Segir síðasta ár hafa verið gott fyrir álverin en þetta ár verði enn betra Kristján Már Unnarsson skrifar 6. ágúst 2022 22:10 Einar Þorsteinsson er forstjóri Alcoa Fjarðaáls. Sigurjón Ólason Rekstur áliðnaðarins hérlendis hefur aldrei gengið eins vel og nú. Þrátt fyrir að verð á áli hafi á síðustu vikum sigið niður spáir forstjóri stærsta álversins, Alcoa Fjarðaáls, því að þetta ár verði ennþá betra en það síðasta. Í fréttum Stöðvar 2 var álver Alcoa heimsótt en það tók til starfa í Reyðarfirði árið 2007. Á þessum fimmtán ára rekstrartíma hafa verið sveiflur upp og niður. Uppsveiflan núna hefur þó aldrei verið eins há. „Síðasta ár í áliðnaðinum á Íslandi gekk afskaplega vel. Það gekk eiginlega svo vel að við sem erum í bransanum vorum í vandræðum með að hætta að barma okkur,“ segir Einar Þorsteinsson, forstjóri Alcoa Fjarðaáls. Fyrstu fjóra mánuði þessa árs árs hélst verð á áli um og yfir þrjúþúsund dollurum á tonnið, sem var sögulegt met. „Verðið fór mjög hátt, meira að segja skreið yfir fjögurþúsund dollarana. Þá fórum við að hafa miklar áhyggjur, því það getur síðan haft áhrif á heildareftirspurn eftir áli. Og það hafði líka þau áhrif að nú er verðið komið niður í þetta sem okkur finnst kannski eðlilegt verð, í kringum 2.400-2.500 dollara tonnið.“ Frá Alcoa Fjarðaáli á Reyðafirði. Orkuverð til þess er tengt heimsmarkaðsverði á áli.Arnar Halldórsson Þótt síðasta ár hafi fjárhagslega verið það besta segir Einar að tæknilega hafi Fjarðaál verið að glíma við erfiðleika í rekstri kerjanna. „Það er reyndar allt að horfa til bóta og er komið bara í mjög gott lag núna.“ Því er stundum fleygt í umræðunni að gróði álveranna fari allur úr landi. „Auðvitað fer arðurinn til eigandans. Það er bara eðli málsins samkvæmt.“ Einar segir að hellingur verði þó eftir í landinu af yfir 300 milljarða króna veltu álveranna í fyrra. „Og af þessum 300 milljörðum urðu 125 milljarðar eftir á Íslandi. Og þar af um helmingur beint í orkufyrirtækin og flutningsfyrirtæki á orku. Yfir 20 milljarðar beint í launagreiðslur og hellingur í viðbót sem fór til birgja, verktaka og annarra, sem eru að vinna í það sem við köllum álklásanum.“ Þegar spurt er um horfurnar segist Einar hafa spáð því á aðalfundi Samáls í vor að góðærið héldi áfram í áliðnaðinum á þessu ári. „Ég ætti von á því að þetta gæti orðið enn betra. Ég trúi því ennþá,“ segir forstjóri Alcoa Fjarðaáls. Hér að neðan má sjá frétt Stöðvar 2 Áliðnaður Fjarðabyggð Stóriðja Efnahagsmál Landsvirkjun Orkumál Tengdar fréttir Miklar hækkanir á álverði skilar Norðuráli hagnaði upp á tíu milljarða Miklar verðhækkanir á álverði á heimsmarkaði skiluðu sér í því að tekjur Norðuráls á Grundartanga jukust um 39 prósent á árinu 2021 og námu samtals 791 milljónum Bandaríkjadala, jafnvirði um 103 milljarða króna. Mikil umskipti voru í afkomu álversins sem hagnaðist um 79,4 milljónir dala eftir skatta borið saman við tap upp á tæplega 9 milljónir dala á árinu 2020. 16. apríl 2022 12:55 Heimsmarkaðsverð á áli orðið ævintýralega hátt Heimsmarkaðsverð á áli fór í gær í 3.850 dollara tonnið. Þetta er langhæsta álverð sögunnar. Álmarkaðir hafa heldur róast framan af degi og verðið sigið niður, fór niður í 3.740 dollara í morgun og var komið niður undir 3.500 dollara um hádegisbil. 8. mars 2022 12:24 Stórbætt afkoma gerir Landsvirkjun kleift að greiða 15 milljarða króna arð Stjórn Landsvirkjun mun leggja til að greiddur verði út arður að fjárhæð 15 milljarðar króna eftir umtalsverðan aukningu á bæði tekjum og hagnaði á síðasta ári. Þetta kemur fram í uppgjörstilkynningu Landsvirkjunar fyrir árið 2021. 18. febrúar 2022 15:21 Einar tekur við sem forstjóri Alcoa Fjarðaráls Einar Þorsteinsson hefur verið ráðinn nýr forstjóri Alcoa Fjarðaáls og tekur við stöðunni þann 1. desember. Tor Arne Berg hefur sinnt starfinu síðastliðin tvö ár en hún snýr aftur til Noregs í nýtt starf hjá Alcoa. 17. nóvember 2021 15:43 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var álver Alcoa heimsótt en það tók til starfa í Reyðarfirði árið 2007. Á þessum fimmtán ára rekstrartíma hafa verið sveiflur upp og niður. Uppsveiflan núna hefur þó aldrei verið eins há. „Síðasta ár í áliðnaðinum á Íslandi gekk afskaplega vel. Það gekk eiginlega svo vel að við sem erum í bransanum vorum í vandræðum með að hætta að barma okkur,“ segir Einar Þorsteinsson, forstjóri Alcoa Fjarðaáls. Fyrstu fjóra mánuði þessa árs árs hélst verð á áli um og yfir þrjúþúsund dollurum á tonnið, sem var sögulegt met. „Verðið fór mjög hátt, meira að segja skreið yfir fjögurþúsund dollarana. Þá fórum við að hafa miklar áhyggjur, því það getur síðan haft áhrif á heildareftirspurn eftir áli. Og það hafði líka þau áhrif að nú er verðið komið niður í þetta sem okkur finnst kannski eðlilegt verð, í kringum 2.400-2.500 dollara tonnið.