Margrét Lára: Vildu ekki uppljóstra öllum sínum leyndarmálum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. júlí 2022 09:01 Sveindís Jane Jonsdottir fer framhjá varnarmanni Pólverja í leiknum. Sveindís skoraði frábært mark í leiknum sem markahæsti leikmaður landsliðsins frá upphafi var ánægð með. EPA-EFE/Jakub Kaczmarczyk Stelpurnar okkar fara inn á Evrópumótið í fótbolta með flottan sigur í farteskinu eftir 3-1 sigur á Póllandi í generalprufu sinni fyrir EM í Englandi. Margrét Lára Viðarsdóttir, sérfræðingur í Bestu mörkunum, segir að það geti verið vandasamt að mæta í svona æfingarleik rétt fyrir mót. Leikurinn á móti Póllandi var eini æfingarleikur íslenska liðsins fyrir EM en liðið hafði samt spilað leiki bæði í vetur og vor. Í lokaundirbúningi liðsins var aftur á móti bara einn leikur. „Það vill enginn meiðast á þessum tímapunkti eða detta út og það getur verið svolítið vandasamt. Líka fyrir þjálfarateymið sem vill ekki uppljóstra öllum sínum leyndarmálum,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir sem er markahæsti leikmaður A-landsliðs kvenna frá upphafi. „Við viljum halda föstu leikatriðunum, sem er okkar helsta vopn, svolítið út af fyrir okkur. Löngu innköstin, hornspyrnurnar, aukaspyrnurnar. Við erum virkilega sterkar þar og það er eitt af okkar vopnum,“ sagði Margrét Lára. „Ég myndi haldi að þau vilji halda því leyndu sem og svolítið uppspilinu okkar þar sem við ætlum að koma óvart á þessu Evrópumóti,“ sagði Margrét. En fékk Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari, einhver svör við spurningum sem liggja á honum. „Já klárlega. Hann var að prófa Karólínu Leu (Vilhjálmsdóttur) til dæmis út á kantinum. Hún hefur verið meira inn á miðjunni en hann er spila með gömlu miðjuna, Dagnýju (Brynjarsdóttur), Söru (Björk Gunnarsdóttur) og Gunnhildi (Yrsu Jónsdóttur). Þær þekkja það vel að spila saman og það var aðeins verið að stilla þá strengi,“ sagði Margrét. „Ég held að Steini hafi fengið mjög jákvæð svör út úr leiknum. Það sem mér finnst jákvætt varðandi sóknarleikinn er að Berglind Björg (Þorvaldsdóttir) skorar. Hún er búin að vera í smávægilegum meiðslum fyrir mót. Mjög jákvætt að fremsti maður skorar mark og sömuleiðis skoraði Sveindís (Jane Jónsdóttir) gott mark þar sem hún fer fram á styrkleika sínum, tekur manninn á og neglir honum upp í þaknetið,“ sagði Margrét. „Það er því margt mjög jákvætt sem við tökum frá þessu. Svo er bara að stilla enn betur strengina saman og koma með góðu hugarfari og vel stemmdar inn í mótið sem er mikilvægt,“ sagði Margrét. EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Í beinni: Valur - Slavía Prag | Fyrri leikur tvíhöfðans í átta liða úrslitum Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Fleiri fréttir Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Sjá meira
Leikurinn á móti Póllandi var eini æfingarleikur íslenska liðsins fyrir EM en liðið hafði samt spilað leiki bæði í vetur og vor. Í lokaundirbúningi liðsins var aftur á móti bara einn leikur. „Það vill enginn meiðast á þessum tímapunkti eða detta út og það getur verið svolítið vandasamt. Líka fyrir þjálfarateymið sem vill ekki uppljóstra öllum sínum leyndarmálum,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir sem er markahæsti leikmaður A-landsliðs kvenna frá upphafi. „Við viljum halda föstu leikatriðunum, sem er okkar helsta vopn, svolítið út af fyrir okkur. Löngu innköstin, hornspyrnurnar, aukaspyrnurnar. Við erum virkilega sterkar þar og það er eitt af okkar vopnum,“ sagði Margrét Lára. „Ég myndi haldi að þau vilji halda því leyndu sem og svolítið uppspilinu okkar þar sem við ætlum að koma óvart á þessu Evrópumóti,“ sagði Margrét. En fékk Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari, einhver svör við spurningum sem liggja á honum. „Já klárlega. Hann var að prófa Karólínu Leu (Vilhjálmsdóttur) til dæmis út á kantinum. Hún hefur verið meira inn á miðjunni en hann er spila með gömlu miðjuna, Dagnýju (Brynjarsdóttur), Söru (Björk Gunnarsdóttur) og Gunnhildi (Yrsu Jónsdóttur). Þær þekkja það vel að spila saman og það var aðeins verið að stilla þá strengi,“ sagði Margrét. „Ég held að Steini hafi fengið mjög jákvæð svör út úr leiknum. Það sem mér finnst jákvætt varðandi sóknarleikinn er að Berglind Björg (Þorvaldsdóttir) skorar. Hún er búin að vera í smávægilegum meiðslum fyrir mót. Mjög jákvætt að fremsti maður skorar mark og sömuleiðis skoraði Sveindís (Jane Jónsdóttir) gott mark þar sem hún fer fram á styrkleika sínum, tekur manninn á og neglir honum upp í þaknetið,“ sagði Margrét. „Það er því margt mjög jákvætt sem við tökum frá þessu. Svo er bara að stilla enn betur strengina saman og koma með góðu hugarfari og vel stemmdar inn í mótið sem er mikilvægt,“ sagði Margrét.
EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Í beinni: Valur - Slavía Prag | Fyrri leikur tvíhöfðans í átta liða úrslitum Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Fleiri fréttir Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Sjá meira