Okagbare hafði verið dæmd í tíu ára bann í febrúar fyrir að hafa ítrekuð brot á lyfjalöggjöf Alþjóða frjálsíþróttasambandsins.
Bannið er lengt af því að hún reyndi að komast hjá því að gefa sýni sem og að hafa afskipti af lyfjaprófinu sjálfu og meðferðinni á sínu máli.
[BREAKING] Doping: Okagbare's ban extended to 11 years - Punch Newspapers https://t.co/6ek2ht4hyR
— Punch Newspapers (@MobilePunch) June 27, 2022
Hin 33 ára gamla Okagbare féll á lyfjaprófi á Ólympíuleikunum í Tókýó í fyrra.
Bann Okagbare hefur ekki aðeins áhrif á hana sjálfa heldur missti boðsveit Nígeríu einnig sæti sitt á komandi heimsmeistaramóti í Oregon fylki.
Hún hjálpaði nígerísku sveitinni að vinna sér sæti á Ólympíuleikunum en gerði það með því að koma sér hjá því að fara í lyfjapróf í júní 2021.
Okagbare á verðlaun frá Ólympíuleikunum því hún varð í öðru sæti í langstökki á leikunum í Peking árið 2008.
Hún virtist ætla að berjast um verðlaunin í 100 metra hlaupi á Ólympíuleikunum í Tókýó og byrjaði á því að vinna sinn riðil með því að hlaupa á 11,05 sekúndum.
Okagbare fékk hins vegar aldrei að keppa í undanúrslitunum eftir að kom í ljós að hún hafði fallið á lyfjaprófi sem var tekið utan keppni í aðdraganda Ólympíuleikanna.
Okagbare handed an extra 1yr ban making it 11 for anti-doping rule violations
— Sarafina Napoleon (@FinaNapoleon) June 27, 2022
As it stands, Team Nigeria will not be competing in the 4x100 relay at World Athletics Championships next month
All individual & relay results involving her from 13 June 2021, no longer stands. pic.twitter.com/Mm1DfwDX6O