Greiddu atkvæði gegn ráðningu Elliða og vildu að kjör hans yrðu skert Snorri Másson skrifar 27. júní 2022 11:58 Elliði Vignisson hefur verið bæjarstjóri Ölfuss frá 2018 og var endurráðinn nú eftir síðustu kosningar. Magnús Hlynur Hreiðarsson Elliði Vignisson bæjarstjóri Ölfuss segir umræðu um há laun sveitarstjóra réttmæta, en að hún verði að fara fram á skynsamlegum forsendum. Minnihlutinn í Ölfusi greiddi atkvæði gegn ráðningu Elliða og hvatti til launalækkunar. Elliði var ráðinn bæjarstjóri Ölfuss árið 2018 og í sveitarstjórnarkosningunum í vor var hann opinbert bæjarstjóraefni Sjálfstæðisflokksins, þótt ekki væri hann í framboði. Sjálfstæðisflokkurinn endaði í meirihluta og samþykkt var að ráða Elliða. Á bæjarráðsfundi fyrir tveimur vikum var verið að afgreiða launasamning við Elliða og þá hvatti minnihlutinn til þess að launakjörin myndu taka tillit til hækkunar vaxta og verðbólgu; og að sveitarfélagið hætti að greiða Elliða fyrir leigu á húsnæði, enda ætti hann eigin húsnæði. Sami minnihluti kaus gegn því að Elliði yrði ráðinn þegar það var gert fyrr í sumar. Ekki sýnd sama kurteisi og öllu jöfnu „Er þetta ekki bara eins og stjórnmálin virka, það verða allir að fljúga eins og þeir eru fiðraðir. Það er öllu jöfnu sú kurteisi sýnd að minnihluti annaðhvort situr hjá eða greiðir atkvæði með ráðningu bæjarstjóra. Minnihlutinn hér ákvað að greiða atkvæði gegn ráðningu á bæjarstjóra og þá með vísan í það að hann væri pólitískur,“ segir Elliði í samtali við fréttastofu. Í bókun Elliða segir: „Undirritaður bendir fulltrúa B-lista góðfúslega á að hann var ráðinn á faglegum forsendum árið 2018 úr hópi 18 umsækjenda. Starfið var þá auglýst og ráðningaskrifstofa stjórnaði ferlinu. Nú fjórum árum síðar var undirritaður yfirlýst bæjarstjóraefni. Ólíkt því sem víðast hvar gerist hefur undirritaður því bæði verið ráðinn á faglegum forsendum og um hann kosið. Það ætti að skapa aukna sátt, en kom þó ekki í veg fyrir að minnihlutinn allur greiddi atkvæði gegn ráðningu undirritaðs.“ Krónurnar sem sveitarstjórarnir kosta hvern íbúa.Sara Rut Fannarsdóttir Eins og fjallað var um á Stöð 2 fyrir helgi, er bæjarstjórinn með rúmar tvær milljónir króna í laun á mánuði. Elliði er ekki hæstlaunaði bæjarstjóri landsins, það er Ásdís Kristjánsdóttir í Kópavogi, en Elliði er samkvæmt útreikningum fréttastofu sá bæjarstjóri sem fær mest frá hverjum og einum íbúa sveitarfélagsins, ef laununum er deilt á fjöldann. „Ég held að það sé nú alveg sama hvaða starfsmann sveitarfélagsins þú tekur, ef þú deilir kostnaðinum niður á íbúafjölda færðu hærri tölu en í stærra samfélagi. Ég held að það liggi í hlutarins eðli. Þetta er vel launað starf. Það er mjög réttmæt umræða að ræða laun bæjarstjóra en það verður að gera það á vitrænni forsendum en að taka íbúatöluna og deila henni niður á starfið,“ segir Elliði. Við samning Elliða við Ölfus bætist á þessu kjörtímabili bíll til afnota, í stað beinnar greiðslu fyrir akstur vegna starfsins. Sveitarstjórnarmál Ölfus Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Innlent Fleiri fréttir Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sjá meira
Elliði var ráðinn bæjarstjóri Ölfuss árið 2018 og í sveitarstjórnarkosningunum í vor var hann opinbert bæjarstjóraefni Sjálfstæðisflokksins, þótt ekki væri hann í framboði. Sjálfstæðisflokkurinn endaði í meirihluta og samþykkt var að ráða Elliða. Á bæjarráðsfundi fyrir tveimur vikum var verið að afgreiða launasamning við Elliða og þá hvatti minnihlutinn til þess að launakjörin myndu taka tillit til hækkunar vaxta og verðbólgu; og að sveitarfélagið hætti að greiða Elliða fyrir leigu á húsnæði, enda ætti hann eigin húsnæði. Sami minnihluti kaus gegn því að Elliði yrði ráðinn þegar það var gert fyrr í sumar. Ekki sýnd sama kurteisi og öllu jöfnu „Er þetta ekki bara eins og stjórnmálin virka, það verða allir að fljúga eins og þeir eru fiðraðir. Það er öllu jöfnu sú kurteisi sýnd að minnihluti annaðhvort situr hjá eða greiðir atkvæði með ráðningu bæjarstjóra. Minnihlutinn hér ákvað að greiða atkvæði gegn ráðningu á bæjarstjóra og þá með vísan í það að hann væri pólitískur,“ segir Elliði í samtali við fréttastofu. Í bókun Elliða segir: „Undirritaður bendir fulltrúa B-lista góðfúslega á að hann var ráðinn á faglegum forsendum árið 2018 úr hópi 18 umsækjenda. Starfið var þá auglýst og ráðningaskrifstofa stjórnaði ferlinu. Nú fjórum árum síðar var undirritaður yfirlýst bæjarstjóraefni. Ólíkt því sem víðast hvar gerist hefur undirritaður því bæði verið ráðinn á faglegum forsendum og um hann kosið. Það ætti að skapa aukna sátt, en kom þó ekki í veg fyrir að minnihlutinn allur greiddi atkvæði gegn ráðningu undirritaðs.“ Krónurnar sem sveitarstjórarnir kosta hvern íbúa.Sara Rut Fannarsdóttir Eins og fjallað var um á Stöð 2 fyrir helgi, er bæjarstjórinn með rúmar tvær milljónir króna í laun á mánuði. Elliði er ekki hæstlaunaði bæjarstjóri landsins, það er Ásdís Kristjánsdóttir í Kópavogi, en Elliði er samkvæmt útreikningum fréttastofu sá bæjarstjóri sem fær mest frá hverjum og einum íbúa sveitarfélagsins, ef laununum er deilt á fjöldann. „Ég held að það sé nú alveg sama hvaða starfsmann sveitarfélagsins þú tekur, ef þú deilir kostnaðinum niður á íbúafjölda færðu hærri tölu en í stærra samfélagi. Ég held að það liggi í hlutarins eðli. Þetta er vel launað starf. Það er mjög réttmæt umræða að ræða laun bæjarstjóra en það verður að gera það á vitrænni forsendum en að taka íbúatöluna og deila henni niður á starfið,“ segir Elliði. Við samning Elliða við Ölfus bætist á þessu kjörtímabili bíll til afnota, í stað beinnar greiðslu fyrir akstur vegna starfsins.
Sveitarstjórnarmál Ölfus Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Innlent Fleiri fréttir Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sjá meira