Allir stjórnarmenn Festi tilnefndir til áframhaldandi setu Árni Sæberg skrifar 5. júlí 2022 10:25 Hluthafafundurinn fer fram í höfuðstöðvum Festi þann 14. júlí næstkomandi. Stöð 2/Egill Tilnefningarnefnd Festi hefur skilað inn skýrslu sinni til stjórnar félagsins. 21 bauð sig fram í stjórn og tilnefningarnefnd tilnefnir níu frambjóðendur til stjórnar sem fimm skipa, þar af alla núverandi stjórnarmenn. Í skýrslu nefndarinnar segir að í viðræðum óháðu nefndarmannanna að undanförnu við stóra hluthafa, bæði lífeyrissjóði og einkafjárfesta, hafi komið skýrt fram að eindreginn vilji sé meðal þeirra til frekari breytinga. Þó séu mismunandi og óljósari skoðanir á því hvernig stjórnin í heild eigi að vera skipuð. Boðað hefur verið til hluthafafundar í Festi þar sem eina mál á dagskrá er kjör nýrrar félagsstjórnar. Mikill styr hefur staðið um störf stjórnar Festi eftir að í ljós kom að hún hafði frumkvæði að starfslokum Eggerts Þórs Kristóferssonar, þvert á það sem kom fram í tilkynningu félagsins til Kauphallar. Samt sem áður hefur tilnefningarnefnd tilnefnt alla núverandi stjórnarmenn til áframhaldandi stjórnarsetu auk fjögurra annarra. Fimm skipa stjórn Festi en stjórnarkjör verður opið öllum og því er skýrsla tilnefningarnefndar aðeins ráðgefandi. „Tilmæli stjórnar um að nefndin geri tillögu um fleiri stjórnarmenn en fimm í þetta sinn voru íhuguð gaumgæfilega og rædd við hluthafa. Sýndist sitt hverjum. Eftir að skýrsla nefndarinnar er birt eru fjórir dagar uns frestur til framboða rennur út að morgni 9. júlí. Sú leið er greið bæði fyrir ný framboð og þá einstaklinga sem þegar hafa skilað framboðum en tillaga okkar nær ekki til,“ segir í skýrslu nefndarinnar. Þá segir nefndin að sjónarmið ólíkra hluthafa séu svo ósamrýmanleg að opin kosning sé ein fær leiða. Tillögur tilnefningarnefndar auk rökstuðnings: Ástvaldur Jóhannsson: sterkur í að meta viðskiptatækifæri, víðtæk reynsla af breytingastjórnun og með bakgrunn í tæknigeira. Björgólfur Jóhannsson: reynsla úr mörgum greinum atvinnulífsins, sterk samfélagsvitund, þekkir Festi og þá sérstaklega fjármálahliðina, óbeint eignarhald marktæks hlutar í Festi. Guðjón Reynisson: víðtæk þekking á markaðsmálum smásölu í alþjóðlegu samhengi, eigandi marktæks hlutar í Festi. Magnús Júlíusson: mikil þekking á orkumarkaði, sjálfbærni, umhverfismálum, stjórnsýslu og uppbyggingu fyrirtækja. Margrét Guðmundsdóttir: alþjóðleg reynsla í olíuviðskiptum og markaðssetningu á fyrirtækja- og neytendamarkaði, mannauðsstjórnun og leiðtogaþjálfun. Sigurlína Ingvarsdóttir: stefnumótun fyrir fyrirtæki og vörur, víðtæk reynsla á stafrænum markaði og mismunandi geirum, skynbragð á mismunandi viðhorf kynslóða gagnvart fyrirtækjum. Sigrún Hjartardóttir: víðtæk þekking úr fyrirtækjaráðgjöf, áhersla á sjálfbærni og sjálfstæð gagnrýnin hugsun í takt við yngra athafnafólk. Þórdís Jóna Sigurðardóttir: fjármálastjórnun, innleiðingu stefnumótunar og góðra stjórnarhátta, áhersla á nýsköpun og valdeflingu starfsfólks. Þórey G. Guðmundsdóttir: víðtæk fjármálaþekking og jafnframt reynsla í ferðaþjónustuiðnaði. Kauphöllin Festi Mest lesið Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Viðskipti erlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Fleiri fréttir Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Sjá meira
