Sveitarstjóri fái að fara suður aðra hverja viku Magnús Jochum Pálsson skrifar 12. júlí 2022 10:50 Ólafur Þór Ólafsson, sveitarstjóri Tálknafjarðarhrepps, hefur leyfi sveitarstjórnar til að fara suður aðra hverja viku þegar verkefnastaða leyfir. Samsett/Aðsent/Vilhelm Ólafur Þór Ólafsson, sveitarstjóri á Tálknafirði hefur leyfi sveitarstjórnar til að fara suður aðra hverja viku og vinna þaðan þegar verkefni sveitarfélagsins krefjast ekki staðsetningar hans á staðnum. Í ráðningarsamningi er ekkert kveðið á um þetta en oddviti sveitarfélagsins segir þetta hluta af stefnu um fjölskylduvæna atvinnustarfsemi. Samkvæmt heimildum Bæjarins besta greindi Lilja Magnúsdóttir, oddviti sveitarstjórnar, frá þessu fyrirkomulagi á opnum fundi. Þar kom fram að Ólafur fengi að fara suður aðra hverju viku á fimmtudegi og koma aftur á mánudegi. Þetta sé svipað fyrirkomulag og á síðasta kjörtímabili en þá fékk Ólafur að fara suður aðra hverja viku á föstudegi og koma aftur á mánudegi. Lilja Magnúsdóttir, oddviti Tálknafjarðarhrepps, sagði í samtali við blaðamann Vísis að þegar verkefnastaða sveitarfélagsins leyfi fari Ólafur suður til Sandgerðis þar sem hann rekur einnig heimili. Hún tók þó fram að þeir föstudagar sem hann sé fyrir sunnan fari í vinnu. Þá sagði Lilja að þetta væri hluti af stefnu um fjölskylduvæna atvinnustarfsemi. Verkefnastaðan leyfi fjarvinnu aðra hverja viku Bæjarins besta innti Lilju Magnúsdóttur, oddvita, einnig svara eftir þessari fjarveru og því hvernig launagreiðslum og ferðakostnaði væri háttað. Í svari Lilju Magnúsdóttir kom fram að Ólafur héldi annað heimili í Sandgerði og þegar verkefnastaða sveitarfélagsins kræfist ekki staðsetningar hans í Tálknafirði hefði hann heimild til að sinna vinnu sinni á Suðurnesjum. „Oftar en ekki nýtast þessir dagar líka til að sinna fundarsetu á höfuðborgarsvæðinu þannig að tími hans er nýttur til fulls þó hann sé staðsettur á suðvesturhorninu. Ólafur er því í vinnu þá daga sem hann er staddur á suðvesturhorninu og því á spurningin um laun ekki við,“ segir enn fremur í svarinu. Lilja Magnúsdóttir, oddviti Tálknafjarðarhrepps, innsiglar ráðningu Ólafs Þórs Ólafssonar, sveitarstjóra, með handabandi.Tálknafjörður Í svarinu segir að ferðakostnaðinn greiði hann úr eigin vasa en sveitarfélagið greiði annars þann ferðakostnað sem hlýst af ferðum sveitarstjórans á vegum sveitarfélagsins. Ferðir Ólafs og fjarvinna ráðist þó alltaf af verkefnastöðunni hverju sinni og velti á samþykki oddvita hverju sinni. „Leyfi verkefnastaða sveitarfélagsins ekki fjarveru hans á þessum dögum er hann hér í Tálknafirði og sinnir sinni vinnu og fer þá suður að kvöldi föstudags.“ Í ráðningarsamningi Ólafs er kveðið á um að sveitarstjóri skuli hafa fasta viðveru á opnunartíma skrifstofu nema fundir, ráðstefnur eða önnur störf á vegum sveitarfélagsins hamli. Einnig er samkomulag um að sveitarstjóri leigi íbúð af sveitarfélaginu og að hann búi þar. Rúmlega ein og hálf milljón í mánaðarlaun Vísir fjallaði um laun og hlunnindi Ólafs Þórs Ólafssonar í gær en þar kom fram að hann fengi 1,55 milljón í mánaðarlaun auk ökutækjastyrks upp á 400 kílómetra. Miðað við könnun Sambands íslenskra sveitarfélaga er Ólafur einn launahæsti sveitarstjóri sveitarfélaga landsins með íbúafjölda á bilinu 200 til 499 en í Tálknafjarðarhreppi búa 255 samkvæmt nýjustu tölum Hagstofunnar. Eftir fréttaflutning gærdagsins barst Vísi einnig ábending um að Ólafur leigði íbúð af sveitarfélaginu á óvenju góðum kjörum. Innt eftir því sagðist Lilja Magnúsdóttir, oddviti, ekki vita hvernig samningurinn væri en að íbúðin sem Ólafur leigði væri gömul. Tálknafjörður Sveitarstjórnarmál Stjórnsýsla Fjarvinna Sveitarstjórnarkosningar 2022 Tengdar fréttir Ein og hálf milljón króna á mánuði fyrir að stýra 255 manna hreppi Ólafur Þór Ólafsson, sveitarstjóri Tálknafjarðar, fær 1,55 milljón króna í mánaðarlaun samkvæmt nýgerðum ráðningarsamningi. Hann fær einnig 400 kílómetra akstursstyrk og sveitarfélagið greiðir fyrir hann bæði síma og net. 11. júlí 2022 15:03 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Innlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Fleiri fréttir Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Sjá meira
