Fólk eigi ekki að þurfa að fresta lífinu Snorri Másson skrifar 28. júní 2022 16:27 Verðbólguhorfur fara versnandi og ekki gert ráð fyrir að seðlabankinn nái markmiðum sínum fyrr en 2025. Forseti Alþýðusambandsins segir að fasteignaverð sé vandamálið; stjórnvöld séu fyrir löngu búin að missa stjórn á húsnæðismarkaðnum. Samkvæmt nýrri þjóðhagsspá Hagstofunnar mun líða lengri tími en óttast var þar til verðbólgan kemst aftur nær verðbólgumarkmiðunum; ásættanleg verðbólga er um 2,5%. Á þessu ári er verðbólgan um 7,5%, á því næsta 4,9%, árið 2024 verður hún um 3,3% en fyrst árið 2025 eru bundnar vonir við að hún nálgist verðbólgumarkmiðið. Stöð 2 Það eru ekki pítsur sem eru að drífa verðbólguna áfram hér á landi, heldur einkum húsnæði sem hækkar sögulega mikið í hverjum mánuði. Á ársgrundvelli hefur verðið verið að hækka um allt að 20% á höfuðborgarsvæðinu. „Það er alveg ljóst að við erum fyrir löngu búin að missa stjórn á húsnæðismarkaðnum,“ segir Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands, í samtali við fréttastofu. Drífa Snædal forseti Alþýðusambands Íslands segir vonbrigði að fyrstu kaupendum sé gert erfiðara fyrir. Hún bendir á að húsnæðismarkaðurinn sé helsti þátturinn sem drífi verðbólguna innanlands.Vísir/Egill Án húsnæðisliðarins væri verðbólgan ekki í 7,5% heldur 5,5%. „Það sem við getum stýrt hérna á Íslandi er húsnæðismarkaðurinn. Við lendum alltaf þar. Hann er að valda okkur þvílíkum vandræðum og það hefur legið fyrir árum saman,“ segir Drífa. Drífa segir að vandamálið sé of lítið framboð en of mikil eftirspurn er líka talin vandamál. Seðlabankinn reynir nú að stemma stigu við hækkunum á markaðnum með því að gera ríkari kröfur um eigið fé til fyrstu kaupenda, þeir þurfa nú 15% innborgun. Sem seðlabankastjóri hefur sagt að geti þýtt að fleiri þurfi áfram að dvelja í foreldrahúsum - eða á leigumarkaði. „Okkur finnst mjög slæmt þegar það er verið að þrengja að nýjum kaupendum að komast út á fasteignamarkað. Nógu erfitt var það nú fyrir með hækkandi húsnæðisverði. Við þurfum að byggja, þannig að fólk þurfi ekki að fresta lífinu og geti farið að skipuleggja líf sitt sem fullorðnar manneskjur,“ segir Drífa. Efnahagsmál Stéttarfélög Verðlag Fjármál heimilisins Húsnæðismál Fasteignamarkaður Tengdar fréttir Horfur á 5,1 prósent hagvexti í ár en óvissa um verðbólguhorfur Samkvæmt nýrri þjóðhagsspá Hagstofunnar eru horfur á að hagvöxtur verði 5,1 prósent í ár og 2,9 prósent árið 2023. Innlend eftirspurn hafi reynst kröftug það sem af er ári en óvissa um verðbólguhorfur innanlands og erlendis hafi aukist. 27. júní 2022 13:16 Hráolíuverð heldur áfram að lækka Heimsmarkaðsverð á Brent-hráolíu lækkaði á föstudag og stefnir í lækkun aðra vikuna í röð. Olíuverð náði miklum hæðum í kjölfar stríðsins í Úkraínu en frá maílokum hefur Brent-olíuverð lækkað úr 120 bandaríkjadölum á tunnu niður í um 109, næstum tíu prósent lækkun. 24. júní 2022 11:13 „Þetta er mjög óþægilegt“ Verðbólga er í hæstu hæðum og fólk er farið að finna fyrir því, eins og fjallað var um í Íslandi í dag. Rætt var við viðskiptavini matvöruverslunar í Reykjavík. Margir sögðu farir sínar hreinlega ekki sléttar af því að kaupa í matinn þessa dagana. 22. júní 2022 21:10 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Launmorð á götum New York Erlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Sjá meira
