Gunnhildur Yrsa á því að ungu leikmennirnir geti líka hjálpað þeim eldri Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. júlí 2022 16:01 Reynsluboltarnir Sif Atladóttir, Glódís Perla Viggósdóttir og Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir ganga hér til móts við íslensku blaðamannana ásamt Ómari Smárasyni hjá KSÍ. Vísir/Vilhelm Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu er mjög spennandi lið byggt upp á reynslumiklum kjarna og í viðbót er komin inn í liðið ein af flottari kynslóðum íslenska kvennafótboltans. Oftar en ekki er talað um að þessar yngri njóti góðs af því að spila með reyndari leikmönnum, sem er auðvitað hárrétt, en þetta gengur líka hina leiðina til baka ef marka má einn af leiðtogum íslenska liðsins, varafyrirliðann Gunnhildi Yrsu Jónsdóttur. „Við erum mjög spenntar og búnar að eiga mjög góðan undirbúning, bæði á Íslandi en svo áttum við góðan leik á móti Póllandi, fórum til Puma og nú erum við loksins mættar til Englands,“ sagði Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir. „Það er búið að vera svolítið geggjað að vera svolítið afsíðis síðustu daga og geta bara einbeitt sér að því að undirbúa sig fyrir EM. Puma var geggjað og ég er ánægð með að við náðum inn þessum leik á móti Póllandi,“ sagði Gunnhildur Yrsa og leikurinn á móti Pólverjum, sem vannst 3-1, var nýttur vel. „Við erum búin að vinna úr honum því sem við þurftu að vinna úr og erum tilbúnar í fyrsta leik,“ sagði Gunnhildur Yrsa og spennustigið í hópnum verður á réttum stað. „Það góða við þennan hóp er þetta eru svo magnaðar stelpur og þótt að spennustigið sé eflaust hátt þá eru allir að díla við það vel. Ég held að maður þurfi að vera svolítið spenntur og stressaður fyrir svona leik. Við þurfum að finna jafnvægið á því og mæta til leiks með sjálfstraust,“ sagði Gunnhildur. Gunnhildur Yrsa er reynslumikil og þekkir það vel að vera í þessari stöðu nú þegar aðeins nokkrar dagar eru í EM. „Ég reyni að hjálpa til eins mikið og ég get. Ungu leikmennirnir geta líka hjálpað okkur eldri. Þetta er góða blanda af leikmönnum og ég er mjög spennt fyrir þessu,“ sagði Gunnhildur sem talar vel um liðsfélaga sína. „Þetta er svo skemmtilegur hópur að ég get eiginlega ekki lýst þessu. Það er alltaf gaman á æfingu og við erum alltaf að hverja hverja aðra áfram til að vera betri. Ég gæti ekki verið ánægðari með þær,“ sagði Gunnhildur Yrsa. EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Fótbolti Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti Í beinni: Aston Villa - Chelsea | Áhugaverður slagur á Villa Park Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Í beinni: Aston Villa - Chelsea | Áhugaverður slagur á Villa Park Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Sjá meira
Oftar en ekki er talað um að þessar yngri njóti góðs af því að spila með reyndari leikmönnum, sem er auðvitað hárrétt, en þetta gengur líka hina leiðina til baka ef marka má einn af leiðtogum íslenska liðsins, varafyrirliðann Gunnhildi Yrsu Jónsdóttur. „Við erum mjög spenntar og búnar að eiga mjög góðan undirbúning, bæði á Íslandi en svo áttum við góðan leik á móti Póllandi, fórum til Puma og nú erum við loksins mættar til Englands,“ sagði Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir. „Það er búið að vera svolítið geggjað að vera svolítið afsíðis síðustu daga og geta bara einbeitt sér að því að undirbúa sig fyrir EM. Puma var geggjað og ég er ánægð með að við náðum inn þessum leik á móti Póllandi,“ sagði Gunnhildur Yrsa og leikurinn á móti Pólverjum, sem vannst 3-1, var nýttur vel. „Við erum búin að vinna úr honum því sem við þurftu að vinna úr og erum tilbúnar í fyrsta leik,“ sagði Gunnhildur Yrsa og spennustigið í hópnum verður á réttum stað. „Það góða við þennan hóp er þetta eru svo magnaðar stelpur og þótt að spennustigið sé eflaust hátt þá eru allir að díla við það vel. Ég held að maður þurfi að vera svolítið spenntur og stressaður fyrir svona leik. Við þurfum að finna jafnvægið á því og mæta til leiks með sjálfstraust,“ sagði Gunnhildur. Gunnhildur Yrsa er reynslumikil og þekkir það vel að vera í þessari stöðu nú þegar aðeins nokkrar dagar eru í EM. „Ég reyni að hjálpa til eins mikið og ég get. Ungu leikmennirnir geta líka hjálpað okkur eldri. Þetta er góða blanda af leikmönnum og ég er mjög spennt fyrir þessu,“ sagði Gunnhildur sem talar vel um liðsfélaga sína. „Þetta er svo skemmtilegur hópur að ég get eiginlega ekki lýst þessu. Það er alltaf gaman á æfingu og við erum alltaf að hverja hverja aðra áfram til að vera betri. Ég gæti ekki verið ánægðari með þær,“ sagði Gunnhildur Yrsa.
EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Fótbolti Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti Í beinni: Aston Villa - Chelsea | Áhugaverður slagur á Villa Park Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Í beinni: Aston Villa - Chelsea | Áhugaverður slagur á Villa Park Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Sjá meira
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti