Frá þessu greinir Fréttablaðið.
Í blaðinu segir að allir kærendurnir eigi nú kost á því að krefjast endurupptöku mála sinna hjá endurupptökudómi.
Meðal kærenda eru, samkvæmt Fréttablaðinu, Jens Guðmundsson, fyrrverandi rannsóknarlögreglumaður, Fjölnir Guðsteinsson og Eldin Skoko, sem voru dæmdir fyrir nauðgun, og Otto Örn Þórðarson, sem var dæmdur fyrir amfetamínsmygl.
Þá hefur íslenska ríkið gert dómsátt við tvo kærendur til viðbótar við þessa fjórtán; Atla Helgason, sem freistaði þess að fá aftur lögmannsréttindi sem hann missti þegar hann var dæmdur fyrir manndráp, og Gunnlaug Briem, sem var dæmdur fyrir skattalagabrot.