Samkvæmt nýrri þjóðhagsspá Hagstofunnar mun líða lengri tími en óttast var þar til verðbólgan kemst aftur nær verðbólgumarkmiðunum; ásættanleg verðbólga er um 2,5%. Á þessu ári er verðbólgan um 7,5%, á því næsta 4,9%, árið 2024 verður hún um 3,3% en fyrst árið 2025 eru bundnar vonir við að hún nálgist verðbólgumarkmiðið. Stöð 2 Það eru ekki pítsur sem eru að drífa verðbólguna áfram hér á landi, heldur einkum húsnæði sem hækkar sögulega mikið í hverjum mánuði. Á ársgrundvelli hefur verðið verið að hækka um allt að 20% á höfuðborgarsvæðinu. „Það er alveg ljóst að við erum fyrir löngu búin að missa stjórn á húsnæðismarkaðnum,“ segir Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands, í samtali við fréttastofu. Drífa Snædal forseti Alþýðusambands Íslands segir vonbrigði að fyrstu kaupendum sé gert erfiðara fyrir. Hún bendir á að húsnæðismarkaðurinn sé helsti þátturinn sem drífi verðbólguna innanlands.Vísir/Egill Án húsnæðisliðarins væri verðbólgan ekki í 7,5% heldur 5,5%. „Það sem við getum stýrt hérna á Íslandi er húsnæðismarkaðurinn. Við lendum alltaf þar. Hann er að valda okkur þvílíkum vandræðum og það hefur legið fyrir árum saman,“ segir Drífa. Drífa segir að vandamálið sé of lítið framboð en of mikil eftirspurn er líka talin vandamál. Seðlabankinn reynir nú að stemma stigu við hækkunum á markaðnum með því að gera ríkari kröfur um eigið fé til fyrstu kaupenda, þeir þurfa nú 15% innborgun. Sem seðlabankastjóri hefur sagt að geti þýtt að fleiri þurfi áfram að dvelja í foreldrahúsum - eða á leigumarkaði. „Okkur finnst mjög slæmt þegar það er verið að þrengja að nýjum kaupendum að komast út á fasteignamarkað. Nógu erfitt var það nú fyrir með hækkandi húsnæðisverði. Við þurfum að byggja, þannig að fólk þurfi ekki að fresta lífinu og geti farið að skipuleggja líf sitt sem fullorðnar manneskjur,“ segir Drífa.
Efnahagsmál Stéttarfélög Verðlag Fjármál heimilisins Húsnæðismál Fasteignamarkaður Tengdar fréttir Horfur á 5,1 prósent hagvexti í ár en óvissa um verðbólguhorfur Samkvæmt nýrri þjóðhagsspá Hagstofunnar eru horfur á að hagvöxtur verði 5,1 prósent í ár og 2,9 prósent árið 2023. Innlend eftirspurn hafi reynst kröftug það sem af er ári en óvissa um verðbólguhorfur innanlands og erlendis hafi aukist. 27. júní 2022 13:16 Hráolíuverð heldur áfram að lækka Heimsmarkaðsverð á Brent-hráolíu lækkaði á föstudag og stefnir í lækkun aðra vikuna í röð. Olíuverð náði miklum hæðum í kjölfar stríðsins í Úkraínu en frá maílokum hefur Brent-olíuverð lækkað úr 120 bandaríkjadölum á tunnu niður í um 109, næstum tíu prósent lækkun. 24. júní 2022 11:13 „Þetta er mjög óþægilegt“ Verðbólga er í hæstu hæðum og fólk er farið að finna fyrir því, eins og fjallað var um í Íslandi í dag. Rætt var við viðskiptavini matvöruverslunar í Reykjavík. Margir sögðu farir sínar hreinlega ekki sléttar af því að kaupa í matinn þessa dagana. 22. júní 2022 21:10 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Launmorð á götum New York Erlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Sjá meira
Horfur á 5,1 prósent hagvexti í ár en óvissa um verðbólguhorfur Samkvæmt nýrri þjóðhagsspá Hagstofunnar eru horfur á að hagvöxtur verði 5,1 prósent í ár og 2,9 prósent árið 2023. Innlend eftirspurn hafi reynst kröftug það sem af er ári en óvissa um verðbólguhorfur innanlands og erlendis hafi aukist. 27. júní 2022 13:16
Hráolíuverð heldur áfram að lækka Heimsmarkaðsverð á Brent-hráolíu lækkaði á föstudag og stefnir í lækkun aðra vikuna í röð. Olíuverð náði miklum hæðum í kjölfar stríðsins í Úkraínu en frá maílokum hefur Brent-olíuverð lækkað úr 120 bandaríkjadölum á tunnu niður í um 109, næstum tíu prósent lækkun. 24. júní 2022 11:13
„Þetta er mjög óþægilegt“ Verðbólga er í hæstu hæðum og fólk er farið að finna fyrir því, eins og fjallað var um í Íslandi í dag. Rætt var við viðskiptavini matvöruverslunar í Reykjavík. Margir sögðu farir sínar hreinlega ekki sléttar af því að kaupa í matinn þessa dagana. 22. júní 2022 21:10