Ari Freyr var í byrjunarliði Norrköping sem gerði svekkjandi 1-1 jafntefli gegn Degerfors á útivelli í 13. umferð sænsku úrvalsdeildarinnar.
Viktor Agardius skoraði mark Norrköping á 6. mínútu áður en Justin Salmon jafnaði leikinn á 94. mínútu og þar við sat.
Norrköping er með 15 stig í 11. sæti deildarinnar á meðan Degerfors er í næst neðsta sætinu með sjö stig.
Fyrr í dag vann Bodø/Glimt sannfærandi 4-1 sigur á Sarpsborg í norsku úrvalsdeildinni. Alfons spilaði allan leikinn í hægri bakverði hjá Bodø/Glimt.
Með sigrinum fer Bodø/Glimt upp í þriðja sæti deildarinnar með 22 stig eftir 13 umferðir.