„Sýnileikinn besta vopnið gegn hatrinu“ Bjarki Sigurðsson og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 28. júní 2022 22:30 María Rut Kristinsdóttir (t.v) og Ingileif Friðriksdóttir eru meðal þeirra sem skipuleggja fundinn. stöð 2 Á fimmtudaginn fer fram samstöðufundur á Austurvelli til stuðnings hinsegin fólks í Noregi og fjölskyldum þeirra. Skipuleggjendur fundarins segja að fræðsla sé lykillinn að því að uppræta fordóma og að hatrið megi ekki sigra. Tveir einstaklingar létu lífið í skotárás á hinsegin barnum London Pub í Osló í Noregi um helgina. Árásin er rannsökuð sem hatursglæpur og hefur maðurinn verið bendlaður við einn alræmdasta íslamska öfgamann Noregs. Því verður blásið til samstöðufundar á Austurvell í fimmtudaginn. „Maður sat svolítið eftir á laugardaginn með sorg í hjarta og fann fyrir varnarleysi. Hinsegin samfélagið á Íslandi er mjög sterkt og opið og við þurfum að sýna þennan samtaka mátt núna með því að koma saman á Austurvelli og sýna samstöðu. Bæði minnast þeirra sem létust í þessari hryllilegu árás og ekki síst senda styrk til þeirra sem særðust. Við verðum að sýna alvöru samstöðu vegna þess að við megum ekki láta hatrið sigra, við þurfum að láta kærleikann vera ofan á,“ segir María Rut Kristinsdóttir, stofnandi Hinseginleikans og einn skipuleggjanda fundarins. María sjálf verður með ræðu á fundinum ásamt Ingileif Friðriksdóttur og Örnu Magneu Danks. Þá mun Páll Óskar Hjálmtýsson setja tóninn og taka lag. „Við viljum krefjast þess að hinsegin fræðsla verði aukin á öllum stigum samfélagsins. Við erum að krefjast þess að sveitarstjórnir, borgarstjórn og Alþingi taki þessi mál föstum tökum og auki fjárútlát til þessa málaflokks. Til þess að uppræta fordóma verðum við að fræða, það er svona grunnstefið í þessu öllu saman. Svo er sýnileikinn besta vopnið gegn hatrinu,“ segir Ingileif sem einnig er skipuleggjandi fundarins. Fundurinn fer fram á fimmtudaginn og verður hann settur klukkan 17. Hinsegin Skotárás við London Pub í Osló Mest lesið „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Leggjast aftur yfir myndefnið Innlent Fleiri fréttir Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Sjá meira
Tveir einstaklingar létu lífið í skotárás á hinsegin barnum London Pub í Osló í Noregi um helgina. Árásin er rannsökuð sem hatursglæpur og hefur maðurinn verið bendlaður við einn alræmdasta íslamska öfgamann Noregs. Því verður blásið til samstöðufundar á Austurvell í fimmtudaginn. „Maður sat svolítið eftir á laugardaginn með sorg í hjarta og fann fyrir varnarleysi. Hinsegin samfélagið á Íslandi er mjög sterkt og opið og við þurfum að sýna þennan samtaka mátt núna með því að koma saman á Austurvelli og sýna samstöðu. Bæði minnast þeirra sem létust í þessari hryllilegu árás og ekki síst senda styrk til þeirra sem særðust. Við verðum að sýna alvöru samstöðu vegna þess að við megum ekki láta hatrið sigra, við þurfum að láta kærleikann vera ofan á,“ segir María Rut Kristinsdóttir, stofnandi Hinseginleikans og einn skipuleggjanda fundarins. María sjálf verður með ræðu á fundinum ásamt Ingileif Friðriksdóttur og Örnu Magneu Danks. Þá mun Páll Óskar Hjálmtýsson setja tóninn og taka lag. „Við viljum krefjast þess að hinsegin fræðsla verði aukin á öllum stigum samfélagsins. Við erum að krefjast þess að sveitarstjórnir, borgarstjórn og Alþingi taki þessi mál föstum tökum og auki fjárútlát til þessa málaflokks. Til þess að uppræta fordóma verðum við að fræða, það er svona grunnstefið í þessu öllu saman. Svo er sýnileikinn besta vopnið gegn hatrinu,“ segir Ingileif sem einnig er skipuleggjandi fundarins. Fundurinn fer fram á fimmtudaginn og verður hann settur klukkan 17.
Hinsegin Skotárás við London Pub í Osló Mest lesið „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Leggjast aftur yfir myndefnið Innlent Fleiri fréttir Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Sjá meira