“ Frá Alcoa Fjarðaáli á Reyðafirði. Orkuverð til þess er tengt heimsmarkaðsverði á áli.Arnar Halldórsson Þótt síðasta ár hafi fjárhagslega verið það besta segir Einar að tæknilega hafi Fjarðaál verið að glíma við erfiðleika í rekstri kerjanna. „Það er reyndar allt að horfa til bóta og er komið bara í mjög gott lag núna.“ Því er stundum fleygt í umræðunni að gróði álveranna fari allur úr landi. „Auðvitað fer arðurinn til eigandans. Það er bara eðli málsins samkvæmt.“ Einar segir að hellingur verði þó eftir í landinu af yfir 300 milljarða króna veltu álveranna í fyrra. „Og af þessum 300 milljörðum urðu 125 milljarðar eftir á Íslandi. Og þar af um helmingur beint í orkufyrirtækin og flutningsfyrirtæki á orku. Yfir 20 milljarðar beint í launagreiðslur og hellingur í viðbót sem fór til birgja, verktaka og annarra, sem eru að vinna í það sem við köllum álklásanum.“ Þegar spurt er um horfurnar segist Einar hafa spáð því á aðalfundi Samáls í vor að góðærið héldi áfram í áliðnaðinum á þessu ári. „Ég ætti von á því að þetta gæti orðið enn betra. Ég trúi því ennþá,“ segir forstjóri Alcoa Fjarðaáls. Hér að neðan má sjá frétt Stöðvar 2
Áliðnaður Fjarðabyggð Stóriðja Efnahagsmál Landsvirkjun Orkumál Tengdar fréttir Miklar hækkanir á álverði skilar Norðuráli hagnaði upp á tíu milljarða Miklar verðhækkanir á álverði á heimsmarkaði skiluðu sér í því að tekjur Norðuráls á Grundartanga jukust um 39 prósent á árinu 2021 og námu samtals 791 milljónum Bandaríkjadala, jafnvirði um 103 milljarða króna. Mikil umskipti voru í afkomu álversins sem hagnaðist um 79,4 milljónir dala eftir skatta borið saman við tap upp á tæplega 9 milljónir dala á árinu 2020. 16. apríl 2022 12:55 Heimsmarkaðsverð á áli orðið ævintýralega hátt Heimsmarkaðsverð á áli fór í gær í 3.850 dollara tonnið. Þetta er langhæsta álverð sögunnar. Álmarkaðir hafa heldur róast framan af degi og verðið sigið niður, fór niður í 3.740 dollara í morgun og var komið niður undir 3.500 dollara um hádegisbil. 8. mars 2022 12:24 Stórbætt afkoma gerir Landsvirkjun kleift að greiða 15 milljarða króna arð Stjórn Landsvirkjun mun leggja til að greiddur verði út arður að fjárhæð 15 milljarðar króna eftir umtalsverðan aukningu á bæði tekjum og hagnaði á síðasta ári. Þetta kemur fram í uppgjörstilkynningu Landsvirkjunar fyrir árið 2021. 18. febrúar 2022 15:21 Einar tekur við sem forstjóri Alcoa Fjarðaráls Einar Þorsteinsson hefur verið ráðinn nýr forstjóri Alcoa Fjarðaáls og tekur við stöðunni þann 1. desember. Tor Arne Berg hefur sinnt starfinu síðastliðin tvö ár en hún snýr aftur til Noregs í nýtt starf hjá Alcoa. 17. nóvember 2021 15:43 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
Miklar hækkanir á álverði skilar Norðuráli hagnaði upp á tíu milljarða Miklar verðhækkanir á álverði á heimsmarkaði skiluðu sér í því að tekjur Norðuráls á Grundartanga jukust um 39 prósent á árinu 2021 og námu samtals 791 milljónum Bandaríkjadala, jafnvirði um 103 milljarða króna. Mikil umskipti voru í afkomu álversins sem hagnaðist um 79,4 milljónir dala eftir skatta borið saman við tap upp á tæplega 9 milljónir dala á árinu 2020. 16. apríl 2022 12:55
Heimsmarkaðsverð á áli orðið ævintýralega hátt Heimsmarkaðsverð á áli fór í gær í 3.850 dollara tonnið. Þetta er langhæsta álverð sögunnar. Álmarkaðir hafa heldur róast framan af degi og verðið sigið niður, fór niður í 3.740 dollara í morgun og var komið niður undir 3.500 dollara um hádegisbil. 8. mars 2022 12:24
Stórbætt afkoma gerir Landsvirkjun kleift að greiða 15 milljarða króna arð Stjórn Landsvirkjun mun leggja til að greiddur verði út arður að fjárhæð 15 milljarðar króna eftir umtalsverðan aukningu á bæði tekjum og hagnaði á síðasta ári. Þetta kemur fram í uppgjörstilkynningu Landsvirkjunar fyrir árið 2021. 18. febrúar 2022 15:21
Einar tekur við sem forstjóri Alcoa Fjarðaráls Einar Þorsteinsson hefur verið ráðinn nýr forstjóri Alcoa Fjarðaáls og tekur við stöðunni þann 1. desember. Tor Arne Berg hefur sinnt starfinu síðastliðin tvö ár en hún snýr aftur til Noregs í nýtt starf hjá Alcoa. 17. nóvember 2021 15:43