Fundur G7 ríkjanna: Selenskí vill stöðva átökin fyrir veturinn Ólafur Björn Sverrisson skrifar 27. júní 2022 16:22 Frá G7 fundinum. AP Vólódímír Selenskí, Úkraínuforseti biðlar til leiðtoga G7 ríkjanna að stöðva átökin í Úkraínu áður en vetur skellur á. Leiðtogafundur G7 ríkjanna hófst í gær í Krün í Þýskalandi. Þar hittust leiðtogar Kanada, Frakklands, Þýskalands, Ítalíu, Japans og Bretlands og var stríðið í Úkraínu eðlilega efst á baugi. Heita Úkraínu stuðning svo lengi sem stríðið varir Ríkin sendu í dag frá sér yfirlýsingu þar sem þau heita því að standa með Úkraínu eins lengi og þörf krefur og veita Úkraínumönnum áfram efnahagslegan og hernaðarlegan stuðning, meðal annars. Í yfirlýsingunni eru Rússar fordæmdir fyrir að ýja að notkun kjarnorkuvopna og Úkraínumenn sagðir þurfa að ákveða sjálfir skilmála mögulegs friðarsamkomulags, án utanaðkomandi þrýstings. Olaf Scholz ávarpar blaðamenn í fallegri náttúru í Krün við rætur alpanna í Þýskalandi. Þá lýsa leiðtogarnir yfir áhyggjum vegna yfirlýsinga Rússa um mögulega uppsetningu eldflauga í Hvíta-Rússlandi sem geta borið kjarnorkuvopn. Þeir segja G7-ríkin reiðubúin til að eiga milligöngu um samninga milli Úkraínu og áhugasamra ríkja um langtíma öryggistryggingar til handa fyrrnefnda. Leiðtogarnir kalla einnig eftir því að úkraínskum ríkisborgurum sem hafa verið fluttir til Rússlands verði skilað aftur til sinna heima og segja að stríðsglæpamönnum verði engin grið gefin. Þeir segja Rússa bera gríðarmikla ábyrgð á matvælaóöryggi sem heimurinn stendur frammi fyrir og heita samræmdum aðgerðum til að berjast gegn því. Bandamenn standa sameinaðir Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, varar við þreytu gagnvart aðgerðum bandamanna gegn Rússum en segir leiðtoga G7-ríkjanna, sem nú funda í Þýskalandi, standa sameinaða. Johnson sagði við BBC fyrir fundinn að ríki heims hefðu áhyggjur af áframhaldandi hernaðaraðgerðum Rússa í Úkraínu og áhrifum þeirra á matvæla- og orkuverð. Boris Johnson á fundi G7 ríkjanna. Bandamenn stæðu hins vegar enn sameinaðir í afstöðu sinni og ástæðan væri einföld: Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti hefði engin úrræði til að semja um endalok átakanna og við þær aðstæður myndu bandamenn halda áfram að styðja við Úkráinumenn, með því að aðstoða þá efnahagslega og við að koma kornbirgðum úr landi. „Og að sjálfsögðu verðum við að hjálpa þeim að verja sig. Og það er það sem við munum gera áfram,“ sagði Johnson. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Þýskaland Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Leiðtogafundur G7 ríkjanna hófst í gær í Krün í Þýskalandi. Þar hittust leiðtogar Kanada, Frakklands, Þýskalands, Ítalíu, Japans og Bretlands og var stríðið í Úkraínu eðlilega efst á baugi. Heita Úkraínu stuðning svo lengi sem stríðið varir Ríkin sendu í dag frá sér yfirlýsingu þar sem þau heita því að standa með Úkraínu eins lengi og þörf krefur og veita Úkraínumönnum áfram efnahagslegan og hernaðarlegan stuðning, meðal annars. Í yfirlýsingunni eru Rússar fordæmdir fyrir að ýja að notkun kjarnorkuvopna og Úkraínumenn sagðir þurfa að ákveða sjálfir skilmála mögulegs friðarsamkomulags, án utanaðkomandi þrýstings. Olaf Scholz ávarpar blaðamenn í fallegri náttúru í Krün við rætur alpanna í Þýskalandi. Þá lýsa leiðtogarnir yfir áhyggjum vegna yfirlýsinga Rússa um mögulega uppsetningu eldflauga í Hvíta-Rússlandi sem geta borið kjarnorkuvopn. Þeir segja G7-ríkin reiðubúin til að eiga milligöngu um samninga milli Úkraínu og áhugasamra ríkja um langtíma öryggistryggingar til handa fyrrnefnda. Leiðtogarnir kalla einnig eftir því að úkraínskum ríkisborgurum sem hafa verið fluttir til Rússlands verði skilað aftur til sinna heima og segja að stríðsglæpamönnum verði engin grið gefin. Þeir segja Rússa bera gríðarmikla ábyrgð á matvælaóöryggi sem heimurinn stendur frammi fyrir og heita samræmdum aðgerðum til að berjast gegn því. Bandamenn standa sameinaðir Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, varar við þreytu gagnvart aðgerðum bandamanna gegn Rússum en segir leiðtoga G7-ríkjanna, sem nú funda í Þýskalandi, standa sameinaða. Johnson sagði við BBC fyrir fundinn að ríki heims hefðu áhyggjur af áframhaldandi hernaðaraðgerðum Rússa í Úkraínu og áhrifum þeirra á matvæla- og orkuverð. Boris Johnson á fundi G7 ríkjanna. Bandamenn stæðu hins vegar enn sameinaðir í afstöðu sinni og ástæðan væri einföld: Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti hefði engin úrræði til að semja um endalok átakanna og við þær aðstæður myndu bandamenn halda áfram að styðja við Úkráinumenn, með því að aðstoða þá efnahagslega og við að koma kornbirgðum úr landi. „Og að sjálfsögðu verðum við að hjálpa þeim að verja sig. Og það er það sem við munum gera áfram,“ sagði Johnson.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Þýskaland Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira