Nýjar vikutölur úr laxveiðiánum Karl Lúðvíksson skrifar 15. júlí 2022 07:44 Urriðafoss er mest mestu veiðina það sem af er sumri Mynd: Stefán Sigurðsson Núna erum við komin tvær vikur inní aðaltímann í laxveiðiánum og það er mjög áhugavert og ánægjulegt að skoða tölurnar. Urriðafoss heldur toppsætinu yfir mestu veiðina en þar hafa veiðst 582 laxar en heildarveiðin í fyrra var 823 laxar svo það er alveg ljóst að þeirri tölu gæti verið náð eftir viku eða tíu daga en það er magnað að sjá þessa veiði á aðeins fjórar stangir. Þverá-Kjarrá er komin í 552 laxa sem er virkilega fín veiði en allt tímabilið í fyrra gaf 1.377 laxa. Norðurá er líka á mjög fínu róli með 520 laxa en þar eins og í aðrar ár á vesturlandi hefur verið mjög góða ganga af laxi síðustu daga að stórstreymi sem er einmitt í dag. Ytri Rangá er komin í 387 laxa og svo er Haffjarðará með 287 laxa. Elliðaárnar eru í sjötta sæti en þar hefur gengið vel og eru göngur í ána mjög góðar. Þetta er heilt yfir mikill viðsnúningur frá frekar löku sumri í fyrra í velflestum ánum með undantekningum þó. Blanda er ekki með nema 133 laxa sem er rosalega döpur veiði í þessari fornfrægu á og það virðist ekki vera mikil skýring á þessari lélegu veiði. Miðfjarðará er með 211 laxa og hefur maður nú verið vanur að sjá hana mun ofar á listanum á þessum árstíma. Það er þó ekki nein ástæða til að neinnar örvæntingar í án Stangveiði Mest lesið Hörku veiði í Vatnamótunum Veiði Ennþá vænir sjóbirtingar í Ytri Rangá Veiði Veiðin 2012: Aðeins 12 af 38 laxveiðiám með 100 laxa á stöng Veiði 66 laxar veiddust í opnunarhollinu í Vatnsdalsá Veiði Svona nærðu árangri í Þingvallavatni Veiði Haukadalsá og Straumfjarðará að verða uppseldar Veiði Öllum boðið í Hlíðarvatn á morgun Veiði Styttist í 100 laxa daga í Eystri Rangá Veiði Bestu veiðistaðir Elliðaánna Veiði Vinningshafar í Veiðikortaleiknum á Veiðivísi Veiði
Urriðafoss heldur toppsætinu yfir mestu veiðina en þar hafa veiðst 582 laxar en heildarveiðin í fyrra var 823 laxar svo það er alveg ljóst að þeirri tölu gæti verið náð eftir viku eða tíu daga en það er magnað að sjá þessa veiði á aðeins fjórar stangir. Þverá-Kjarrá er komin í 552 laxa sem er virkilega fín veiði en allt tímabilið í fyrra gaf 1.377 laxa. Norðurá er líka á mjög fínu róli með 520 laxa en þar eins og í aðrar ár á vesturlandi hefur verið mjög góða ganga af laxi síðustu daga að stórstreymi sem er einmitt í dag. Ytri Rangá er komin í 387 laxa og svo er Haffjarðará með 287 laxa. Elliðaárnar eru í sjötta sæti en þar hefur gengið vel og eru göngur í ána mjög góðar. Þetta er heilt yfir mikill viðsnúningur frá frekar löku sumri í fyrra í velflestum ánum með undantekningum þó. Blanda er ekki með nema 133 laxa sem er rosalega döpur veiði í þessari fornfrægu á og það virðist ekki vera mikil skýring á þessari lélegu veiði. Miðfjarðará er með 211 laxa og hefur maður nú verið vanur að sjá hana mun ofar á listanum á þessum árstíma. Það er þó ekki nein ástæða til að neinnar örvæntingar í án
Stangveiði Mest lesið Hörku veiði í Vatnamótunum Veiði Ennþá vænir sjóbirtingar í Ytri Rangá Veiði Veiðin 2012: Aðeins 12 af 38 laxveiðiám með 100 laxa á stöng Veiði 66 laxar veiddust í opnunarhollinu í Vatnsdalsá Veiði Svona nærðu árangri í Þingvallavatni Veiði Haukadalsá og Straumfjarðará að verða uppseldar Veiði Öllum boðið í Hlíðarvatn á morgun Veiði Styttist í 100 laxa daga í Eystri Rangá Veiði Bestu veiðistaðir Elliðaánna Veiði Vinningshafar í Veiðikortaleiknum á Veiðivísi Veiði