Segist ekki vita hvað „íþróttaþvottur“ er og líkar vel við Sádi-Arabíu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. júní 2022 08:30 Anthony Joshua og Úkraínumaðurinn Oleksandr Usyk mætast á nýjan leik í Sádi-Arabíu í ágúst. EPA-EFE/NEIL HALL Anthony Joshua, fyrrum heimsmeistari í þungavigt, stefnir á að endurheimta titil sinn en hann mætir Oleksandr Usyk þann 20. ágúst næstkomandi. Fer bardaginn fram í Sádi-Arabíu og Joshua sér ekkert að því. Hinn 32 ára gamli Joshua er með þekktari þungavigtar hnefaleikaköppum heims um þessar mundir en hann tapaði fyrir Usyk í september á síðasta ári er þeir börðust á heimavelli enska úrvalsdeildarliðsins Tottenham Hotspur. Var það aðeins annað tap Joshua á ferli sínum sem atvinnumaður. Sá sigur færði Usyk alls fjóra titla, eða fjögur belti eins og venja er í hnefaleikum. Um er að ræða IBF, IBO, WBA og WBO-titlana. Joshua vill vinna beltin til baka og því mætast þeir í annað sinn í ágúst næstkomandi, að þessu sinni í Sádi-Arabíu. Þetta verður ekki í fyrsta skipti sem Joshua keppir í landinu en hann vann Andy Ruiz þar árið 2019. Bretinn Joshua var meðal annars spurður að því á blaðamannafundi hvað honum fyndist um „íþróttaþvott“ en mikið hefur verið rætt og ritað að undanförnu um LIV-mótaröðina í golfi sem er fjármögnuð af Sádi-Arabíu. Þá á krónprins S-Arabíu nú einnig knattspyrnufélagið Newcastle United. Anthony Joshua on sports washing: "I don't know what that is."He said: "I think Saudi's good I'm treated really well."All that allegation stuff I'm not caught up in any of that. I'm here to have a good time [and] bring entertainment to Saudi."https://t.co/raqS8kezZs— Al Dawson (@AlanDawsonSport) June 21, 2022 „Ég veit ekki hvað íþróttaþvottur (e. sportswashing) er. Ég er hér til að verða heimsmeistari í þungavigt. Mér líkar vel við Sádi-Arabíu og mér líður vel hér, það er komið virkilega vel fram við mig,“ sagði Joshua er hann ræddi við blaðamann í borginni Jeddah. „Ég er ekki að pæla í öllum þessum ásökunum. Ég er hér til að njóta mín, tengjast fólkinu sem býr hérna og skemmta því.“ „Vonandi stend ég mig og verð heimsmeistari í þriðja sinn. Það besta við þetta er að ég fæ annað tækifæri. Það er það sem kom mér inn í hnefaleika á sínum tíma, ég lenti í vandræðum hér þegar ég var yngri en ég fékk annað tækifæri og fann hnefaleika. Ég greip það tækifæri með báðum höndum. Ef þið þekkið mig og mína sögu vitið þið að ég er endurkomukóngurinn.“ „Þú getur slegið mig niður en það er mjög erfitt að halda mér niðri,“ sagði Joshua að endingu. Box Sádi-Arabía Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Fótbolti Fleiri fréttir „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Dagskráin í dag: Golf, enskur fótbolti og tvö lið í vanda í NBA Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Slagur um stól formanns KKÍ Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Littler pirraður á bauli áhorfenda og bað þá um að róa sig LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Spilaði fullkominn leik í beinni Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Sjá meira
Hinn 32 ára gamli Joshua er með þekktari þungavigtar hnefaleikaköppum heims um þessar mundir en hann tapaði fyrir Usyk í september á síðasta ári er þeir börðust á heimavelli enska úrvalsdeildarliðsins Tottenham Hotspur. Var það aðeins annað tap Joshua á ferli sínum sem atvinnumaður. Sá sigur færði Usyk alls fjóra titla, eða fjögur belti eins og venja er í hnefaleikum. Um er að ræða IBF, IBO, WBA og WBO-titlana. Joshua vill vinna beltin til baka og því mætast þeir í annað sinn í ágúst næstkomandi, að þessu sinni í Sádi-Arabíu. Þetta verður ekki í fyrsta skipti sem Joshua keppir í landinu en hann vann Andy Ruiz þar árið 2019. Bretinn Joshua var meðal annars spurður að því á blaðamannafundi hvað honum fyndist um „íþróttaþvott“ en mikið hefur verið rætt og ritað að undanförnu um LIV-mótaröðina í golfi sem er fjármögnuð af Sádi-Arabíu. Þá á krónprins S-Arabíu nú einnig knattspyrnufélagið Newcastle United. Anthony Joshua on sports washing: "I don't know what that is."He said: "I think Saudi's good I'm treated really well."All that allegation stuff I'm not caught up in any of that. I'm here to have a good time [and] bring entertainment to Saudi."https://t.co/raqS8kezZs— Al Dawson (@AlanDawsonSport) June 21, 2022 „Ég veit ekki hvað íþróttaþvottur (e. sportswashing) er. Ég er hér til að verða heimsmeistari í þungavigt. Mér líkar vel við Sádi-Arabíu og mér líður vel hér, það er komið virkilega vel fram við mig,“ sagði Joshua er hann ræddi við blaðamann í borginni Jeddah. „Ég er ekki að pæla í öllum þessum ásökunum. Ég er hér til að njóta mín, tengjast fólkinu sem býr hérna og skemmta því.“ „Vonandi stend ég mig og verð heimsmeistari í þriðja sinn. Það besta við þetta er að ég fæ annað tækifæri. Það er það sem kom mér inn í hnefaleika á sínum tíma, ég lenti í vandræðum hér þegar ég var yngri en ég fékk annað tækifæri og fann hnefaleika. Ég greip það tækifæri með báðum höndum. Ef þið þekkið mig og mína sögu vitið þið að ég er endurkomukóngurinn.“ „Þú getur slegið mig niður en það er mjög erfitt að halda mér niðri,“ sagði Joshua að endingu.
Box Sádi-Arabía Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Fótbolti Fleiri fréttir „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Dagskráin í dag: Golf, enskur fótbolti og tvö lið í vanda í NBA Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Slagur um stól formanns KKÍ Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Littler pirraður á bauli áhorfenda og bað þá um að róa sig LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Spilaði fullkominn leik í beinni Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Sjá meira