Aldraðir, öryrkjar og atvinnulausir eigi nú þjáningarsystkini í hópi æðstu ráðamanna Magnús Jochum Pálsson skrifar 2. júlí 2022 10:19 Haukur Arnþórsson, stjórnsýslufræðingur, telur sterk rök fyrir því að embættismenn eigi að halda ofgreiddum launum sínum og að ríkið gæti tapað prófmáli ef endurgreiðsla launanna gangi eftir Vísir Haukur Arnþórsson, stjórnsýslufræðingur, telur sterk rök fyrir því að æðstu embættismenn haldi þeirri ofgreiðslu sem ríkið hefur krafist að verði endurgreidd. Ríkið gæti tapað prófmáli um endurgreiðslukröfuna á hendur æðstu ráðamönnum ef til þess kæmi og það vanti dómafordæmi í málum sem þessum. Haukur skrifaði færslu á Facebook í gær þar sem hann rýndi í endurgreiðslukröfu íslenska ríkisins á hendur æðstu embættismanna. Málið sé athyglisvert að því leyti að það sé „daglegt brauð hjá öldruðum, öryrkjum og atvinnulausum“ að ríkið taki til baka ofgreidd laun en þeir eigi nú „þjáningarsystkini í hópi æðstu ráðamanna.“ Hann segir í færslunni að í svona málum sé tvennt sem vegi þungt. Annars vegar sé það hvort sá sem fékk ofgreitt hafi átt möguleika á að vita að um ofgreiðslu væri að ræða. Hins vegar skipti máli hvor aðilinn gerði mistökin sem leiddu til ofgreiðslunnar. Í þessu dæmi hafi þeir sem fengu ofgreitt ekki getað vitað að þeir hafi fengið ofgreitt og þeir hafi ekki gert mistök sem síðan leiddu til ofgreiðslunnar. Hann telur því sterk rök styðja að æðstu embættismenn eigi fullan rétt á að halda ofgreiðslunni. Jafnframt telur hann að ríkið gæti tapað prófmáli um þessa endurgreiðslukröfu á hendur æðstu ráðamönnum ef til þess kæmi. Enn fremur segir hann að það vanti dómafordæmi í svona málum til að stoppa „hliðstæðar siðlitlar endurgreiðslukröfur ríkisstofnana gagnvart fátæku fólki; stofnana sem sjálfar gera mistökin.“ Í samtali við blaðamann sagðist Haukur vilja bæti því við að hann liti svo á að ríkið mætti leiðrétta laun frá þeim tíma sem leiðréttingin væri gerð. Stjórnsýsla Kjaramál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Dómarar munu leita réttar síns: „Eins og þetta blasir við okkur núna er þetta alfarið eftir geðþótta“ Fjársýsla ríkisins ofgreiddi öllum æðstu embættismönnum ríkisins laun í þrjú ár og krefst nú endurgreiðslu. Formaður Dómarafélagsins segir þetta stangast á við lög. Fjármálaráðherra segir það hins vegar vera auman málflutning, rétt skuli vera rétt. 1. júlí 2022 21:30 Bjarni um ofgreiðslu launa ráðamanna: Rétt skal vera rétt Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segir að ekki eigi að þurfa opinberar skeytasendingar til þess að útskýra að rétt skuli vera rétt. Þetta segir hann í færslu á Facebook vegna umræðu um ofgreiðslu launa æðstu embættismanna ríkisins. 1. júlí 2022 15:08 Dómarar ósáttir Dómarafélag Íslands er ósátt við að kjör félagsmanna rýrni eftir að tilkynnt var um að laun helstu ráðamanna og embættismanna ríkisins hafi verið ofgreidd undanfarin þrjú ár. Formaður félagsins segir að dómarar muni leita réttar síns vegna málsins. 1. júlí 2022 14:27 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Haukur skrifaði færslu á Facebook í gær þar sem hann rýndi í endurgreiðslukröfu íslenska ríkisins á hendur æðstu embættismanna. Málið sé athyglisvert að því leyti að það sé „daglegt brauð hjá öldruðum, öryrkjum og atvinnulausum“ að ríkið taki til baka ofgreidd laun en þeir eigi nú „þjáningarsystkini í hópi æðstu ráðamanna.