Tekur út stressið fyrir dóttur sína Glódísi Perlu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. júlí 2022 11:30 Magnea Harðardóttir með sínum nánustu á stuðningsmannasvæðinu en þetta eru þau Bára Bryndís Viggósdóttir, Viggó Magnússon, Magnea, Bára Þórðardóttir og Hörður Sveinsson. Vísir/Vilhelm Móðir landsliðskonunnar Glódísar Perlu Viggósdóttur en enn á ný kominn út á Evrópumót til að fylgjast með dóttur sinni. Þetta er í þriðja sinn og nú er dóttirin orðin varafyrirliði liðsins. „Þetta er geggjuð stemmning og frábært að sjá hvað það eru margir hérna,“ sagði Magnea Harðardóttir, móðir Glódísar Perlu. Hún sér mikinn mun á Evrópumótinu í Englandi í ár miðað við þau sem á undan hafa farið. Þriðja Evrópumótið þeirra „Þetta er þriðja mótið. Við fórum til Svíþjóðar 2013 og til Hollands 2017. Þetta er langstærsti fjöldinn hérna sýnist mér en svipuð stemmning eins og mér fannst vera í Svíþjóð. Það væri geggjað ef þær kæmust í átta liða úrslitin eins og þá,“ sagði Magnea. Glódís Perla Viggósdóttir með Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur.Vísir/Vilhelm Nú er Glódís Perla í risahlutverk í íslenska liðinu og hefur verið að spila frábærlega á þessu móti. „Já hún er komin í það núna. Þegar hún fór fyrst 2013 þá áttum alveg eins ekki von á því að hún myndi spila. Það var rosalega gaman að hún fékk það. Þetta er þriðja mótið hennar og hún komin í stærra hlutverk,“ sagði Magnea. Mjög einbeitt í sínum skrefum „Hún hefur verið mjög einbeitt í sínum skrefum,“ sagði Magnea um feril Glódísar sem hefur tekið jöfn skref allan sinn feril allt frá því að hún fór úr HK í Stjörnuna á Íslandi þar til að hún yfirgaf Rosengård og samdi við þýska stórliðið Bayern München. „Hún er að spila sína stöðu vel og ég tek bara stressið fyrir hana,“ sagði Magnea létt. En hvað er lykillinn að velgengi dótturinnar? „Hún sjálf. Hún er yfirveguð og tekur þetta ekki inn á sig. Hún er raunsæ í sínum markmiðum og hvernig hún metur hvern leik og annað. Hún er líka alltaf til í að bæta sig. Hún hefur tekið síns skref skynsamlega og á sínum eigin forsendum,“ sagði Magnea. Glódís Perla Viggósdóttir í leiknum á móti Ítalíu.Vísir/Vilhelm Magnea segir að foreldrarnir séu dugleg að heimsækja Glódísi í atvinnumennskunni. „Við förum reyndar ótrúlega oft. Meira að segja í Covid þá tókst okkur að fara nokkrum sinnum á leiki og hitta hana. Við vorum bara alsæl með það tímabil,“ sagði Magnea en bætti við: „Þrátt fyrir að í dag þá er lítið mál að vera í sitt hvor landinu með Messinger, Teams og Facebook og allt þetta þá er það alltaf skemmtilegra að hittast í persónu “ sagði Magnea. Finnst það lýsa henni best Athygli hefur líka vakið að Glódís Perla er komin í smá mömmuhlutverk eftir hún og hin unga Karólína Lea Vilhjálmsdóttir urðu liðsfélagar hjá Bayern. „Mamma Gló. Mér finnst það lýsa henni best, henni og Kristófer, að koma þarna svona inn. Þetta er í fyrsta skiptið sem hún er í liði með öðrum Íslendingi. Dásamlegt að sjá hvernig þau ná öll saman,“ sagði Magnea. „Ég held að landliðshópinn sé alveg einstakur núna. Það er einstök stemmning, allar vinkonur og alltaf gaman hjá þeim. Ég trúi því að þær færi þeim góðan sigur. Það virðist ekki skipta neinu máli hver þeirra það er. Þær smella saman allar. Við vonum að það gangi jafnvel og í Svíþjóð. Við krossum fingur,“ sagði Magnea að lokum. Íslenska liðið mætir Frökkum í kvöld en með sigri þá tryggja íslensku stelpurnar sér sæti í átta liða úrslitum Evrópumótsins. EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Enski boltinn Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Fótbolti Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Íslenski boltinn Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Enski boltinn Ákvað að yfirgefa KR Körfubolti Bruune fór illa með íslensku stelpurnar á Spáni Fótbolti Íslendingur með sviðsljósið á sér fyrir NBA leik Körfubolti „Þá rennur stressið af manni“ Handbolti Slóvenía bíður Íslands en ballið búið hjá heimakonum Handbolti Fleiri fréttir Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Bruune fór illa með íslensku stelpurnar á Spáni Kane kominn í jólafrí? Hjálpaðu Glódísi að komast í heimsliðið Salah jafnaði met Rooneys Miðasalan á EM verður í þremur hlutum Ísland í þriðja styrkleikaflokki fyrir undankeppni HM Telja sprungur komnar í samband stjórans við stjörnuna Liðsfélagi Alberts á batavegi Markvörður City: „Liverpool ekki besti hluti Bretlands“ Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Ísak Bergmann skoraði og liðið fékk hjálp í lokin Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Sjá meira
