Karl sagður hafa tekið við milljónum frá Katar Kjartan Kjartansson skrifar 26. júní 2022 08:19 Karl Bretaprins (t.h.) með spúsu sinni, Camillu Parker Bowles. Vísir/EPA Karl Bretaprins er sagður hafa tekið við milljónum evra í reiðufé á fundum sínum með fyrrverandi forsætisráðherra Katar. Fulltrúar konungsfjölskyldunnar fullyrða að féð hafi strax runnið til góðgerðasamtaka prinsins. Breska blaðið Sunday Times fullyrðir í dag að Karl hafi tekið við þremur milljónum evra, jafnvirði um 420 milljóna íslenskra króna, úr hendi Sjeik Hamad bin Jassim bin Jaber al-Thani. Féð hafi verið afhent í skjalatösku, ferðatösku og innkaupapoka á nokkrum fundum. Tveir ráðgjafar prinsins eru sagðir hafa tekið við peningunum sem þeir fengu afhenta í skjalatösku og handtalið þá. Einkabanki konungsfjölskyldunnar hafi svo tekið við þeim. Peningarnir voru lagðir inn á bankareikninga Góðgerðasjóðs prinsins af Wales (PWCF) og segir blaðið að ekkert bendi til þess að greiðslurnar hafi verið ólöglegar. Sjóðurinn hefur staðfest að sjeikinn hafi sjálfur óskað eftir því að styrkja sjóðinn með reiðufé. Þrátt fyrir það eru fregnirnar sagðar vandræðalegar fyrir Karl prins. Lögreglan í London og rannsakar nú hvernig góðgerðasamtök konungsfjölskyldunnar hafa staðið að fjáröflun, þar á meðal með sölu á ýmis konar heiðurstignum. Ásakanir hafa komið fram um að einn nánasti ráðgjafi Karls hafi komið því í kring að sádiarabískur milljarðamæringur yrði heiðraður. The Guardian segir að al-Thani sé einn ríkasti maður jarðar og hafi verð nefndur „maðurinn sem keypti London“ vegna gríðarlgra fjárfestinga hans í borginni. Hann er einnig eigandi franska knattspyrnuliðsins Paris Saint-Germain. Bretland Kóngafólk Katar Mest lesið Trump titlar sig konung Erlent Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Erlent Traustið við frostmark Innlent Níu ofbeldismál innan íþróttahreyfingar til lögreglu í fyrra Innlent Inga sagði hrútspungafýluna flæða úr Hádegismóum Innlent Allt tiltækt lið kallað út vegna elds í Hamborgarafabrikkunni Innlent Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Erlent Alvarlegt umferðarslys á Þingvallavegi Innlent Markaðurinn hvorki „á valdi“ kaupenda né seljenda Innlent Fylkingar innan VR eftir afstöðu til Eflingar og Ragnars Þórs Innlent Fleiri fréttir Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Bandaríkjamenn og Rússar funda með Evrópu á hliðarlínunni Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Evrópa þurfi að vígbúast Skynjar „nýja evrópska staðfestu og alvarleika“ fyrir fundinn í París Páfi sagður þarfnast frekari sjúkrahússlegu vegna sýkingar „Ferðamannaparadísin“ Gasa líklega rædd á fundi Rubio og krónprinsins Rubio mættur til Sádi-Arabíu og Lavrov segir Evrópu ekki eiga neitt erindi Sjá meira
Breska blaðið Sunday Times fullyrðir í dag að Karl hafi tekið við þremur milljónum evra, jafnvirði um 420 milljóna íslenskra króna, úr hendi Sjeik Hamad bin Jassim bin Jaber al-Thani. Féð hafi verið afhent í skjalatösku, ferðatösku og innkaupapoka á nokkrum fundum. Tveir ráðgjafar prinsins eru sagðir hafa tekið við peningunum sem þeir fengu afhenta í skjalatösku og handtalið þá. Einkabanki konungsfjölskyldunnar hafi svo tekið við þeim. Peningarnir voru lagðir inn á bankareikninga Góðgerðasjóðs prinsins af Wales (PWCF) og segir blaðið að ekkert bendi til þess að greiðslurnar hafi verið ólöglegar. Sjóðurinn hefur staðfest að sjeikinn hafi sjálfur óskað eftir því að styrkja sjóðinn með reiðufé. Þrátt fyrir það eru fregnirnar sagðar vandræðalegar fyrir Karl prins. Lögreglan í London og rannsakar nú hvernig góðgerðasamtök konungsfjölskyldunnar hafa staðið að fjáröflun, þar á meðal með sölu á ýmis konar heiðurstignum. Ásakanir hafa komið fram um að einn nánasti ráðgjafi Karls hafi komið því í kring að sádiarabískur milljarðamæringur yrði heiðraður. The Guardian segir að al-Thani sé einn ríkasti maður jarðar og hafi verð nefndur „maðurinn sem keypti London“ vegna gríðarlgra fjárfestinga hans í borginni. Hann er einnig eigandi franska knattspyrnuliðsins Paris Saint-Germain.
Bretland Kóngafólk Katar Mest lesið Trump titlar sig konung Erlent Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Erlent Traustið við frostmark Innlent Níu ofbeldismál innan íþróttahreyfingar til lögreglu í fyrra Innlent Inga sagði hrútspungafýluna flæða úr Hádegismóum Innlent Allt tiltækt lið kallað út vegna elds í Hamborgarafabrikkunni Innlent Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Erlent Alvarlegt umferðarslys á Þingvallavegi Innlent Markaðurinn hvorki „á valdi“ kaupenda né seljenda Innlent Fylkingar innan VR eftir afstöðu til Eflingar og Ragnars Þórs Innlent Fleiri fréttir Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Bandaríkjamenn og Rússar funda með Evrópu á hliðarlínunni Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Evrópa þurfi að vígbúast Skynjar „nýja evrópska staðfestu og alvarleika“ fyrir fundinn í París Páfi sagður þarfnast frekari sjúkrahússlegu vegna sýkingar „Ferðamannaparadísin“ Gasa líklega rædd á fundi Rubio og krónprinsins Rubio mættur til Sádi-Arabíu og Lavrov segir Evrópu ekki eiga neitt erindi Sjá meira