„Liðið verður tilbúið fyrir EM, það er alveg klárt“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 30. júní 2022 07:01 Sara Björk Gunnarsdóttir byrjaði sinn fyrsta landsleik í tæpa 19 mánuði í gær. Vísir/Skjáskot Sara Björk Gunnarsdóttir, leikjahæsti leikmaður íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, var að vonum ánægð með sigur liðsins gegn Pólverjum í lokaleik Íslands fyrir Evrópumeistaramótið. Hún segir að liðið hafi fundið taktinn í síðari hálfleik og að það sé klárt að íslensku stelpurnar verði klárar fyrir EM. „Mér fannst þetta góður seinni hálfleikur. Við fundum ekki alveg taktinn í fyrri hálfleik,“ sagði Sara Björk eftir sigur íslenska liðsins í gær. „Við vorum ekki alveg með pressuna á hreinu og svo er líka bara slæmt að fá á sig mark í lokin á fyrri hálfleiknum. En mér fannst við koma betur út í seinni hálfleik og pressan gekk betur. Við stigum ofar og þetta varð þægilegra. Við unnum boltann ofar og náum að skora þrjú mörk. Það er mikilvægast að fá góða tilfinningu í seinni hálfleiknum og hafa unnið leikinn og fara með þessa tilfinningu á EM.“ Sara var að byrja sinn fyrsta landsleik í rúmlega eitt og hálft ár, en þrátt fyrir það sagðist hún vera bara nokkuð brött eftir leikinn. „Mér líður bara vel sko. En ég finn alveg að það eru 90 mínútur í kroppnum þannig að ég mun ná að hvíla mig og láta sjúkrateymið vel um mig. Vonandi næ ég endurheimt sem fyrst.“ Íslenska liðið heldur nú til Þýskalands til að leggja lokahönd á undirbúning liðsins fyrir EM. Sara segist spennt fyrir þessum dögum sem framundan eru. „Mér líður ágætlega í Þýskalandi. Ég held að þeð sé allt í toppstandi í Þýskalandi, við erum búnar að vera hérna í Póllandi með góðan undirbúning og það var góður undirbúningur heima. Nú erum við með leik og við erum með sigur og svo höldum við bara áfram. Förum til Þýskalands og æfum vel og gerum okkur tilbúnar fyrir EM.“ „Liðið verður tilbúið fyrir EM, það er alveg klárt,“ sagði Sara að lokum. Klippa: Sara Björk Landslið kvenna í fótbolta EM 2022 í Englandi Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Í beinni: Valur - Slavía Prag | Fyrri leikur tvíhöfðans í átta liða úrslitum Handbolti Fleiri fréttir Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Sjá meira
„Mér fannst þetta góður seinni hálfleikur. Við fundum ekki alveg taktinn í fyrri hálfleik,“ sagði Sara Björk eftir sigur íslenska liðsins í gær. „Við vorum ekki alveg með pressuna á hreinu og svo er líka bara slæmt að fá á sig mark í lokin á fyrri hálfleiknum. En mér fannst við koma betur út í seinni hálfleik og pressan gekk betur. Við stigum ofar og þetta varð þægilegra. Við unnum boltann ofar og náum að skora þrjú mörk. Það er mikilvægast að fá góða tilfinningu í seinni hálfleiknum og hafa unnið leikinn og fara með þessa tilfinningu á EM.“ Sara var að byrja sinn fyrsta landsleik í rúmlega eitt og hálft ár, en þrátt fyrir það sagðist hún vera bara nokkuð brött eftir leikinn. „Mér líður bara vel sko. En ég finn alveg að það eru 90 mínútur í kroppnum þannig að ég mun ná að hvíla mig og láta sjúkrateymið vel um mig. Vonandi næ ég endurheimt sem fyrst.“ Íslenska liðið heldur nú til Þýskalands til að leggja lokahönd á undirbúning liðsins fyrir EM. Sara segist spennt fyrir þessum dögum sem framundan eru. „Mér líður ágætlega í Þýskalandi. Ég held að þeð sé allt í toppstandi í Þýskalandi, við erum búnar að vera hérna í Póllandi með góðan undirbúning og það var góður undirbúningur heima. Nú erum við með leik og við erum með sigur og svo höldum við bara áfram. Förum til Þýskalands og æfum vel og gerum okkur tilbúnar fyrir EM.“ „Liðið verður tilbúið fyrir EM, það er alveg klárt,“ sagði Sara að lokum. Klippa: Sara Björk
Landslið kvenna í fótbolta EM 2022 í Englandi Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Í beinni: Valur - Slavía Prag | Fyrri leikur tvíhöfðans í átta liða úrslitum Handbolti Fleiri fréttir Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Sjá meira