Í skýrslu nefndarinnar segir að í viðræðum óháðu nefndarmannanna að undanförnu við stóra hluthafa, bæði lífeyrissjóði og einkafjárfesta, hafi komið skýrt fram að eindreginn vilji sé meðal þeirra til frekari breytinga. Þó séu mismunandi og óljósari skoðanir á því hvernig stjórnin í heild eigi að vera skipuð. Boðað hefur verið til hluthafafundar í Festi þar sem eina mál á dagskrá er kjör nýrrar félagsstjórnar. Mikill styr hefur staðið um störf stjórnar Festi eftir að í ljós kom að hún hafði frumkvæði að starfslokum Eggerts Þórs Kristóferssonar, þvert á það sem kom fram í tilkynningu félagsins til Kauphallar. Samt sem áður hefur tilnefningarnefnd tilnefnt alla núverandi stjórnarmenn til áframhaldandi stjórnarsetu auk fjögurra annarra. Fimm skipa stjórn Festi en stjórnarkjör verður opið öllum og því er skýrsla tilnefningarnefndar aðeins ráðgefandi. „Tilmæli stjórnar um að nefndin geri tillögu um fleiri stjórnarmenn en fimm í þetta sinn voru íhuguð gaumgæfilega og rædd við hluthafa. Sýndist sitt hverjum. Eftir að skýrsla nefndarinnar er birt eru fjórir dagar uns frestur til framboða rennur út að morgni 9. júlí. Sú leið er greið bæði fyrir ný framboð og þá einstaklinga sem þegar hafa skilað framboðum en tillaga okkar nær ekki til,“ segir í skýrslu nefndarinnar. Þá segir nefndin að sjónarmið ólíkra hluthafa séu svo ósamrýmanleg að opin kosning sé ein fær leiða. Tillögur tilnefningarnefndar auk rökstuðnings: Ástvaldur Jóhannsson: sterkur í að meta viðskiptatækifæri, víðtæk reynsla af breytingastjórnun og með bakgrunn í tæknigeira. Björgólfur Jóhannsson: reynsla úr mörgum greinum atvinnulífsins, sterk samfélagsvitund, þekkir Festi og þá sérstaklega fjármálahliðina, óbeint eignarhald marktæks hlutar í Festi. Guðjón Reynisson: víðtæk þekking á markaðsmálum smásölu í alþjóðlegu samhengi, eigandi marktæks hlutar í Festi. Magnús Júlíusson: mikil þekking á orkumarkaði, sjálfbærni, umhverfismálum, stjórnsýslu og uppbyggingu fyrirtækja. Margrét Guðmundsdóttir: alþjóðleg reynsla í olíuviðskiptum og markaðssetningu á fyrirtækja- og neytendamarkaði, mannauðsstjórnun og leiðtogaþjálfun. Sigurlína Ingvarsdóttir: stefnumótun fyrir fyrirtæki og vörur, víðtæk reynsla á stafrænum markaði og mismunandi geirum, skynbragð á mismunandi viðhorf kynslóða gagnvart fyrirtækjum. Sigrún Hjartardóttir: víðtæk þekking úr fyrirtækjaráðgjöf, áhersla á sjálfbærni og sjálfstæð gagnrýnin hugsun í takt við yngra athafnafólk. Þórdís Jóna Sigurðardóttir: fjármálastjórnun, innleiðingu stefnumótunar og góðra stjórnarhátta, áhersla á nýsköpun og valdeflingu starfsfólks. Þórey G. Guðmundsdóttir: víðtæk fjármálaþekking og jafnframt reynsla í ferðaþjónustuiðnaði.
Kauphöllin Festi Mest lesið Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Viðskipti erlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Fleiri fréttir Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Sjá meira