„Þetta er geggjuð stemmning og frábært að sjá hvað það eru margir hérna,“ sagði Magnea Harðardóttir, móðir Glódísar Perlu. Hún sér mikinn mun á Evrópumótinu í Englandi í ár miðað við þau sem á undan hafa farið. Þriðja Evrópumótið þeirra „Þetta er þriðja mótið. Við fórum til Svíþjóðar 2013 og til Hollands 2017. Þetta er langstærsti fjöldinn hérna sýnist mér en svipuð stemmning eins og mér fannst vera í Svíþjóð. Það væri geggjað ef þær kæmust í átta liða úrslitin eins og þá,“ sagði Magnea. Glódís Perla Viggósdóttir með Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur.Vísir/Vilhelm Nú er Glódís Perla í risahlutverk í íslenska liðinu og hefur verið að spila frábærlega á þessu móti. „Já hún er komin í það núna. Þegar hún fór fyrst 2013 þá áttum alveg eins ekki von á því að hún myndi spila. Það var rosalega gaman að hún fékk það. Þetta er þriðja mótið hennar og hún komin í stærra hlutverk,“ sagði Magnea. Mjög einbeitt í sínum skrefum „Hún hefur verið mjög einbeitt í sínum skrefum,“ sagði Magnea um feril Glódísar sem hefur tekið jöfn skref allan sinn feril allt frá því að hún fór úr HK í Stjörnuna á Íslandi þar til að hún yfirgaf Rosengård og samdi við þýska stórliðið Bayern München. „Hún er að spila sína stöðu vel og ég tek bara stressið fyrir hana,“ sagði Magnea létt. En hvað er lykillinn að velgengi dótturinnar? „Hún sjálf. Hún er yfirveguð og tekur þetta ekki inn á sig. Hún er raunsæ í sínum markmiðum og hvernig hún metur hvern leik og annað. Hún er líka alltaf til í að bæta sig. Hún hefur tekið síns skref skynsamlega og á sínum eigin forsendum,“ sagði Magnea. Glódís Perla Viggósdóttir í leiknum á móti Ítalíu.Vísir/Vilhelm Magnea segir að foreldrarnir séu dugleg að heimsækja Glódísi í atvinnumennskunni. „Við förum reyndar ótrúlega oft. Meira að segja í Covid þá tókst okkur að fara nokkrum sinnum á leiki og hitta hana. Við vorum bara alsæl með það tímabil,“ sagði Magnea en bætti við: „Þrátt fyrir að í dag þá er lítið mál að vera í sitt hvor landinu með Messinger, Teams og Facebook og allt þetta þá er það alltaf skemmtilegra að hittast í persónu “ sagði Magnea. Finnst það lýsa henni best Athygli hefur líka vakið að Glódís Perla er komin í smá mömmuhlutverk eftir hún og hin unga Karólína Lea Vilhjálmsdóttir urðu liðsfélagar hjá Bayern. „Mamma Gló. Mér finnst það lýsa henni best, henni og Kristófer, að koma þarna svona inn. Þetta er í fyrsta skiptið sem hún er í liði með öðrum Íslendingi. Dásamlegt að sjá hvernig þau ná öll saman,“ sagði Magnea. „Ég held að landliðshópinn sé alveg einstakur núna. Það er einstök stemmning, allar vinkonur og alltaf gaman hjá þeim. Ég trúi því að þær færi þeim góðan sigur. Það virðist ekki skipta neinu máli hver þeirra það er. Þær smella saman allar. Við vonum að það gangi jafnvel og í Svíþjóð. Við krossum fingur,“ sagði Magnea að lokum. Íslenska liðið mætir Frökkum í kvöld en með sigri þá tryggja íslensku stelpurnar sér sæti í átta liða úrslitum Evrópumótsins.
EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Enski boltinn Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Fótbolti Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Íslenski boltinn Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Enski boltinn Ákvað að yfirgefa KR Körfubolti Bruune fór illa með íslensku stelpurnar á Spáni Fótbolti Íslendingur með sviðsljósið á sér fyrir NBA leik Körfubolti „Þá rennur stressið af manni“ Handbolti Slóvenía bíður Íslands en ballið búið hjá heimakonum Handbolti Fleiri fréttir Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Bruune fór illa með íslensku stelpurnar á Spáni Kane kominn í jólafrí? Hjálpaðu Glódísi að komast í heimsliðið Salah jafnaði met Rooneys Miðasalan á EM verður í þremur hlutum Ísland í þriðja styrkleikaflokki fyrir undankeppni HM Telja sprungur komnar í samband stjórans við stjörnuna Liðsfélagi Alberts á batavegi Markvörður City: „Liverpool ekki besti hluti Bretlands“ Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Ísak Bergmann skoraði og liðið fékk hjálp í lokin Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Sjá meira