Ranglega bendlaður við morðið á Abe og íhugar málaferli Vésteinn Örn Pétursson skrifar 11. júlí 2022 15:01 Myndir af Kojima voru birtar með umfjöllun um morðið á Abe og látið að því liggja að þar væri um að ræða morðingjann. Neilson Barnard/Getty Tölvuleikjaframleiðandinn Hideo Kojima hefur hótað málaferlum eftir að falsfréttir sem sýndu myndir af honum í tengslum við fréttir af morðinu á Shinzo Abe, fyrrverandi forsætisráðherra Japans, fóru á flug. Myndir af Kojima voru sagðar sýna manninn sem banaði Abe. Kojima er einn þekktasti tölvuleikjaframleiðandi heims og hvað þekktastur fyrir að vera skapari Metal Gear-tölvuleikjaraðarinnar. Eftir að Abe var myrtur á föstudag birti notandi á spjallborðssíðunni 4chan mynd af Kojima, og hún sögð sýna „öfga-vinstrimann með óhreint sakavottorð.“ Í kjölfarið birti franski stjórnmálamaðurinn Damien Rieu mynd af Kojima á Twitter og skrifaði „öfgavinstrið drepur,“ en Rieu er hluti af öfga-hægri hreyfingu í Frakklandi. Þá birtust myndir af Kojima í umfjöllunum grískra og íranskra fréttamiðla í tengslum við morðið á Abe. Hefði átt að kanna málið Rieu hefur síðan eytt tístinu og beðist afsökunar á að hafa látið glepjast af falsfréttum. Sagðist hann „á barnalegan hátt hafa tekið gríni sem réttum upplýsingum,“ og að hann hefði átt að kanna málið til hlítar áður en hann birti tístið. Fyrirtæki Kojima hefur engu að síður birt yfirlýsingu þess efnis að hann kunni að leita réttar síns vegna málsins. „Kojima Productions fordæmir harðlega dreifingu falsfrétta og orðróma sem stuðla að falsfréttum. Við munum ekki líða slík meiðyrði og munum íhuga að grípa til lagalegra ráðstafana í ákveðnum tilfellum,“ sagði í yfirlýsingu sem fyrirtækið sendi frá sér á Twitter. #KojimaProductions strongly condemns the spread of fake news and rumors that convey false information. We do not tolerate such libel and will consider taking legal action in some cases. pic.twitter.com/fDi0FR9kB0— KOJIMA PRODUCTIONS (Eng) (@KojiPro2015_EN) July 9, 2022 Sá handtekni játaði morðið Abe var skotinn á föstudag þar sem hann flutti stuðningsræðu fyrir frambjóðanda í japönsku þingkosningunum sem fram fóru um helgina. Hinn 41 árs Tetsuya Yamagami var handtekinn á vettvangi og hefur síðan játað morðið. Yamagami notaðist við haglabyssu þar sem hann hafði sagað meirihluta hlaupsins af. Hann hleypti af tveimur skotum og hæfði annað þeirra Abe í bakhliðina. Hann var með skotsár á hálsi þegar honum var komið á sjúkrahús. Greint hefur verið frá því að Yamagami hafi talið Abe tengjast trúarhópi sem móðir þess fyrrnefnda tilheyrði og gaf háar fjárhæðir, með þeim afleiðingum að hún varð gjaldþrota. Morðið á Shinzo Abe Japan Tengdar fréttir Kallar eftir samstöðu og vill ná markmiðum Abe Fumio Kishida, forsætisráðherra Japans, kallaði í morgun eftir samstöðu og pólitískum stöðugleika í kjölfar kosninga og morðs Shinzo Abe, fyrrverandi forsætisráðherra. Frjálslyndir Demókratar (LDP), flokkur Kishida og Abe báru sigur úr bítum í kosningunum sem haldnar voru í Japan í gær. 11. júlí 2022 11:49 Taldi að Abe tengdist trúarhópi sem keyrði móður hans í gjaldþrot Maðurinn sem skaut fyrrverandi forsætisráðherra Japans til bana á aðfaranótt föstudags er sagður hafa sagt lögreglu að hann hefði skipulagt árásina í marga mánuði vegna þess að hann teldi að forsætisráðherran tengdist trúarhópi, sem hann segir hafa keyrt móður hans í gjaldþrot. 9. júlí 2022 15:23 Játar að vankantar hafi verið á öryggisgæslu Abe Yfirmaður lögreglunnar í Nara í Japan segir að óneitanlega hafi verið brestir í öryggismálum þegar Shinzo Abe, fyrrverandi forsætisráðherra landsins var myrtur í gær. 9. júlí 2022 11:33 Mest lesið Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Erlent Fleiri fréttir „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir 24 látnir og 1.000 ára hof brunnið í fordæmalausum gróðureldum Blatter og Platini aftur sýknaðir af spillingarákæru Sjá meira
