Aldís fær 1,78 milljón á mánuði og 217 þúsund króna akstursstyrk Magnús Jochum Pálsson skrifar 6. júlí 2022 10:36 Aldís Hafsteinsdóttir, nýráðinn sveitarstjóri Hrunamannahrepps, fær 1,780 milljónir í mánaðarlaun auk akstursstyrk upp á 1.700 kílómetra. Magnús Hlynur Aldís Hafsteinsdóttir, sveitarstjóri Hrunamannahrepps, fær 1,78 milljónir í mánaðarlaun og akstursstyrk upp á 217 þúsund samkvæmt oddvita hreppsins. Aldís var bæjarstjóri Hveragerðis síðastliðin sextán ár en náði ekki inn í kosningunum í vor þegar Sjálfstæðisflokkurinn missti meirihluta. Fulltrúar Hrunamannahrepps heyrðu í henni í kjölfarið. Sveitarstjórn Hrunamannahrepps samþykkti ráðningarsamning við Aldísi Hafsteinsdóttur, nýjan bæjarstjóra, á síðasta fundi bæjarstjórnar þann 23. júní. Í fundargerð segir að laun oddvita verði fest við 50% af þingfararkaupi en taki síðan breytingum eftir launavísitölu. Jón Bjarnason, oddviti Hrunamannahrepps, skrifaði færslu á íbúasíðu Hrunamannahrepps á Facebook í gær þar sem hann vildi svara fyrirspurnum íbúa um laun oddvita. Þar staðfesti hann að laun Aldísar væru 1,780 milljónir á mánuði og að hún fengi akstursstyrk upp á 1.700 kílómetra sem samkvæmt reiknivél Stjórnarráðsins eru 217 þúsund krónur. Fulltrúar L-listans sem eru í minnihluta samþykktu ekki samninginn og lögðu fram bókun um að þeim fyndist ekki rétt að það ætti að hækka starfshlutfall og laun oddvita frá síðasta kjörtímabili. Ekki væri rétt að miða bæði við þingfararkaup og launavísitölu, réttara væri að miða við að fylgja þingfararkaupi, vegna þess laun oddvita myndu hækka þrisvar sinnum á næstu sjö mánuðum eins og samningurinn væri settur upp. Þess má geta að íbúar Hrunamannahrepps eru 818 samkvæmt nýjustu tölum Sambands íslenskra Sveitarfélaga. Hrunamannahreppur Sveitarstjórnarmál Stjórnsýsla Kjaramál Tengdar fréttir Rangt að leggja umræðuna upp að sveitarstjórar séu afætur á íslensku samfélagi Aldís Hafsteinsdóttir, sveitarstjóri Hrunamannahrepps og formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir að laun sveitarstjóra í landinu skeri sig ekki úr þegar litið er til launa stjórnenda í millistórum fyrirtækjum. Hún segir rangt að leggja umræðuna upp á þann veg að sveitarstjórar séu verklausir og afætur á íslensku samfélagi. Það sé alls ekki raunin. 24. júní 2022 08:58 Aldís verður sveitarstjóri í Hrunamannahreppi Aldís Hafsteinsdóttir mun taka við sem sveitarstjóri Hrunamannahrepps. Þetta kemur fram í tilkynningu frá D-lista Sjálfstæðismanna og óháðra. 20. maí 2022 21:23 Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Innlent Fleiri fréttir Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Bein útsending: Blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Sjá meira
Sveitarstjórn Hrunamannahrepps samþykkti ráðningarsamning við Aldísi Hafsteinsdóttur, nýjan bæjarstjóra, á síðasta fundi bæjarstjórnar þann 23. júní. Í fundargerð segir að laun oddvita verði fest við 50% af þingfararkaupi en taki síðan breytingum eftir launavísitölu. Jón Bjarnason, oddviti Hrunamannahrepps, skrifaði færslu á íbúasíðu Hrunamannahrepps á Facebook í gær þar sem hann vildi svara fyrirspurnum íbúa um laun oddvita. Þar staðfesti hann að laun Aldísar væru 1,780 milljónir á mánuði og að hún fengi akstursstyrk upp á 1.700 kílómetra sem samkvæmt reiknivél Stjórnarráðsins eru 217 þúsund krónur. Fulltrúar L-listans sem eru í minnihluta samþykktu ekki samninginn og lögðu fram bókun um að þeim fyndist ekki rétt að það ætti að hækka starfshlutfall og laun oddvita frá síðasta kjörtímabili. Ekki væri rétt að miða bæði við þingfararkaup og launavísitölu, réttara væri að miða við að fylgja þingfararkaupi, vegna þess laun oddvita myndu hækka þrisvar sinnum á næstu sjö mánuðum eins og samningurinn væri settur upp. Þess má geta að íbúar Hrunamannahrepps eru 818 samkvæmt nýjustu tölum Sambands íslenskra Sveitarfélaga.
Hrunamannahreppur Sveitarstjórnarmál Stjórnsýsla Kjaramál Tengdar fréttir Rangt að leggja umræðuna upp að sveitarstjórar séu afætur á íslensku samfélagi Aldís Hafsteinsdóttir, sveitarstjóri Hrunamannahrepps og formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir að laun sveitarstjóra í landinu skeri sig ekki úr þegar litið er til launa stjórnenda í millistórum fyrirtækjum. Hún segir rangt að leggja umræðuna upp á þann veg að sveitarstjórar séu verklausir og afætur á íslensku samfélagi. Það sé alls ekki raunin. 24. júní 2022 08:58 Aldís verður sveitarstjóri í Hrunamannahreppi Aldís Hafsteinsdóttir mun taka við sem sveitarstjóri Hrunamannahrepps. Þetta kemur fram í tilkynningu frá D-lista Sjálfstæðismanna og óháðra. 20. maí 2022 21:23 Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Innlent Fleiri fréttir Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Bein útsending: Blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Sjá meira
Rangt að leggja umræðuna upp að sveitarstjórar séu afætur á íslensku samfélagi Aldís Hafsteinsdóttir, sveitarstjóri Hrunamannahrepps og formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir að laun sveitarstjóra í landinu skeri sig ekki úr þegar litið er til launa stjórnenda í millistórum fyrirtækjum. Hún segir rangt að leggja umræðuna upp á þann veg að sveitarstjórar séu verklausir og afætur á íslensku samfélagi. Það sé alls ekki raunin. 24. júní 2022 08:58
Aldís verður sveitarstjóri í Hrunamannahreppi Aldís Hafsteinsdóttir mun taka við sem sveitarstjóri Hrunamannahrepps. Þetta kemur fram í tilkynningu frá D-lista Sjálfstæðismanna og óháðra. 20. maí 2022 21:23