“ Hann segir í færslunni að í svona málum sé tvennt sem vegi þungt. Annars vegar sé það hvort sá sem fékk ofgreitt hafi átt möguleika á að vita að um ofgreiðslu væri að ræða. Hins vegar skipti máli hvor aðilinn gerði mistökin sem leiddu til ofgreiðslunnar. Í þessu dæmi hafi þeir sem fengu ofgreitt ekki getað vitað að þeir hafi fengið ofgreitt og þeir hafi ekki gert mistök sem síðan leiddu til ofgreiðslunnar. Hann telur því sterk rök styðja að æðstu embættismenn eigi fullan rétt á að halda ofgreiðslunni. Jafnframt telur hann að ríkið gæti tapað prófmáli um þessa endurgreiðslukröfu á hendur æðstu ráðamönnum ef til þess kæmi. Enn fremur segir hann að það vanti dómafordæmi í svona málum til að stoppa „hliðstæðar siðlitlar endurgreiðslukröfur ríkisstofnana gagnvart fátæku fólki; stofnana sem sjálfar gera mistökin.“ Í samtali við blaðamann sagðist Haukur vilja bæti því við að hann liti svo á að ríkið mætti leiðrétta laun frá þeim tíma sem leiðréttingin væri gerð.
Stjórnsýsla Kjaramál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Dómarar munu leita réttar síns: „Eins og þetta blasir við okkur núna er þetta alfarið eftir geðþótta“ Fjársýsla ríkisins ofgreiddi öllum æðstu embættismönnum ríkisins laun í þrjú ár og krefst nú endurgreiðslu. Formaður Dómarafélagsins segir þetta stangast á við lög. Fjármálaráðherra segir það hins vegar vera auman málflutning, rétt skuli vera rétt. 1. júlí 2022 21:30 Bjarni um ofgreiðslu launa ráðamanna: Rétt skal vera rétt Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segir að ekki eigi að þurfa opinberar skeytasendingar til þess að útskýra að rétt skuli vera rétt. Þetta segir hann í færslu á Facebook vegna umræðu um ofgreiðslu launa æðstu embættismanna ríkisins. 1. júlí 2022 15:08 Dómarar ósáttir Dómarafélag Íslands er ósátt við að kjör félagsmanna rýrni eftir að tilkynnt var um að laun helstu ráðamanna og embættismanna ríkisins hafi verið ofgreidd undanfarin þrjú ár. Formaður félagsins segir að dómarar muni leita réttar síns vegna málsins. 1. júlí 2022 14:27 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Dómarar munu leita réttar síns: „Eins og þetta blasir við okkur núna er þetta alfarið eftir geðþótta“ Fjársýsla ríkisins ofgreiddi öllum æðstu embættismönnum ríkisins laun í þrjú ár og krefst nú endurgreiðslu. Formaður Dómarafélagsins segir þetta stangast á við lög. Fjármálaráðherra segir það hins vegar vera auman málflutning, rétt skuli vera rétt. 1. júlí 2022 21:30
Bjarni um ofgreiðslu launa ráðamanna: Rétt skal vera rétt Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segir að ekki eigi að þurfa opinberar skeytasendingar til þess að útskýra að rétt skuli vera rétt. Þetta segir hann í færslu á Facebook vegna umræðu um ofgreiðslu launa æðstu embættismanna ríkisins. 1. júlí 2022 15:08
Dómarar ósáttir Dómarafélag Íslands er ósátt við að kjör félagsmanna rýrni eftir að tilkynnt var um að laun helstu ráðamanna og embættismanna ríkisins hafi verið ofgreidd undanfarin þrjú ár. Formaður félagsins segir að dómarar muni leita réttar síns vegna málsins. 1. júlí 2022 14:27