Ingibjörg: Mér fannst við koma ótrúlega sterkar til baka Árni Jóhannsson skrifar 18. júlí 2022 22:35 Ingibjörg Sigurðardóttir í leik kvöldsins. Vísir/Vilhelm Ingibjörg Sigurðardóttir var að vonum svekkt með að detta út af EM eftir jafntefli við Frakka fyrr í kvöld. Leikurinn endaði 1-1 en sökum þess að Belgar unnu þá þurfa Íslendingar að fara heim. Ingibjörg gat þó tekið mikinn lærdóm af mótinu og var spennt fyrir HM. „Við erum bara gríðarlega svekktar að vera að fara heim af þessu móti en að sama skapi getum við verið stoltar. Við tókum miklum framförum á þessu móti sé tekið mið af síðasta móti“, sagði Ingibjörg þegar hún var spurð að því hvernig tilfinningarnar væru eftir leik. Hún var þá spurð að því hvernig var að koma inn í byrjunarliðið til að taka þátt í varnarleiknum sem hefur þurft að standa vel í mótinu. Hún var einnig spurð að því hvort það hafi komið á óvart að þjálfarinn hafi gert breytingar í varnarlínunni. „Ég var bara mjög ánægð með að hann treysti mér í þetta verkefni og ég reyndi að gefa allt sem ég gat gert í þennan leik og reyndi að koma með eitthvað sem hefur vantað í leikinn. Ég gerði mitt besta en það er erfitt að keppa á móti Guðrúnu og Glódísi sem hafa staðið sig frábærlega. Það kom mér á óvart að það hafi verið breytingar þegar þær hafa staðið sig svona vel. Ég er bara mjög þakklát fyrir það.“ „Ég var bara óvenju róleg fannst mér. Það er erfitt að sitja á bekknum og það er erfitt að fylgjast með stuðningsönnunum og sjá stemmninguna og sjá liðið standa sig vel“, sagði Ingibjörg þegar hún var spurð út í spennustigið í byrjun leiks og hvað hafi farið í gegnum hausinn þegar þær lentu undir eftir 45 sekúndur. „Úff. Það var margt sem fór í gegnum hausinn. Að fá á sig mark svona snemma þá þýðir það að það er nóg eftir og mér fannst við koma ótrúlega sterkar til baka. Ég er mjög stolt af liðinu.“ Að lokum var Ingibjörg spurð út í það hvað hún tæki út úr mótinu og út í spennuna fyrir heimsmeistaramótinu sem Ísland á mikla möguleika á að komast á. „Mikill lærdómur. Ég hef tekið við nýju hlutverki á þessu móti sem hefur verið gríðarlega erfitt en ég hef lært fáránlega mikið af því. Við erum svo bara stoltar fyrir HM. Ég gæti spilað þann leik á morgun.“ Klippa: Ingibjörg Sigurðardóttir eftir leik EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Einkunnir: Margar sem spiluðu vel en Glódís Perla bar af Það var allan tímann ljóst að það yrði á brattann að sækja fyrir íslensku stelpurnar í kvöld gegn gríðarsterku liði Frakklands. Til að gera brekkuna töluvert brattari þá skoruðu Frakkar fyrsta mark leiksins strax áður en fyrsta mínúta leiksins var liðin. 18. júlí 2022 21:50 Twitter um leikinn við Frakka: „Takk stelpur“ Ísland átti séns á að komast áfram í 8-liða úrslit á EM 2022 í Englandi þegar leikið var við sterkt lið Frakka sem þó gerði sex breytingar á liði sínu. Leikurinn endaði 1-1 en Belgar unnu Ítali og því eru Stelpurnar okkar úr leik. Twitter þjóðin var að sjálfsögðu með sínar skoðanir á því sem fór fram. 18. júlí 2022 21:30 Umfjöllun: Ísland-Frakkland 1-1 | Stelpurnar okkar úr leik eftir hetjulega baráttu Ísland er úr leik á EM kvenna í fótbolta eftir 1-1 jafntefli gegn Frakklandi í síðasta liðsins í D-riðli. Franska markið kom á fyrstu mínútu á meðan Ísland jafnaði þegar tæplega 100 mínútur höfðu verið spilaðar. Hetjuleg barátta í dag dugði ekki til og Ísland endar í 3. sæti D-riðils. 18. júlí 2022 21:15 Mest lesið Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik Körfubolti „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ Sport Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Fótbolti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Enski boltinn „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Körfubolti Fleiri fréttir „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Haaland væntanlega úr leik í deildinni Saka klár í slaginn á ný Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Hvorki zombie-bit né tattú Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Sjá meira
