Kepptu um sæti á heimsleikunum í CrossFit þremur vikum eftir brúðkaupið sitt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. júní 2022 11:31 CrossFit fólkið Caroline Conners og Austin Spencer kom giftingunni sinni fyrri í miðjum undirbúningu sínum fyrir undanúrslitamót heimsleikanna. Instagram/@caroline__spencer Þetta var merkilegt sumar fyrir bandaríska CrossFit fólkið Caroline Conners og Austin Spencer sem voru ekkert að hvíla sig á íþróttinni sinni þótt að þau hafi verið að láta pússa sig saman. Þau Caroline og Austin, sem hittust fyrir átta árum, létu brúðkaupið ekki stoppa sig heldur giftu sig í miðjum undirbúningi fyrir mótið þar sem þau voru að berjast fyrir sæti á heimsleikunum. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Caroline komst á leikana en eiginmaður hann þarf að keppa á Last Chance Qualifier í þessari viku. Katrín Tanja Davíðsdóttir og Sara Sigmundsdóttir eru í sömu stöðu kvennamegin en þar er keppt um síðustu tvö sætin á heimsleikana í haust. Þau Caroline og Austin giftu sig 21. maí síðastliðinn eða þremur vikum áður en þau flugu til Montreal til að taka þátt í fjórða og síðasta undanúrslitamóti Norður Ameriku. „Þetta var ekkert stressandi en við vissum alltaf að það yrði annasamir dagar. Við vorum tilbúin að takast á við hvern dag eins og hann kom,“ sagði Caroline í viðtali við Morning Chalk Up. View this post on Instagram A post shared by Caroline Spencer (@caroline__spencer) Caroline tók þátt í sínum fyrstu heimsleikum í fyrra og þriðja sætið á undanúrslitamótinu tryggði henni farseðil á leikana. Austin varð eins og bæði Katrín Tanja og Sara að sætta sig við sjötta sætið en fimm efstu komust á leikana. Caroline hafði tryggt sig áfram á undan en þurfti síðan að horfa á síðustu greinina þar sem maður hennar var í harðri baráttu. Á endanum rétt missti hann af sætinu og er því eins og í fyrra meðal þátttakanda á Last Chance Qualifier. „Það erfiðasta við að elska atvinnuíþróttamann er að geta ekkert gert þegar kemur að útkomunni hjá hinum aðilanum,“ sagði Caroline. Hún gat því ekki notið árangurs síns eins vel þar sem maður hennar missti svo grátlega af sínu sæti. „Þetta var mjög svekkjandi. Ég var stolt af því sem ég hafði afrekað en var svo leið að geta ekki deilt þeirri tilfinningu með eiginmanni mínum. Hann gerði allt sem hann gat en samkeppnin var svakaleg. Við erum samt öll stolt af honum,“ sagði Caroline en meðal keppanda voru stórstjörnur eins og Patrick Vellner, Jeffrey Adler, Alexandre Caron og Alex Vigneault. Austin Spencer fær annað tækifæri í þessari viku og þá kemur í ljós hvort hjónin verði bæði með á heimsleikunum í CrossFit í haust. CrossFit Mest lesið Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Handbolti Luke Shaw algjörlega niðurbrotinn Enski boltinn Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla Körfubolti Breyta fótboltareglunum vegna Arteta Enski boltinn Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Enski boltinn Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Handbolti Hunsaði varnaðarorðin og skrifaði aftur um ást Jesú á fyrirliðabandið sitt Enski boltinn Annar leikmaður liðsins sem missir barn á síðustu mánuðum Sport Amma, Anníe og hinar eftirminnilegustu stundirnar á ferli Katrínar Tönju Sport Fékk ekki að fara inn á út af pínlegu klúðri Fótbolti Fleiri fréttir Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Fékk ekki að fara inn á út af pínlegu klúðri Ólympíumeistari brotinn á mörgum stöðum eftir að hafa klesst á bílhurð Breyta fótboltareglunum vegna Arteta Frammistaðan á EM skilaði stelpunum í efri styrkleikaflokk í fyrsta sinn Amorim varar stuðningsmenn United við: Óveðrið mun koma Hunsaði varnaðarorðin og skrifaði aftur um ást Jesú á fyrirliðabandið sitt Amma, Anníe og hinar eftirminnilegustu stundirnar á ferli Katrínar Tönju Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla Luke Shaw algjörlega niðurbrotinn Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Annar leikmaður liðsins sem missir barn á síðustu mánuðum Dagskráin í dag: Körfubolti og bestu lið Skotlands Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn Tveir nýliðar í hópi þjóða sem Ísland gæti mætt á EM í Sviss Draumabyrjun hjá Nistelrooy „Fyrir mig var þetta gríðarlega erfitt“ Neuer sá rautt og Bayern enn á ný úr leik Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Elín Rósa: Við náðum okkar helsta markmiði „Ákveðinn í að láta þennan leik ekki sitja í mér“ „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ „Er bara ekkert hjarta í liðinu til að klára svona“ Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Stórkostlegt svar Stólanna gegn toppliðinu Svona eru milliriðlar EM: Þórir byrjar á Dönum Uppgjörið: Keflavík - Aþena 74-59 | Meistararnir stungu af í seinni Stórsigur eftir erfiða tíma hjá Barcelona Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Þau Caroline og Austin, sem hittust fyrir átta árum, létu brúðkaupið ekki stoppa sig heldur giftu sig í miðjum undirbúningi fyrir mótið þar sem þau voru að berjast fyrir sæti á heimsleikunum. