsdóttir vítt og breitt yfir allt sem tengist EM og þátttöku Íslands á mótinu. Þær eru spenntar, líkt og fleiri, fyrir því að sjá hvernig Sveindís spjarar sig á sínu fyrsta stórmóti eftir að hún stimplaði sig rækilega inn hjá einu besta liði Evrópu, Wolfsburg, á síðustu leiktíð. „Maður sér það í erlendum fjölmiðlum að það er verið að taka hana til sem rísandi stjörnu og hún er á topp tíu listum fyrir allt mótið. Evrópa er spennt,“ segir Mist. „Alveg frá því að hún kom úr Keflavík í Breiðablik hefur fólk verið að segja: „Þetta er allt of stórt skref fyrir hana. Hún á ekki eftir að blómstra þarna.“ Svo tekur hún bara Breiðablik og treður sokk upp í alla sem höfðu einhverjar efasemdir,“ segir Harpa. Klippa: EM upphitun - Umræða um Sveindísi „Svo fer hún út og fólk er enn þá efins um að hún sé tilbúin í þetta. Hún tekur Svíþjóð og snýtir því, og svo fer hún til Þýskalands og stendur sig enn þá vel,“ segir Harpa og bætir við: „Hún hefur ekki enn fengið áskorun sem hún ræður ekki við og þetta er ein stærsta áskorun sem hún hefur tekist á við. Það er pressa fyrir ungan leikmann að fara á mót og vita að það eru öll augu á manni. Ég hlakka til að sjá því hún virðist vera leikmaður sem eflist bara við athyglina. Mögulega er því frábært fyrir íslenska landsliðið að fólk sé að setja þessa pressu á hana.“ Sérfræðingar Stöðvar 2 Sports hita upp fyrir EM kvenna sem fram fer í Englandi í júlí, í sérstökum EM-upphitunarþætti Bestu markanna klukkan 19.30 í kvöld. Meðal annars er farið yfir dagskrána fram að móti, andstæðinga Íslands í riðlinum og líklegt byrjunarlið. Umsjón með þættinum hefur Helena Ólafsdóttir. EM 2022 í Englandi Fótbolti Bestu mörkin Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Fleiri fréttir Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Sjá meira
Þátturinn er sýndur á Stöð 2 Sport í kvöld og hefst klukkan 19:30 en þar fara Harpa, Helena Ólafsdóttir, Mist Rúnarsdóttir og Sonný Lára Þráinsdóttir vítt og breitt yfir allt sem tengist EM og þátttöku Íslands á mótinu. Þær eru spenntar, líkt og fleiri, fyrir því að sjá hvernig Sveindís spjarar sig á sínu fyrsta stórmóti eftir að hún stimplaði sig rækilega inn hjá einu besta liði Evrópu, Wolfsburg, á síðustu leiktíð. „Maður sér það í erlendum fjölmiðlum að það er verið að taka hana til sem rísandi stjörnu og hún er á topp tíu listum fyrir allt mótið. Evrópa er spennt,“ segir Mist. „Alveg frá því að hún kom úr Keflavík í Breiðablik hefur fólk verið að segja: „Þetta er allt of stórt skref fyrir hana. Hún á ekki eftir að blómstra þarna.“ Svo tekur hún bara Breiðablik og treður sokk upp í alla sem höfðu einhverjar efasemdir,“ segir Harpa. Klippa: EM upphitun - Umræða um Sveindísi „Svo fer hún út og fólk er enn þá efins um að hún sé tilbúin í þetta. Hún tekur Svíþjóð og snýtir því, og svo fer hún til Þýskalands og stendur sig enn þá vel,“ segir Harpa og bætir við: „Hún hefur ekki enn fengið áskorun sem hún ræður ekki við og þetta er ein stærsta áskorun sem hún hefur tekist á við. Það er pressa fyrir ungan leikmann að fara á mót og vita að það eru öll augu á manni. Ég hlakka til að sjá því hún virðist vera leikmaður sem eflist bara við athyglina. Mögulega er því frábært fyrir íslenska landsliðið að fólk sé að setja þessa pressu á hana.“ Sérfræðingar Stöðvar 2 Sports hita upp fyrir EM kvenna sem fram fer í Englandi í júlí, í sérstökum EM-upphitunarþætti Bestu markanna klukkan 19.30 í kvöld. Meðal annars er farið yfir dagskrána fram að móti, andstæðinga Íslands í riðlinum og líklegt byrjunarlið. Umsjón með þættinum hefur Helena Ólafsdóttir.
EM 2022 í Englandi Fótbolti Bestu mörkin Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Fleiri fréttir Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Sjá meira