Inger Støjberg stofnar Danmerkurdemókrata Atli Ísleifsson skrifar 23. júní 2022 08:12 Inger Støjberg var í desember síðastliðinn dæmd í sextíu daga óskilorðsbundið fangelsi af Ríkisrétti Danmerkur. EPA Inger Støjberg, fyrrverandi ráðherra innflytjendamála og varaformaður Venstre, hefur tilkynnt að hún hafi stofnað nýjan flokk – Danmerkurdemókrata. Støjberg staðfestir þetta í samtali við Skive Folkblad í morgun, en hávær orðrómur hefur verið á kreiki síðustu daga og vikur um að nýr flokkur væri í burðarliðnum. Støjberg segir að flokkurinn muni leggja sérstaka áherslu á málefni Dana utan höfuðborgarsvæðisins. Þetta eigi sér í lagi við um heilbrigðismál, starfsumhverfi fyrirtækja, matvælaframleiðslu og dagleg verkefni hins almenna borgara. Hún segir að „borgaraleg, almenn skynsemi“ verði leiðarljós flokksins. Var dæmd í Ríkisrétti Støjberg var í desember dæmd í sextíu daga óskilorðsbundið fangelsi af Ríkisrétti Danmerkur. Hún var sakfelld af ákæru um að hafa látið stía í sundur ungum hælisleitendum í ráðherratíð sinni. Ríkisréttur hafði þá starfað og verið með málið til meðferðar síðan í september, en Støjberg var innflytjendamálaráðherra Danmerkur á árunum 2015 til 2019. Støjberg var talin hafa gefið út ólögmæt fyrirmæli um að láta aðskilja gifta hælisleitendur sem væru yngri en átján ára við komuna til Danmerkur. Tuttugu og þrjú pör voru aðskilin að skipan ráðherrans árið 2016 og voru sum þeirra voru með börn. Hin 49 ára Støjberg lét af varaformennsku í Venstre í desember 2020 eftir deilur við formanninn Jakob Elleman-Jensen. Hún tók fyrst sæti á danska þinginu árið 2001, en hún lét af þingmennsku eftir að dómur féll í Ríkisrétti í desember 2021. Stefna á að bjóða fram í næstu kosningum Nú tekur við það verkefni að safna nægum undirskriftum til að flokkurinn geti boðið fram í næstu þingkosningum í landinu sem eiga að fara fram í síðasta lagi í júní á næsta ári. Ekki er langt síðan fyrrverandi formaður Venstre, Lars Løkke Rasmussen, sagði skilið við Venstre og tilkynnti um stofnun nýs flokks, Moderaterne. Rasmussen var forsætisráðherra Danmerkur á árunum 2009 til 2011 og aftur frá 2015 til 2019. Danmörk Þingkosningar í Danmörku Tengdar fréttir Støjberg dæmd í sextíu daga fangelsi Ríkisréttur Danmerkur dæmdi í dag Inger Støjberg, fyrrverandi ráðherra innflytjendamála, í sextíu daga óskilorðsbundið fangelsi. Hún var sakfelld af ákæru um að hafa látið stía í sundur ungum hælisleitendum í ráðherratíð sinni. 13. desember 2021 12:06 Danska þingið lýsir yfir vantrausti á fyrrverandi innflytjendamálaráðherra Danska þingið lýsti fyrr í dag yfir vantrausti á Inger Støjberg, fyrrverandi innflytjendamálaráðherra Danmerkur. Støjberg mun því þurfa að pakka niður í töskur og víkja af þinginu það sem eftir er kjörtímabils. 21. desember 2021 16:35 Fyrrum forsætisráðherrann stofnar nýjan flokk Lars Løkke Rasmussen, fyrrverandi forsætisráðherra Danmerkur, ætlar að stofna nýjan stjórnmálaflokk sem á að vera á miðju danskra stjórnmála. Hann sagði skilið við flokkinn Vinstri fyrr á þessu ári. 11. apríl 2021 08:25 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Støjberg staðfestir þetta í samtali við Skive Folkblad í morgun, en hávær orðrómur hefur verið á kreiki síðustu daga og vikur um að nýr flokkur væri í burðarliðnum. Støjberg segir að flokkurinn muni leggja sérstaka áherslu á málefni Dana utan