147 umsækjendur um alþjóðlega vernd bíða brottvísunar, þar af 20 börn Hólmfríður Gísladóttir skrifar 1. júlí 2022 10:55 Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra og Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata. Hinn 1. júní síðastliðinn biðu 169 einstaklingar frávísunar eða brottvísunar, þar af 22 börn. Af þessum 169 hafa 147 fengið synjun á umsókn um alþjóðlega vernd, þar af 20 börn. Þetta kemur fram í svörum dómsmálaráðherra við fyrirspurn Arndísar Önnu Kristínardóttur Gunnarsdóttur, þingmanns Pírata. Í svarinu segir að 36 bíði flutnings til Grikklands, 26 til Nígeríu, 12 til Írak, 12 til Ungverjalands og 6 til Pakistan, Gíneu og Ítalíu. „Áréttað er að grunnforsenda þess að ekki tekst að flytja einstakling úr landi er skortur á samvinnu af hálfu viðkomandi, enda geta allir einstaklingar sem fengið hafa synjun á umsókn sinni um alþjóðlega vernd, að undanskildum málum á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar, farið sjálfviljugir af landi brott,“ segir í svörum dómsmálaráðherra. Þar segir einnig að tíu af einstaklingunum 147 hafi verið búnir að fá útgefið bráðabirgðardvalarleyfi 1. júní en sex hefðu fengið synjun. Arndís Anna spurði að því hvort vinna væri hafin í ráðuneytinu við að finna varanlega lausn fyrir einstaklinga sem hefði verið synjað um alþjóðlega vernd en ekki hefði reynst unnt að flytja úr landi. Ráðuneytið svarar því til að það telji ekki forsvaranlegt að einstaklingar í umræddri stöðu hljóti „varanlega lausn“ að ákveðnum tíma liðnum. „Frá endanlegri niðurstöðu í málum þessara einstaklinga hefur legið fyrir að þeir eiga að yfirgefa landið. Þá hefur þeim staðið til boða að fara sjálfviljugir úr landi og, eins og að framan greinir, með aðstoð stjórnvalda en hafa neitað slíku samstarfi.“ Fréttin hefur verið leiðrétt Í eldri útgáfu stóð að 169 umsækjendur um alþjóðlega vernd biðu frávísunar eða brottvísunar en rétt tala er 147. Samkvæmt upplýsingum frá dómsmálaráðuneytinu bíða 22 til viðbótar við þessa 147 frávisunar eða brottvísunar en þeir tilheyra ekki þeim hópi sem hefur sótt um alþjóðlega vernd. Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Sjá meira
Þetta kemur fram í svörum dómsmálaráðherra við fyrirspurn Arndísar Önnu Kristínardóttur Gunnarsdóttur, þingmanns Pírata. Í svarinu segir að 36 bíði flutnings til Grikklands, 26 til Nígeríu, 12 til Írak, 12 til Ungverjalands og 6 til Pakistan, Gíneu og Ítalíu. „Áréttað er að grunnforsenda þess að ekki tekst að flytja einstakling úr landi er skortur á samvinnu af hálfu viðkomandi, enda geta allir einstaklingar sem fengið hafa synjun á umsókn sinni um alþjóðlega vernd, að undanskildum málum á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar, farið sjálfviljugir af landi brott,“ segir í svörum dómsmálaráðherra. Þar segir einnig að tíu af einstaklingunum 147 hafi verið búnir að fá útgefið bráðabirgðardvalarleyfi 1. júní en sex hefðu fengið synjun. Arndís Anna spurði að því hvort vinna væri hafin í ráðuneytinu við að finna varanlega lausn fyrir einstaklinga sem hefði verið synjað um alþjóðlega vernd en ekki hefði reynst unnt að flytja úr landi. Ráðuneytið svarar því til að það telji ekki forsvaranlegt að einstaklingar í umræddri stöðu hljóti „varanlega lausn“ að ákveðnum tíma liðnum. „Frá endanlegri niðurstöðu í málum þessara einstaklinga hefur legið fyrir að þeir eiga að yfirgefa landið. Þá hefur þeim staðið til boða að fara sjálfviljugir úr landi og, eins og að framan greinir, með aðstoð stjórnvalda en hafa neitað slíku samstarfi.“ Fréttin hefur verið leiðrétt Í eldri útgáfu stóð að 169 umsækjendur um alþjóðlega vernd biðu frávísunar eða brottvísunar en rétt tala er 147. Samkvæmt upplýsingum frá dómsmálaráðuneytinu bíða 22 til viðbótar við þessa 147 frávisunar eða brottvísunar en þeir tilheyra ekki þeim hópi sem hefur sótt um alþjóðlega vernd.
Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Sjá meira