„Við erum bara gríðarlega svekktar að vera að fara heim af þessu móti en að sama skapi getum við verið stoltar. Við tókum miklum framförum á þessu móti sé tekið mið af síðasta móti“, sagði Ingibjörg þegar hún var spurð að því hvernig tilfinningarnar væru eftir leik. Hún var þá spurð að því hvernig var að koma inn í byrjunarliðið til að taka þátt í varnarleiknum sem hefur þurft að standa vel í mótinu. Hún var einnig spurð að því hvort það hafi komið á óvart að þjálfarinn hafi gert breytingar í varnarlínunni. „Ég var bara mjög ánægð með að hann treysti mér í þetta verkefni og ég reyndi að gefa allt sem ég gat gert í þennan leik og reyndi að koma með eitthvað sem hefur vantað í leikinn. Ég gerði mitt besta en það er erfitt að keppa á móti Guðrúnu og Glódísi sem hafa staðið sig frábærlega. Það kom mér á óvart að það hafi verið breytingar þegar þær hafa staðið sig svona vel. Ég er bara mjög þakklát fyrir það.“ „Ég var bara óvenju róleg fannst mér. Það er erfitt að sitja á bekknum og það er erfitt að fylgjast með stuðningsönnunum og sjá stemmninguna og sjá liðið standa sig vel“, sagði Ingibjörg þegar hún var spurð út í spennustigið í byrjun leiks og hvað hafi farið í gegnum hausinn þegar þær lentu undir eftir 45 sekúndur. „Úff. Það var margt sem fór í gegnum hausinn. Að fá á sig mark svona snemma þá þýðir það að það er nóg eftir og mér fannst við koma ótrúlega sterkar til baka. Ég er mjög stolt af liðinu.“ Að lokum var Ingibjörg spurð út í það hvað hún tæki út úr mótinu og út í spennuna fyrir heimsmeistaramótinu sem Ísland á mikla möguleika á að komast á. „Mikill lærdómur. Ég hef tekið við nýju hlutverki á þessu móti sem hefur verið gríðarlega erfitt en ég hef lært fáránlega mikið af því. Við erum svo bara stoltar fyrir HM. Ég gæti spilað þann leik á morgun.“ Klippa: Ingibjörg Sigurðardóttir eftir leik
EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Einkunnir: Margar sem spiluðu vel en Glódís Perla bar af Það var allan tímann ljóst að það yrði á brattann að sækja fyrir íslensku stelpurnar í kvöld gegn gríðarsterku liði Frakklands. Til að gera brekkuna töluvert brattari þá skoruðu Frakkar fyrsta mark leiksins strax áður en fyrsta mínúta leiksins var liðin. 18. júlí 2022 21:50 Twitter um leikinn við Frakka: „Takk stelpur“ Ísland átti séns á að komast áfram í 8-liða úrslit á EM 2022 í Englandi þegar leikið var við sterkt lið Frakka sem þó gerði sex breytingar á liði sínu. Leikurinn endaði 1-1 en Belgar unnu Ítali og því eru Stelpurnar okkar úr leik. Twitter þjóðin var að sjálfsögðu með sínar skoðanir á því sem fór fram. 18. júlí 2022 21:30 Umfjöllun: Ísland-Frakkland 1-1 | Stelpurnar okkar úr leik eftir hetjulega baráttu Ísland er úr leik á EM kvenna í fótbolta eftir 1-1 jafntefli gegn Frakklandi í síðasta liðsins í D-riðli. Franska markið kom á fyrstu mínútu á meðan Ísland jafnaði þegar tæplega 100 mínútur höfðu verið spilaðar. Hetjuleg barátta í dag dugði ekki til og Ísland endar í 3. sæti D-riðils. 18. júlí 2022 21:15 Mest lesið Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik Körfubolti „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ Sport Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Fótbolti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Enski boltinn „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Körfubolti Fleiri fréttir „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Haaland væntanlega úr leik í deildinni Saka klár í slaginn á ný Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Hvorki zombie-bit né tattú Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Sjá meira
Einkunnir: Margar sem spiluðu vel en Glódís Perla bar af Það var allan tímann ljóst að það yrði á brattann að sækja fyrir íslensku stelpurnar í kvöld gegn gríðarsterku liði Frakklands. Til að gera brekkuna töluvert brattari þá skoruðu Frakkar fyrsta mark leiksins strax áður en fyrsta mínúta leiksins var liðin. 18. júlí 2022 21:50
Twitter um leikinn við Frakka: „Takk stelpur“ Ísland átti séns á að komast áfram í 8-liða úrslit á EM 2022 í Englandi þegar leikið var við sterkt lið Frakka sem þó gerði sex breytingar á liði sínu. Leikurinn endaði 1-1 en Belgar unnu Ítali og því eru Stelpurnar okkar úr leik. Twitter þjóðin var að sjálfsögðu með sínar skoðanir á því sem fór fram. 18. júlí 2022 21:30
Umfjöllun: Ísland-Frakkland 1-1 | Stelpurnar okkar úr leik eftir hetjulega baráttu Ísland er úr leik á EM kvenna í fótbolta eftir 1-1 jafntefli gegn Frakklandi í síðasta liðsins í D-riðli. Franska markið kom á fyrstu mínútu á meðan Ísland jafnaði þegar tæplega 100 mínútur höfðu verið spilaðar. Hetjuleg barátta í dag dugði ekki til og Ísland endar í 3. sæti D-riðils. 18. júlí 2022 21:15