höfuðborgarsvæðisins. Þetta eigi sér í lagi við um heilbrigðismál, starfsumhverfi fyrirtækja, matvælaframleiðslu og dagleg verkefni hins almenna borgara. Hún segir að „borgaraleg, almenn skynsemi“ verði leiðarljós flokksins. Var dæmd í Ríkisrétti Støjberg var í desember dæmd í sextíu daga óskilorðsbundið fangelsi af Ríkisrétti Danmerkur. Hún var sakfelld af ákæru um að hafa látið stía í sundur ungum hælisleitendum í ráðherratíð sinni. Ríkisréttur hafði þá starfað og verið með málið til meðferðar síðan í september, en Støjberg var innflytjendamálaráðherra Danmerkur á árunum 2015 til 2019. Støjberg var talin hafa gefið út ólögmæt fyrirmæli um að láta aðskilja gifta hælisleitendur sem væru yngri en átján ára við komuna til Danmerkur. Tuttugu og þrjú pör voru aðskilin að skipan ráðherrans árið 2016 og voru sum þeirra voru með börn. Hin 49 ára Støjberg lét af varaformennsku í Venstre í desember 2020 eftir deilur við formanninn Jakob Elleman-Jensen. Hún tók fyrst sæti á danska þinginu árið 2001, en hún lét af þingmennsku eftir að dómur féll í Ríkisrétti í desember 2021. Stefna á að bjóða fram í næstu kosningum Nú tekur við það verkefni að safna nægum undirskriftum til að flokkurinn geti boðið fram í næstu þingkosningum í landinu sem eiga að fara fram í síðasta lagi í júní á næsta ári. Ekki er langt síðan fyrrverandi formaður Venstre, Lars Løkke Rasmussen, sagði skilið við Venstre og tilkynnti um stofnun nýs flokks, Moderaterne. Rasmussen var forsætisráðherra Danmerkur á árunum 2009 til 2011 og aftur frá 2015 til 2019.
Danmörk Þingkosningar í Danmörku Tengdar fréttir Støjberg dæmd í sextíu daga fangelsi Ríkisréttur Danmerkur dæmdi í dag Inger Støjberg, fyrrverandi ráðherra innflytjendamála, í sextíu daga óskilorðsbundið fangelsi. Hún var sakfelld af ákæru um að hafa látið stía í sundur ungum hælisleitendum í ráðherratíð sinni. 13. desember 2021 12:06 Danska þingið lýsir yfir vantrausti á fyrrverandi innflytjendamálaráðherra Danska þingið lýsti fyrr í dag yfir vantrausti á Inger Støjberg, fyrrverandi innflytjendamálaráðherra Danmerkur. Støjberg mun því þurfa að pakka niður í töskur og víkja af þinginu það sem eftir er kjörtímabils. 21. desember 2021 16:35 Fyrrum forsætisráðherrann stofnar nýjan flokk Lars Løkke Rasmussen, fyrrverandi forsætisráðherra Danmerkur, ætlar að stofna nýjan stjórnmálaflokk sem á að vera á miðju danskra stjórnmála. Hann sagði skilið við flokkinn Vinstri fyrr á þessu ári. 11. apríl 2021 08:25 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Støjberg dæmd í sextíu daga fangelsi Ríkisréttur Danmerkur dæmdi í dag Inger Støjberg, fyrrverandi ráðherra innflytjendamála, í sextíu daga óskilorðsbundið fangelsi. Hún var sakfelld af ákæru um að hafa látið stía í sundur ungum hælisleitendum í ráðherratíð sinni. 13. desember 2021 12:06
Danska þingið lýsir yfir vantrausti á fyrrverandi innflytjendamálaráðherra Danska þingið lýsti fyrr í dag yfir vantrausti á Inger Støjberg, fyrrverandi innflytjendamálaráðherra Danmerkur. Støjberg mun því þurfa að pakka niður í töskur og víkja af þinginu það sem eftir er kjörtímabils. 21. desember 2021 16:35
Fyrrum forsætisráðherrann stofnar nýjan flokk Lars Løkke Rasmussen, fyrrverandi forsætisráðherra Danmerkur, ætlar að stofna nýjan stjórnmálaflokk sem á að vera á miðju danskra stjórnmála. Hann sagði skilið við flokkinn Vinstri fyrr á þessu ári. 11. apríl 2021 08:25