Sjáðu mörkin, rauðu spjöldin, vítin og lætin þegar Blikar og Víkingar unnu Sindri Sverrisson skrifar 22. júlí 2022 14:25 Það var lítill vinskapur með leikmönnum Buducnost og Breiðabliks í gærkvöld og fróðlegt verður að fylgjast með seinni leik liðanna í Svartfjallalandi næsta fimmtudagskvöld. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Breiðablik og Víkingur unnu bæði góða 2-0 sigra í Sambandsdeild Evrópu í gærkvöld. Hitinn var öllu meiri í Kópavogi en í Fossvogi og fór rauða spjaldið þrisvar á loft auk þess sem litlu munaði að upp úr syði í leikslok. Breiðablik vann Buducnost frá Svartfjallalandi og eins og fram hefur komið var framkoma gestanna ekki til fyrirmyndar. Þeir voru líka ósáttir við dómgæsluna í leiknum en tveir leikmenn Buducnost voru reknir af velli sem og þjálfarinn. Andrija Raznatovic fékk rautt spjald á 55. mínútu fyrir að slá Jason Daða Svanþórsson í andlitið og Luka Mirkovic fékk svo tvö gul spjöld með skömmu millibili fyrir brot á Jasoni Daða þegar enn voru tuttugu mínútur til leiksloka. Í uppbótartíma fékk svo þjálfarinn Aleksandar Nedovic rautt spjald, rétt eftir að Kristinn Steindórsson hafði komið Blikum yfir. Þá var enn tími fyrir Höskuld Gunnlaugsson til að skora afar mikilvægt mark úr vítaspyrnu sem Oliver Sigurjónsson krækti í. Mörkin, rauðu spjöldin og læti eftir leik í Kópavogi má sjá hér að neðan. Klippa: Mörkin og lætin í leik Breiðabliks og Buducnost Blikar fara því með 2-0 forskot til Svartfjallalands þar sem heimamenn verða án 3.000 stuðningsmanna vegna refsingar UEFA í kjölfar óláta á síðasta heimaleik þeirra. Víkingar unnu einnig 2-0 sigur og það án þess að rauða spjaldið færi nokkru sinni á loft. Gestirnir frá Wales, The New Saints, urðu að sætta sig við að Víkingar fengju tvær vítaspyrnur sem Kristall Máni Ingason skoraði úr. Kristall viðurkenndi sjálfur eftir leik að seinni vítaspyrnudómurinn hefði kannski ekki verið sérlega verðskuldaður en vítin má sjá hér að neðan. Klippa: Vítin og mörkin hjá Víkingi gegn TNS Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Víkingur Reykjavík Fótbolti Tengdar fréttir Lögregla brást við látunum í Kópavogi en Blikar halda óhræddir út Fulltrúi UEFA var jákvæður eftir leik varðandi öryggisgæslu Breiðabliks á hitaleiknum við svartfellska liðið Buducnost í gærkvöld. Lögregla fylgdist með stuðningsmönnum gestanna og kom inn á völlinn þegar læti urðu í leikslok. 22. júlí 2022 09:16 Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Sjá meira
Breiðablik vann Buducnost frá Svartfjallalandi og eins og fram hefur komið var framkoma gestanna ekki til fyrirmyndar. Þeir voru líka ósáttir við dómgæsluna í leiknum en tveir leikmenn Buducnost voru reknir af velli sem og þjálfarinn. Andrija Raznatovic fékk rautt spjald á 55. mínútu fyrir að slá Jason Daða Svanþórsson í andlitið og Luka Mirkovic fékk svo tvö gul spjöld með skömmu millibili fyrir brot á Jasoni Daða þegar enn voru tuttugu mínútur til leiksloka. Í uppbótartíma fékk svo þjálfarinn Aleksandar Nedovic rautt spjald, rétt eftir að Kristinn Steindórsson hafði komið Blikum yfir. Þá var enn tími fyrir Höskuld Gunnlaugsson til að skora afar mikilvægt mark úr vítaspyrnu sem Oliver Sigurjónsson krækti í. Mörkin, rauðu spjöldin og læti eftir leik í Kópavogi má sjá hér að neðan. Klippa: Mörkin og lætin í leik Breiðabliks og Buducnost Blikar fara því með 2-0 forskot til Svartfjallalands þar sem heimamenn verða án 3.000 stuðningsmanna vegna refsingar UEFA í kjölfar óláta á síðasta heimaleik þeirra. Víkingar unnu einnig 2-0 sigur og það án þess að rauða spjaldið færi nokkru sinni á loft. Gestirnir frá Wales, The New Saints, urðu að sætta sig við að Víkingar fengju tvær vítaspyrnur sem Kristall Máni Ingason skoraði úr. Kristall viðurkenndi sjálfur eftir leik að seinni vítaspyrnudómurinn hefði kannski ekki verið sérlega verðskuldaður en vítin má sjá hér að neðan. Klippa: Vítin og mörkin hjá Víkingi gegn TNS
Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Víkingur Reykjavík Fótbolti Tengdar fréttir Lögregla brást við látunum í Kópavogi en Blikar halda óhræddir út Fulltrúi UEFA var jákvæður eftir leik varðandi öryggisgæslu Breiðabliks á hitaleiknum við svartfellska liðið Buducnost í gærkvöld. Lögregla fylgdist með stuðningsmönnum gestanna og kom inn á völlinn þegar læti urðu í leikslok. 22. júlí 2022 09:16 Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Sjá meira
Lögregla brást við látunum í Kópavogi en Blikar halda óhræddir út Fulltrúi UEFA var jákvæður eftir leik varðandi öryggisgæslu Breiðabliks á hitaleiknum við svartfellska liðið Buducnost í gærkvöld. Lögregla fylgdist með stuðningsmönnum gestanna og kom inn á völlinn þegar læti urðu í leikslok. 22. júlí 2022 09:16