Heyrir sama munnsöfnuð núna og hann fékk fyrir þrjátíu árum Eiður Þór Árnason og Snorri Másson skrifa 5. ágúst 2022 21:46 Tónlistarmaðurinn Páll Óskar Hjálmtýsson segir að sjaldan hafi verið jafn mikilvægt að tala gegn hatri. Vísir/Vilhelm Gleðiganga Hinsegin daga er gengin á morgun og eru margir í óðaönn við að klára undirbúninginn fyrir stóra daginn. Einn þeirra er tónlistarmaðurinn Páll Óskar Hjálmtýsson sem stendur að venju í stórræðum á þessum tíma. Í ár er þemað tónleikar á hjólum. „Þetta verður svona klúbbagigg á hjólum, smá diskó, smá Mad Max: Fury Road. Ég er ekki að gera skúlptúr, þetta er kannski svolítið hrárra en venjulega en ég verð með fimmtíu dansara með mér hér til fulltingis. Dansara sem geta í alvörunni hreyft sig,“ sagði Páll Óskar í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann reyni að alltaf að toppa sig að einhverju leyti á hverju ári og fólk geti búið sig undir glæsilegt atriði þar sem öllu verði tjaldað til. Markmiðið sé að verða enn að þegar hann verði orðinn 83 ára gömul drottning árið 2075. Safnast saman við Hallgrímskirkju á morgun Palli segir að burt séð frá glamúrnum og sjónarspilinu sé meginmarkmið hans líkt og alltaf að breiða út jákvæðan og mikilvægan boðskap. „Það er engu líkara með þessi skýru skilaboð: Út með hatrið, inn með ástina, að við verðum stöðugt að vera á vaktinni með akkúrat þennan boðskap vegna þess að akkúrat núna er bakslag í gangi, við finnum fyrir því á eigin skinni.“ „Ég er að sjá það sjálfur einkum og sér í lagi á samfélagsmiðlum að transfólk og kynsegin fólk er núna að fá á sig nákvæmlega sama munnsöfnuð og ég fékk á mig fyrir þrjátíu árum síðan. Ég athuga kannski Youtube og skrifa kannski transgender og þá gossar yfir mann einhver ógeðsboðskapur þar sem transfólki er fundið allt til foráttu. Sömu skilaboðin og ég fékk: „Hvernig veistu hvað þú vilt þegar þú ert sautján ára? Hvernig veistu hvað þú vilt þegar þú ert barn? Er þetta ekki bara einhver athyglissýki í þér?““ Páll Óskar segir að þau sem vilji mótmæla þessum þankagangi og munnsöfnuði eigi að mæta við Hallgrímskirkju klukkan 13 á morgun þar sem þátttakendur í gleðigöngu Hinsegin daga muni safnast saman og leggja af stað klukkan 14. Þaðan verður gengið eftir Skólavörðustíg, Bankastræti, Lækjargötu, Fríkirkjuvegi og endað á Sóleyjargötu við Hljómskálagarðinn þar sem útitónleikar taka við. Hinsegin Reykjavík Tengdar fréttir Sérstaklega mikilvægt að halda Hinsegin daga í ljósi bakslags Hinsegin dagar voru settir í dag með regnbogamálun í miðborginni þegar Bankastræti var breytt í regnbogastræti. Dagskráin er fjölbreytt á þessari fyrstu hátíð eftir kórónuveirufaraldurinn og nær hámarki á laugardag með Gleðigöngunni og útihátíð í Hljómskálagarðinum. 2. ágúst 2022 21:30 Lag Hinsegin daga lítur dagsins ljós Næs, lag Hinsegin daga 2022 kom út í morgun. Lagið flytur Bjarni Snæbjörnsson en það var upphaflega samið fyrir söngleikinn Góðan daginn, faggi sem sýndur hefur verið í Þjóðleikhúsinu. Daði Freyr úr Gagnamagninu gerði taktinn og Sigga Beinteins og Sigga Eyrún syngja bakraddir. Hinsegin dagar fara fram 2. - 7. ágúst næstkomandi 30. júlí 2022 14:03 Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Fleiri fréttir Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Sjá meira