Samkvæmt heimildum Bæjarins besta greindi Lilja Magnúsdóttir, oddviti sveitarstjórnar, frá þessu fyrirkomulagi á opnum fundi. Þar kom fram að Ólafur fengi að fara suður aðra hverju viku á fimmtudegi og koma aftur á mánudegi. Þetta sé svipað fyrirkomulag og á síðasta kjörtímabili en þá fékk Ólafur að fara suður aðra hverja viku á föstudegi og koma aftur á mánudegi. Lilja Magnúsdóttir, oddviti Tálknafjarðarhrepps, sagði í samtali við blaðamann Vísis að þegar verkefnastaða sveitarfélagsins leyfi fari Ólafur suður til Sandgerðis þar sem hann rekur einnig heimili. Hún tók þó fram að þeir föstudagar sem hann sé fyrir sunnan fari í vinnu. Þá sagði Lilja að þetta væri hluti af stefnu um fjölskylduvæna atvinnustarfsemi. Verkefnastaðan leyfi fjarvinnu aðra hverja viku Bæjarins besta innti Lilju Magnúsdóttur, oddvita, einnig svara eftir þessari fjarveru og því hvernig launagreiðslum og ferðakostnaði væri háttað. Í svari Lilju Magnúsdóttir kom fram að Ólafur héldi annað heimili í Sandgerði og þegar verkefnastaða sveitarfélagsins kræfist ekki staðsetningar hans í Tálknafirði hefði hann heimild til að sinna vinnu sinni á Suðurnesjum. „Oftar en ekki nýtast þessir dagar líka til að sinna fundarsetu á höfuðborgarsvæðinu þannig að tími hans er nýttur til fulls þó hann sé staðsettur á suðvesturhorninu. Ólafur er því í vinnu þá daga sem hann er staddur á suðvesturhorninu og því á spurningin um laun ekki við,“ segir enn fremur í svarinu. Lilja Magnúsdóttir, oddviti Tálknafjarðarhrepps, innsiglar ráðningu Ólafs Þórs Ólafssonar, sveitarstjóra, með handabandi.Tálknafjörður Í svarinu segir að ferðakostnaðinn greiði hann úr eigin vasa en sveitarfélagið greiði annars þann ferðakostnað sem hlýst af ferðum sveitarstjórans á vegum sveitarfélagsins. Ferðir Ólafs og fjarvinna ráðist þó alltaf af verkefnastöðunni hverju sinni og velti á samþykki oddvita hverju sinni. „Leyfi verkefnastaða sveitarfélagsins ekki fjarveru hans á þessum dögum er hann hér í Tálknafirði og sinnir sinni vinnu og fer þá suður að kvöldi föstudags.“ Í ráðningarsamningi Ólafs er kveðið á um að sveitarstjóri skuli hafa fasta viðveru á opnunartíma skrifstofu nema fundir, ráðstefnur eða önnur störf á vegum sveitarfélagsins hamli. Einnig er samkomulag um að sveitarstjóri leigi íbúð af sveitarfélaginu og að hann búi þar. Rúmlega ein og hálf milljón í mánaðarlaun Vísir fjallaði um laun og hlunnindi Ólafs Þórs Ólafssonar í gær en þar kom fram að hann fengi 1,55 milljón í mánaðarlaun auk ökutækjastyrks upp á 400 kílómetra. Miðað við könnun Sambands íslenskra sveitarfélaga er Ólafur einn launahæsti sveitarstjóri sveitarfélaga landsins með íbúafjölda á bilinu 200 til 499 en í Tálknafjarðarhreppi búa 255 samkvæmt nýjustu tölum Hagstofunnar. Eftir fréttaflutning gærdagsins barst Vísi einnig ábending um að Ólafur leigði íbúð af sveitarfélaginu á óvenju góðum kjörum. Innt eftir því sagðist Lilja Magnúsdóttir, oddviti, ekki vita hvernig samningurinn væri en að íbúðin sem Ólafur leigði væri gömul.
Tálknafjörður Sveitarstjórnarmál Stjórnsýsla Fjarvinna Sveitarstjórnarkosningar 2022 Tengdar fréttir Ein og hálf milljón króna á mánuði fyrir að stýra 255 manna hreppi Ólafur Þór Ólafsson, sveitarstjóri Tálknafjarðar, fær 1,55 milljón króna í mánaðarlaun samkvæmt nýgerðum ráðningarsamningi. Hann fær einnig 400 kílómetra akstursstyrk og sveitarfélagið greiðir fyrir hann bæði síma og net. 11. júlí 2022 15:03 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Innlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Fleiri fréttir Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Sjá meira
Ein og hálf milljón króna á mánuði fyrir að stýra 255 manna hreppi Ólafur Þór Ólafsson, sveitarstjóri Tálknafjarðar, fær 1,55 milljón króna í mánaðarlaun samkvæmt nýgerðum ráðningarsamningi. Hann fær einnig 400 kílómetra akstursstyrk og sveitarfélagið greiðir fyrir hann bæði síma og net. 11. júlí 2022 15:03