Höfnuðu Degi en hleyptu Hollandi og Slóveníu á HM Sindri Sverrisson skrifar 28. júní 2022 14:01 Dagur Sigurðsson og hans menn voru sviptir tækifærinu til að komast inn á HM og fengu ekki boðsæti frá IHF. Getty/Slavko Midzor Alþjóða handknattleikssambandið, IHF, hefur nú tekið ákvörðun um það hvaða tvö landslið fá sérstök boðsæti (e. Wild Card) á HM karla sem fram fer í byrjun næsta árs, í Svíþjóð og Póllandi. Eins og ljóst varð í apríl verður Ísland með á HM og í efsta styrkleikaflokki þegar dregið verður í riðla í Katowice í Póllandi á laugardaginn. Það þýðir að Ísland sleppur við að vera í riðli með Danmörku, Svíþjóð, Spáni, Frakklandi, Noregi og Þýskalandi, sem og verðandi Afríkumeisturum sem krýndir verða í júlí. Holland og Slóvenía bættust í dag í hóp þeirra liða sem verða á HM. Ákvörðun IHF byggir meðal annars á árangri landsliða á stórmótum síðustu ár og þróun handboltaíþróttarinnar í viðkomandi löndum. Holland tapaði naumlega gegn Portúgal í HM-umspilinu í apríl, samtals 65-61, í síðustu leikjum sínum undir stjórn Erlings Richardssonar. Slóvenía tapaði í sama umspili gegn Serbíu, samtals 57-51. Misstu af möguleikanum vegna hópsmits Ákvörðun IHF hefur í för með sér að úti er um vonir Dags Sigurðssonar og lærisveina hans í landsliði Japan um að komast á HM. Japanir neyddust til að hætta við keppni á Asíumótinu í janúar, vegna hópsmits af kórónuveirunni, og höfðu því ekki möguleika á að vinna sér inn HM-sæti með árangri á því móti. Japanir missa því af HM eftir að hafa verið með á síðustu þremur heimsmeistaramótum í röð. Ljóst er að fleiri lönd vonuðust eftir boðsæti á HM en IHF gefur ekki upp hvaða lönd það voru. Ísland í efsta flokki Alls hafa 26 landslið nú fengið sæti á HM en enn eru sex laus sæti. Verðandi Norður-Ameríkumeistarar, sem krýndir verða 1. júlí, fá eitt sæti. Fimm Afríkuþjóðir bætast svo við eftir Afríkumótið í Egyptalandi 11.-18. júlí, en því var frestað vegna kórónuveirufaraldursins. Svona líta styrkleikaflokkarnir fjórir út fyrir dráttinn á laugardag: Flokkur 1: Danmörk, Svíþjóð, Spánn, Frakkland, Noregur, ÍSLAND, Þýskaland, Afríka 1. Flokkur 2: Katar, Króatía, Belgía, Brasilía, Portúgal, Pólland, Svartfjallaland, Norður-Makedónía. Flokkur 3: Serbía, Ungverjaland, Argentína, Brasilía, Barein, Sádi-Arabía, Afríka 2, Síle, Afríka 3. Flokkur 4: Úrúgvæ, Afríka 4, Íran, Suður-Kórea, Norður-Ameríkumeistararnir, Holland, Slóvenía. HM 2023 í handbolta Handbolti Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Körfubolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Fleiri fréttir Leikdagur í Innbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Sjá meira
Eins og ljóst varð í apríl verður Ísland með á HM og í efsta styrkleikaflokki þegar dregið verður í riðla í Katowice í Póllandi á laugardaginn. Það þýðir að Ísland sleppur við að vera í riðli með Danmörku, Svíþjóð, Spáni, Frakklandi, Noregi og Þýskalandi, sem og verðandi Afríkumeisturum sem krýndir verða í júlí. Holland og Slóvenía bættust í dag í hóp þeirra liða sem verða á HM. Ákvörðun IHF byggir meðal annars á árangri landsliða á stórmótum síðustu ár og þróun handboltaíþróttarinnar í viðkomandi löndum. Holland tapaði naumlega gegn Portúgal í HM-umspilinu í apríl, samtals 65-61, í síðustu leikjum sínum undir stjórn Erlings Richardssonar. Slóvenía tapaði í sama umspili gegn Serbíu, samtals 57-51. Misstu af möguleikanum vegna hópsmits Ákvörðun IHF hefur í för með sér að úti er um vonir Dags Sigurðssonar og lærisveina hans í landsliði Japan um að komast á HM. Japanir neyddust til að hætta við keppni á Asíumótinu í janúar, vegna hópsmits af kórónuveirunni, og höfðu því ekki möguleika á að vinna sér inn HM-sæti með árangri á því móti. Japanir missa því af HM eftir að hafa verið með á síðustu þremur heimsmeistaramótum í röð. Ljóst er að fleiri lönd vonuðust eftir boðsæti á HM en IHF gefur ekki upp hvaða lönd það voru. Ísland í efsta flokki Alls hafa 26 landslið nú fengið sæti á HM en enn eru sex laus sæti. Verðandi Norður-Ameríkumeistarar, sem krýndir verða 1. júlí, fá eitt sæti. Fimm Afríkuþjóðir bætast svo við eftir Afríkumótið í Egyptalandi 11.-18. júlí, en því var frestað vegna kórónuveirufaraldursins. Svona líta styrkleikaflokkarnir fjórir út fyrir dráttinn á laugardag: Flokkur 1: Danmörk, Svíþjóð, Spánn, Frakkland, Noregur, ÍSLAND, Þýskaland, Afríka 1. Flokkur 2: Katar, Króatía, Belgía, Brasilía, Portúgal, Pólland, Svartfjallaland, Norður-Makedónía. Flokkur 3: Serbía, Ungverjaland, Argentína, Brasilía, Barein, Sádi-Arabía, Afríka 2, Síle, Afríka 3. Flokkur 4: Úrúgvæ, Afríka 4, Íran, Suður-Kórea, Norður-Ameríkumeistararnir, Holland, Slóvenía.
HM 2023 í handbolta Handbolti Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Körfubolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Fleiri fréttir Leikdagur í Innbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Sjá meira