Jones gert að greiða fjölskyldu drengs sem drepinn var í Sandy Hook 4,1 milljón Eiður Þór Árnason skrifar 4. ágúst 2022 23:56 Alex Jones situr nú í súpunni vegna ummæla sinna um Sandy Hook árásina. Getty/Drew Angerer Alex Jones þarf að greiða minnst 4,1 milljón bandaríkjadala til fjölskyldu sex ára drengs sem var drepinn í skotárásinni í Sandy Hook grunnskólanum vegna þeirrar þjáningar sem hann, og fjölmiðill hans Infowars, olli fjölskyldunni með því að dreifa lygum um ódæðið. Áður hafði dómari úrskurðað að Jones væri lagalega ábyrgur gagnvart samsæriskenningum sem hann hafi dreift um fjöldamorðið í grunnskólanum sem átti sér stað í september árið 2012. Hann hefur ítrekað verið sakaður um að valda foreldrum fórnarlambanna skaða með áróðri sínum og samsæriskenningum um fjöldamorðið sem spanna árabil. Scarlett Lewis og Neil Heslin, foreldrar Jesse sem var skotinn til bana ásamt nítján samnemendum sínum og sex kennurum við grunnskólann í Connecticut, höfðu farið fram á 150 milljóna bandaríkjadala greiðslu vegna ærumeiðinga og þeirrar tilfinningalegu kvalar sem Jones á að hafa valdið þeim af ásettu ráði. Greint er frá þessu í frétt NBC News. Gæti einnig þurft að greiða refsibætur Alex Jones hefur ítrekað ýjað að því að skotárásin í Sandy Hook væri tilbúningur en viðurkenndi síðar að ódæðið hafi átt sér stað. Verjandi hans bað kviðdóminn um að færa Heslin og Lewis einungis einn bandaríkjadal. Kviðdómurinn á enn eftir að úrskurða um hvort Jones verði að auki gert að greiða refsibætur vegna brota sinna. Jones hefur lýst lögsókninni sem árás á þau réttindi sem honum séu tryggð í fyrsta viðauka stjórnarskrár Bandaríkjanna sem kveður meðal annars á um að stjórnvöldum sé bannað að skerða tjáningarfrelsi. Verjandi hans sagði Jones hafa fengið að gjalda fyrir mistök sín þegar hann missti milljónir fylgjenda á samfélagsmiðlum eftir að stjórnendur miðlanna lokuðu síðum á vegum hans og Infowars. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Skotárás í Sandy Hook-grunnskólanum Tengdar fréttir Samsæriskenningasmiður sekur um meiðyrði Samsæriskenningasmiðurinn Alex Jones var í dag fundinn sekur í fjórum meiðyrðamálum sem aðstandendur barna sem létust í árásinni á Sandy Hook skólann höfðuðu gegn honum. 15. nóvember 2021 21:56 Alex Jones ábyrgur vegna samsæriskenninga sinna um árásina í Sandy Hook Alex Jones er lagalega ábyrgur gagnvart samsæriskenningum um fjöldamorðið í Sandy Hook árið 2012. Hann mun því þurfa að borga skaðabætur til foreldra barna sem voru myrt í árásinni. Hann hefur ítrekað verið sakaður um að valda foreldrum skaða með áróðri sínum og samsæriskenningum um fjöldamorðið sem spanna árabil. 1. október 2021 12:08 Mest lesið „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Fleiri fréttir Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Sjá meira
Áður hafði dómari úrskurðað að Jones væri lagalega ábyrgur gagnvart samsæriskenningum sem hann hafi dreift um fjöldamorðið í grunnskólanum sem átti sér stað í september árið 2012. Hann hefur ítrekað verið sakaður um að valda foreldrum fórnarlambanna skaða með áróðri sínum og samsæriskenningum um fjöldamorðið sem spanna árabil. Scarlett Lewis og Neil Heslin, foreldrar Jesse sem var skotinn til bana ásamt nítján samnemendum sínum og sex kennurum við grunnskólann í Connecticut, höfðu farið fram á 150 milljóna bandaríkjadala greiðslu vegna ærumeiðinga og þeirrar tilfinningalegu kvalar sem Jones á að hafa valdið þeim af ásettu ráði. Greint er frá þessu í frétt NBC News. Gæti einnig þurft að greiða refsibætur Alex Jones hefur ítrekað ýjað að því að skotárásin í Sandy Hook væri tilbúningur en viðurkenndi síðar að ódæðið hafi átt sér stað. Verjandi hans bað kviðdóminn um að færa Heslin og Lewis einungis einn bandaríkjadal. Kviðdómurinn á enn eftir að úrskurða um hvort Jones verði að auki gert að greiða refsibætur vegna brota sinna. Jones hefur lýst lögsókninni sem árás á þau réttindi sem honum séu tryggð í fyrsta viðauka stjórnarskrár Bandaríkjanna sem kveður meðal annars á um að stjórnvöldum sé bannað að skerða tjáningarfrelsi. Verjandi hans sagði Jones hafa fengið að gjalda fyrir mistök sín þegar hann missti milljónir fylgjenda á samfélagsmiðlum eftir að stjórnendur miðlanna lokuðu síðum á vegum hans og Infowars.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Skotárás í Sandy Hook-grunnskólanum Tengdar fréttir Samsæriskenningasmiður sekur um meiðyrði Samsæriskenningasmiðurinn Alex Jones var í dag fundinn sekur í fjórum meiðyrðamálum sem aðstandendur barna sem létust í árásinni á Sandy Hook skólann höfðuðu gegn honum. 15. nóvember 2021 21:56 Alex Jones ábyrgur vegna samsæriskenninga sinna um árásina í Sandy Hook Alex Jones er lagalega ábyrgur gagnvart samsæriskenningum um fjöldamorðið í Sandy Hook árið 2012. Hann mun því þurfa að borga skaðabætur til foreldra barna sem voru myrt í árásinni. Hann hefur ítrekað verið sakaður um að valda foreldrum skaða með áróðri sínum og samsæriskenningum um fjöldamorðið sem spanna árabil. 1. október 2021 12:08 Mest lesið „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Fleiri fréttir Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Sjá meira
Samsæriskenningasmiður sekur um meiðyrði Samsæriskenningasmiðurinn Alex Jones var í dag fundinn sekur í fjórum meiðyrðamálum sem aðstandendur barna sem létust í árásinni á Sandy Hook skólann höfðuðu gegn honum. 15. nóvember 2021 21:56
Alex Jones ábyrgur vegna samsæriskenninga sinna um árásina í Sandy Hook Alex Jones er lagalega ábyrgur gagnvart samsæriskenningum um fjöldamorðið í Sandy Hook árið 2012. Hann mun því þurfa að borga skaðabætur til foreldra barna sem voru myrt í árásinni. Hann hefur ítrekað verið sakaður um að valda foreldrum skaða með áróðri sínum og samsæriskenningum um fjöldamorðið sem spanna árabil. 1. október 2021 12:08