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Caroline komst á leikana en eiginmaður hann þarf að keppa á Last Chance Qualifier í þessari viku. Katrín Tanja Davíðsdóttir og Sara Sigmundsdóttir eru í sömu stöðu kvennamegin en þar er keppt um síðustu tvö sætin á heimsleikana í haust. Þau Caroline og Austin giftu sig 21. maí síðastliðinn eða þremur vikum áður en þau flugu til Montreal til að taka þátt í fjórða og síðasta undanúrslitamóti Norður Ameriku. „Þetta var ekkert stressandi en við vissum alltaf að það yrði annasamir dagar. Við vorum tilbúin að takast á við hvern dag eins og hann kom,“ sagði Caroline í viðtali við Morning Chalk Up. View this post on Instagram A post shared by Caroline Spencer (@caroline__spencer) Caroline tók þátt í sínum fyrstu heimsleikum í fyrra og þriðja sætið á undanúrslitamótinu tryggði henni farseðil á leikana. Austin varð eins og bæði Katrín Tanja og Sara að sætta sig við sjötta sætið en fimm efstu komust á leikana. Caroline hafði tryggt sig áfram á undan en þurfti síðan að horfa á síðustu greinina þar sem maður hennar var í harðri baráttu. Á endanum rétt missti hann af sætinu og er því eins og í fyrra meðal þátttakanda á Last Chance Qualifier. „Það erfiðasta við að elska atvinnuíþróttamann er að geta ekkert gert þegar kemur að útkomunni hjá hinum aðilanum,“ sagði Caroline. Hún gat því ekki notið árangurs síns eins vel þar sem maður hennar missti svo grátlega af sínu sæti. „Þetta var mjög svekkjandi. Ég var stolt af því sem ég hafði afrekað en var svo leið að geta ekki deilt þeirri tilfinningu með eiginmanni mínum. Hann gerði allt sem hann gat en samkeppnin var svakaleg. Við erum samt öll stolt af honum,“ sagði Caroline en meðal keppanda voru stórstjörnur eins og Patrick Vellner, Jeffrey Adler, Alexandre Caron og Alex Vigneault. Austin Spencer fær annað tækifæri í þessari viku og þá kemur í ljós hvort hjónin verði bæði með á heimsleikunum í CrossFit í haust.
CrossFit Mest lesið Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Handbolti Luke Shaw algjörlega niðurbrotinn Enski boltinn Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla Körfubolti Breyta fótboltareglunum vegna Arteta Enski boltinn Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Enski boltinn Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Handbolti Hunsaði varnaðarorðin og skrifaði aftur um ást Jesú á fyrirliðabandið sitt Enski boltinn Annar leikmaður liðsins sem missir barn á síðustu mánuðum Sport Amma, Anníe og hinar eftirminnilegustu stundirnar á ferli Katrínar Tönju Sport Fékk ekki að fara inn á út af pínlegu klúðri Fótbolti Fleiri fréttir Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Fékk ekki að fara inn á út af pínlegu klúðri Ólympíumeistari brotinn á mörgum stöðum eftir að hafa klesst á bílhurð Breyta fótboltareglunum vegna Arteta Frammistaðan á EM skilaði stelpunum í efri styrkleikaflokk í fyrsta sinn Amorim varar stuðningsmenn United við: Óveðrið mun koma Hunsaði varnaðarorðin og skrifaði aftur um ást Jesú á fyrirliðabandið sitt Amma, Anníe og hinar eftirminnilegustu stundirnar á ferli Katrínar Tönju Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla Luke Shaw algjörlega niðurbrotinn Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Annar leikmaður liðsins sem missir barn á síðustu mánuðum Dagskráin í dag: Körfubolti og bestu lið Skotlands Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn Tveir nýliðar í hópi þjóða sem Ísland gæti mætt á EM í Sviss Draumabyrjun hjá Nistelrooy „Fyrir mig var þetta gríðarlega erfitt“ Neuer sá rautt og Bayern enn á ný úr leik Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Elín Rósa: Við náðum okkar helsta markmiði „Ákveðinn í að láta þennan leik ekki sitja í mér“ „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ „Er bara ekkert hjarta í liðinu til að klára svona“ Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Stórkostlegt svar Stólanna gegn toppliðinu Svona eru milliriðlar EM: Þórir byrjar á Dönum Uppgjörið: Keflavík - Aþena 74-59 | Meistararnir stungu af í seinni Stórsigur eftir erfiða tíma hjá Barcelona Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira