Hálfur milljarður í hagnað á öðrum ársfjórðungi Bjarki Sigurðsson skrifar 21. júlí 2022 16:26 Heildartekjur félagsins námu 42,5 milljörðum króna. Vísir/Vilhelm Icelandair skilar um hálfum milljarði í hagnað á öðrum ársfjórðungi 2022. Lausafjárstaða félagsins hefur aldrei verið sterkari og nam 61,6 milljörðum króna í lok júní. Þetta kemur fram í uppgjöri Icelandair sem birt var í Kauphöllinni rétt í þessu. Heildartekjur flugfélagsins námu 42,5 milljörðum króna sem er aukning um 32,5 milljarða króna frá árinu á undan. Sætanýting félagsins hefur farið úr 47,3 prósentum í 78,5 prósent á milli ára. Hátt í eitt þúsund starfsmenn voru ráðnir til starfa hjá Icelandair á þessum öðrum ársfjórðungi og var samningur um tvær Boeing 737 Max flugvélar undirritaður ásamt viljayfirlýsingu um fjórar vélar til viðbótar. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair.Vísir/Vilhelm Að skila hagnaði á öðrum ársfjórðungi er stór áfangi á vegferð okkar að koma félaginu í arðbæran rekstur. Með því að nýta sveigjanleika leiðakerfisins og þá sterku innviði sem við búum yfir höfum við aukið flugframboð hratt til að mæta mikilli eftirspurn og á sama tíma náð að bæta sætanýtingu og framlegð, þrátt fyrir að eldsneytisverð hafi meira en tvöfaldast á síðastliðnum 12 mánuðum. Slíkur viðsnúningur gerist ekki af sjálfu sér heldur er árangur þrotlausrar vinnu okkar reynslumikla starfsfólks sem hefur staðið sig frábærlega í mjög krefjandi aðstæðum. Ég vil þakka starfsfólkinu okkar þennan góða árangur,“ segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair. Hann segir flugfélagið hafa staðið frammi fyrir ýmsum áskorunum á fjórðungnum en líkt og Vísir hefur greint frá hafa meðal annars verið miklar tafir á flugvöllum vegna manneklu. Bogi segir að Icelandair sé hins vegar í góðri stöðu til að bregðast við slíkum röskunum. „Horfurnar fyrir þriðja ársfjórðung eru góðar og bókunarstaða sterk. Við gerum ráð fyrir að flugáætlun okkar í þriðja ársfjórðungi muni ná 83 prósent af framboði félagsins á sama tíma 2019 og um 90 prósent af framboðinu 2019 í fjórða ársfjórðungi, þrátt fyrir að óvissa ríki enn í rekstrarumhverfinu. Það er ánægjulegt að sjá mikla eftirspurn eftir ferðum til Íslands og að vægi tengifarþega sé jafnframt að aukast,“ segir Bogi. Fréttir af flugi Icelandair Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Þetta kemur fram í uppgjöri Icelandair sem birt var í Kauphöllinni rétt í þessu. Heildartekjur flugfélagsins námu 42,5 milljörðum króna sem er aukning um 32,5 milljarða króna frá árinu á undan. Sætanýting félagsins hefur farið úr 47,3 prósentum í 78,5 prósent á milli ára. Hátt í eitt þúsund starfsmenn voru ráðnir til starfa hjá Icelandair á þessum öðrum ársfjórðungi og var samningur um tvær Boeing 737 Max flugvélar undirritaður ásamt viljayfirlýsingu um fjórar vélar til viðbótar. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair.Vísir/Vilhelm Að skila hagnaði á öðrum ársfjórðungi er stór áfangi á vegferð okkar að koma félaginu í arðbæran rekstur. Með því að nýta sveigjanleika leiðakerfisins og þá sterku innviði sem við búum yfir höfum við aukið flugframboð hratt til að mæta mikilli eftirspurn og á sama tíma náð að bæta sætanýtingu og framlegð, þrátt fyrir að eldsneytisverð hafi meira en tvöfaldast á síðastliðnum 12 mánuðum. Slíkur viðsnúningur gerist ekki af sjálfu sér heldur er árangur þrotlausrar vinnu okkar reynslumikla starfsfólks sem hefur staðið sig frábærlega í mjög krefjandi aðstæðum. Ég vil þakka starfsfólkinu okkar þennan góða árangur,“ segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair. Hann segir flugfélagið hafa staðið frammi fyrir ýmsum áskorunum á fjórðungnum en líkt og Vísir hefur greint frá hafa meðal annars verið miklar tafir á flugvöllum vegna manneklu. Bogi segir að Icelandair sé hins vegar í góðri stöðu til að bregðast við slíkum röskunum. „Horfurnar fyrir þriðja ársfjórðung eru góðar og bókunarstaða sterk. Við gerum ráð fyrir að flugáætlun okkar í þriðja ársfjórðungi muni ná 83 prósent af framboði félagsins á sama tíma 2019 og um 90 prósent af framboðinu 2019 í fjórða ársfjórðungi, þrátt fyrir að óvissa ríki enn í rekstrarumhverfinu. Það er ánægjulegt að sjá mikla eftirspurn eftir ferðum til Íslands og að vægi tengifarþega sé jafnframt að aukast,“ segir Bogi.
Fréttir af flugi Icelandair Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira