Druslugangan haldin í dag: „Það er hiti og fólk er tilbúið að berjast“ Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 23. júlí 2022 13:19 Inga Hrönn er einn af skipuleggjendum göngunnar. Druslugangan verður haldin í dag í fyrsta skipti eftir tveggja ára hlé í heimsfaraldri. Gengið verður frá Hallgrímskirkju klukkan tvö í dag og niður á Austurvöll þar sem efnt verður til samstöðufundar með ræðuhaldi og tónlistarflutningi. Inga Hrönn Jónsdóttir er einn af skipuleggjendum göngunnar. Hún segir hana tímabæra og tala beint inn í ástand samfélagsins í dag. „Já, klárlega. Það er náttúrulega búin að vera þessi MeToo-bylgja núna í svoldið langan tíma. Og það er reiði í samfélaginu, það er hiti og fólk er tilbúið að berjast. Og það eru búin að vera mikil læti. Þannig að ég held svona að við séum allavega að hitta á mjög góðan tíma,“ segir Inga Hrönn. Verður margmenni þarna í dag? „Við erum að vona það allavega. Það náttúrulega var ekki ganga síðustu tvö ár og árið þar á undan var mætingin svona aðeins farin að dvína en við erum að vona að fólk sé spennt að mæta núna þegar það er búið að vera tveggja ára hlé,“ segir Inga Hrönn. Í ár er gengið til að vekja athygli á valdaójafnvægi í samfélaginu. „Við erum að reyna að sýna fram á hvað það birtist á mörgum mismunandi sviðum. Samfélagið hefur verið að sjá valdaójafnvægi undanfarið til dæmis með frægu strákana og fótboltamennina og allt þetta. En svo erum við að reyna að varpa ljósi á að þetta er á miklu fleiri stöðum. Það eru yfirmenn og það er valdaójafnvægi á milli einstaklings sem er fatlaður og einstaklings sem er ekki fatlaður. Við erum að reyna að sýna fram á að þetta er alls staðar í samfélaginu,“ segir Inga Hrönn. Á Austurvelli halda þrjár konur ræður og síðan koma fram þrjú tónlistaratriði. Druslugangan Reykjavík MeToo Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fleiri fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Sjá meira
Inga Hrönn Jónsdóttir er einn af skipuleggjendum göngunnar. Hún segir hana tímabæra og tala beint inn í ástand samfélagsins í dag. „Já, klárlega. Það er náttúrulega búin að vera þessi MeToo-bylgja núna í svoldið langan tíma. Og það er reiði í samfélaginu, það er hiti og fólk er tilbúið að berjast. Og það eru búin að vera mikil læti. Þannig að ég held svona að við séum allavega að hitta á mjög góðan tíma,“ segir Inga Hrönn. Verður margmenni þarna í dag? „Við erum að vona það allavega. Það náttúrulega var ekki ganga síðustu tvö ár og árið þar á undan var mætingin svona aðeins farin að dvína en við erum að vona að fólk sé spennt að mæta núna þegar það er búið að vera tveggja ára hlé,“ segir Inga Hrönn. Í ár er gengið til að vekja athygli á valdaójafnvægi í samfélaginu. „Við erum að reyna að sýna fram á hvað það birtist á mörgum mismunandi sviðum. Samfélagið hefur verið að sjá valdaójafnvægi undanfarið til dæmis með frægu strákana og fótboltamennina og allt þetta. En svo erum við að reyna að varpa ljósi á að þetta er á miklu fleiri stöðum. Það eru yfirmenn og það er valdaójafnvægi á milli einstaklings sem er fatlaður og einstaklings sem er ekki fatlaður. Við erum að reyna að sýna fram á að þetta er alls staðar í samfélaginu,“ segir Inga Hrönn. Á Austurvelli halda þrjár konur ræður og síðan koma fram þrjú tónlistaratriði.
Druslugangan Reykjavík MeToo Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fleiri fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Sjá meira