Kojima er einn þekktasti tölvuleikjaframleiðandi heims og hvað þekktastur fyrir að vera skapari Metal Gear-tölvuleikjaraðarinnar. Eftir að Abe var myrtur á föstudag birti notandi á spjallborðssíðunni 4chan mynd af Kojima, og hún sögð sýna „öfga-vinstrimann með óhreint sakavottorð.“ Í kjölfarið birti franski stjórnmálamaðurinn Damien Rieu mynd af Kojima á Twitter og skrifaði „öfgavinstrið drepur,“ en Rieu er hluti af öfga-hægri hreyfingu í Frakklandi. Þá birtust myndir af Kojima í umfjöllunum grískra og íranskra fréttamiðla í tengslum við morðið á Abe. Hefði átt að kanna málið Rieu hefur síðan eytt tístinu og beðist afsökunar á að hafa látið glepjast af falsfréttum. Sagðist hann „á barnalegan hátt hafa tekið gríni sem réttum upplýsingum,“ og að hann hefði átt að kanna málið til hlítar áður en hann birti tístið. Fyrirtæki Kojima hefur engu að síður birt yfirlýsingu þess efnis að hann kunni að leita réttar síns vegna málsins. „Kojima Productions fordæmir harðlega dreifingu falsfrétta og orðróma sem stuðla að falsfréttum. Við munum ekki líða slík meiðyrði og munum íhuga að grípa til lagalegra ráðstafana í ákveðnum tilfellum,“ sagði í yfirlýsingu sem fyrirtækið sendi frá sér á Twitter. #KojimaProductions strongly condemns the spread of fake news and rumors that convey false information. We do not tolerate such libel and will consider taking legal action in some cases. pic.twitter.com/fDi0FR9kB0— KOJIMA PRODUCTIONS (Eng) (@KojiPro2015_EN) July 9, 2022 Sá handtekni játaði morðið Abe var skotinn á föstudag þar sem hann flutti stuðningsræðu fyrir frambjóðanda í japönsku þingkosningunum sem fram fóru um helgina. Hinn 41 árs Tetsuya Yamagami var handtekinn á vettvangi og hefur síðan játað morðið. Yamagami notaðist við haglabyssu þar sem hann hafði sagað meirihluta hlaupsins af. Hann hleypti af tveimur skotum og hæfði annað þeirra Abe í bakhliðina. Hann var með skotsár á hálsi þegar honum var komið á sjúkrahús. Greint hefur verið frá því að Yamagami hafi talið Abe tengjast trúarhópi sem móðir þess fyrrnefnda tilheyrði og gaf háar fjárhæðir, með þeim afleiðingum að hún varð gjaldþrota.
Morðið á Shinzo Abe Japan Tengdar fréttir Kallar eftir samstöðu og vill ná markmiðum Abe Fumio Kishida, forsætisráðherra Japans, kallaði í morgun eftir samstöðu og pólitískum stöðugleika í kjölfar kosninga og morðs Shinzo Abe, fyrrverandi forsætisráðherra. Frjálslyndir Demókratar (LDP), flokkur Kishida og Abe báru sigur úr bítum í kosningunum sem haldnar voru í Japan í gær. 11. júlí 2022 11:49 Taldi að Abe tengdist trúarhópi sem keyrði móður hans í gjaldþrot Maðurinn sem skaut fyrrverandi forsætisráðherra Japans til bana á aðfaranótt föstudags er sagður hafa sagt lögreglu að hann hefði skipulagt árásina í marga mánuði vegna þess að hann teldi að forsætisráðherran tengdist trúarhópi, sem hann segir hafa keyrt móður hans í gjaldþrot. 9. júlí 2022 15:23 Játar að vankantar hafi verið á öryggisgæslu Abe Yfirmaður lögreglunnar í Nara í Japan segir að óneitanlega hafi verið brestir í öryggismálum þegar Shinzo Abe, fyrrverandi forsætisráðherra landsins var myrtur í gær. 9. júlí 2022 11:33 Mest lesið Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Erlent Fleiri fréttir „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir 24 látnir og 1.000 ára hof brunnið í fordæmalausum gróðureldum Blatter og Platini aftur sýknaðir af spillingarákæru Sjá meira
Kallar eftir samstöðu og vill ná markmiðum Abe Fumio Kishida, forsætisráðherra Japans, kallaði í morgun eftir samstöðu og pólitískum stöðugleika í kjölfar kosninga og morðs Shinzo Abe, fyrrverandi forsætisráðherra. Frjálslyndir Demókratar (LDP), flokkur Kishida og Abe báru sigur úr bítum í kosningunum sem haldnar voru í Japan í gær. 11. júlí 2022 11:49
Taldi að Abe tengdist trúarhópi sem keyrði móður hans í gjaldþrot Maðurinn sem skaut fyrrverandi forsætisráðherra Japans til bana á aðfaranótt föstudags er sagður hafa sagt lögreglu að hann hefði skipulagt árásina í marga mánuði vegna þess að hann teldi að forsætisráðherran tengdist trúarhópi, sem hann segir hafa keyrt móður hans í gjaldþrot. 9. júlí 2022 15:23
Játar að vankantar hafi verið á öryggisgæslu Abe Yfirmaður lögreglunnar í Nara í Japan segir að óneitanlega hafi verið brestir í öryggismálum þegar Shinzo Abe, fyrrverandi forsætisráðherra landsins var myrtur í gær. 9. júlí 2022 11:33