„Þetta verður svona klúbbagigg á hjólum, smá diskó, smá Mad Max: Fury Road. Ég er ekki að gera skúlptúr, þetta er kannski svolítið hrárra en venjulega en ég verð með fimmtíu dansara með mér hér til fulltingis. Dansara sem geta í alvörunni hreyft sig,“ sagði Páll Óskar í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann reyni að alltaf að toppa sig að einhverju leyti á hverju ári og fólk geti búið sig undir glæsilegt atriði þar sem öllu verði tjaldað til. Markmiðið sé að verða enn að þegar hann verði orðinn 83 ára gömul drottning árið 2075. Safnast saman við Hallgrímskirkju á morgun Palli segir að burt séð frá glamúrnum og sjónarspilinu sé meginmarkmið hans líkt og alltaf að breiða út jákvæðan og mikilvægan boðskap. „Það er engu líkara með þessi skýru skilaboð: Út með hatrið, inn með ástina, að við verðum stöðugt að vera á vaktinni með akkúrat þennan boðskap vegna þess að akkúrat núna er bakslag í gangi, við finnum fyrir því á eigin skinni.“ „Ég er að sjá það sjálfur einkum og sér í lagi á samfélagsmiðlum að transfólk og kynsegin fólk er núna að fá á sig nákvæmlega sama munnsöfnuð og ég fékk á mig fyrir þrjátíu árum síðan. Ég athuga kannski Youtube og skrifa kannski transgender og þá gossar yfir mann einhver ógeðsboðskapur þar sem transfólki er fundið allt til foráttu. Sömu skilaboðin og ég fékk: „Hvernig veistu hvað þú vilt þegar þú ert sautján ára? Hvernig veistu hvað þú vilt þegar þú ert barn? Er þetta ekki bara einhver athyglissýki í þér?““ Páll Óskar segir að þau sem vilji mótmæla þessum þankagangi og munnsöfnuði eigi að mæta við Hallgrímskirkju klukkan 13 á morgun þar sem þátttakendur í gleðigöngu Hinsegin daga muni safnast saman og leggja af stað klukkan 14. Þaðan verður gengið eftir Skólavörðustíg, Bankastræti, Lækjargötu, Fríkirkjuvegi og endað á Sóleyjargötu við Hljómskálagarðinn þar sem útitónleikar taka við.
Hinsegin Reykjavík Tengdar fréttir Sérstaklega mikilvægt að halda Hinsegin daga í ljósi bakslags Hinsegin dagar voru settir í dag með regnbogamálun í miðborginni þegar Bankastræti var breytt í regnbogastræti. Dagskráin er fjölbreytt á þessari fyrstu hátíð eftir kórónuveirufaraldurinn og nær hámarki á laugardag með Gleðigöngunni og útihátíð í Hljómskálagarðinum. 2. ágúst 2022 21:30 Lag Hinsegin daga lítur dagsins ljós Næs, lag Hinsegin daga 2022 kom út í morgun. Lagið flytur Bjarni Snæbjörnsson en það var upphaflega samið fyrir söngleikinn Góðan daginn, faggi sem sýndur hefur verið í Þjóðleikhúsinu. Daði Freyr úr Gagnamagninu gerði taktinn og Sigga Beinteins og Sigga Eyrún syngja bakraddir. Hinsegin dagar fara fram 2. - 7. ágúst næstkomandi 30. júlí 2022 14:03 Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Fleiri fréttir Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Sjá meira
Sérstaklega mikilvægt að halda Hinsegin daga í ljósi bakslags Hinsegin dagar voru settir í dag með regnbogamálun í miðborginni þegar Bankastræti var breytt í regnbogastræti. Dagskráin er fjölbreytt á þessari fyrstu hátíð eftir kórónuveirufaraldurinn og nær hámarki á laugardag með Gleðigöngunni og útihátíð í Hljómskálagarðinum. 2. ágúst 2022 21:30
Lag Hinsegin daga lítur dagsins ljós Næs, lag Hinsegin daga 2022 kom út í morgun. Lagið flytur Bjarni Snæbjörnsson en það var upphaflega samið fyrir söngleikinn Góðan daginn, faggi sem sýndur hefur verið í Þjóðleikhúsinu. Daði Freyr úr Gagnamagninu gerði taktinn og Sigga Beinteins og Sigga Eyrún syngja bakraddir. Hinsegin dagar fara fram 2. - 7. ágúst næstkomandi 30. júlí 2022 14:03