Viðtöl við mishrakta ferðamenn á tjaldstæðinu má horfa á í spilaranum hér efst í fréttinni.
En eins og svo oft áður var það alls ekki höfuðborgarsvæðið sem fór verst úti í óveðrinu. Gular viðvaranir voru í gildi í flestum landshlutum, ansi óvenjulegt fyrir júlí, - og stormur gekk yfir hálendið.
Hundruð ferðamanna biðu af sér óveðrið í skálum að Fjallabaki, Landmannalaugum og Hrafntinnuskeri og þá stóðu björgunarsveitir í ströngu við að ferja blauta og kalda göngumenn til byggða.