Nýjasta viðbót Fylkismanna og lánsmaðurinn frá KR, Emil Ásmundsson, kom inn á sem varamaður á 70. mínútu leiksins. Emil kom inn á í kjölfar fyrsta mark Fylkis sem Benedikt Daríus Garðarsson skoraði.
Óskar Borgþórsson tvöfaldaði svo forystu Fylkis u.þ.b. níu mínútum síðar.
Nikulás Val Gunnarsson gerði svo síðustu tvö mörk leiksins á 83. og 91. mínútu og þar við sat. Lokatölur 4-0 fyrir Fylki sem fer í 18 stig, jafn mörg stig og Selfoss en Fylkir er með betri markatölu upp á níu mörk.
Úrslit um markaskorara og stöðutöflu koma af vef KSÍ.