Reyndi að bjarga strönduðum dróna með dróna í Stuðlagili Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 9. ágúst 2022 15:29 Björgunaraðgerðirnar í fullum gangi. Skjáskot Hún heppnaðist ekki, björgunaraðgerð drónaflugmanns sem kom auga á strandaðan dróna á syllu í Stuðlagili í sumar. Drónaflugmaður sem gengur undir notendanafninu Man from Earth á YouTube birti um helgina myndband frá Íslandsferð hans, sem farin var í sumar. Notandinn sérhæfir sig í drónamyndböndum. Var hann við tökur á einu slíku í Stuðlagili þegar hann kom auga á dróna sem fastur var á syllu í gilinu. „Ég ákvað að bjarga þessum dróna,“ heyrist hann segja í myndbandinu. Þar má einnig sjá undirbúning hans fyrir björgunaraðgerðunum. Fólust þær í að taka skóreimar og herðatré til að útbúa eins krók sem hægt var að festa við dróna. Ætlunin var að nota þennan veiðibúnað, festa hann við annan dróna og freista þess að krækja í drónann sem var fastur. Í myndbandinu má sjá að að hinum svokallaða Man from Earth tókst að krækja í drónann sem var fastur. Svo virðist hins vegar vera að dróninn sem hann notaði við veiðina hafi ekki verið nógu öflugur til að hífa hinn drónann upp. Ekki vildi svo betur til en að í lokatilraun við að bjarga strandaða drónanum rakst krækjan í drónann, með þeim afleiðingum að hann flaug út í Jökulsá Dal. „Ralph, ef þú ert að horfa á þetta. Mér þykir þetta leitt“ Í myndbandinu má jafn framt sjá að sá sem tók það upp tók eftir því að merkimiði með nafninu Ralph var límdur aftan á drónann. „Ralph, ef þú ert að horfa á þetta. Mér þykir þetta leitt. Ég reyndi að hjálpa.“ Svo virðist sem að nokkuð algengt sé að drónar glatist við Stuðlagil. Lausleg leit að auglýsingum um týndan dróna í Stuðlagili skilaði þessum þræði á Reddit, þar sem gestir gilsins eru beðnir um að svipast um eftir dróna sem þar týndist í sumar. Í umræðunum við þráðinn má lesa að nokkrir kannist við að týnt dróna á svæðinu. Ferðamennska á Íslandi Múlaþing Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira
Drónaflugmaður sem gengur undir notendanafninu Man from Earth á YouTube birti um helgina myndband frá Íslandsferð hans, sem farin var í sumar. Notandinn sérhæfir sig í drónamyndböndum. Var hann við tökur á einu slíku í Stuðlagili þegar hann kom auga á dróna sem fastur var á syllu í gilinu. „Ég ákvað að bjarga þessum dróna,“ heyrist hann segja í myndbandinu. Þar má einnig sjá undirbúning hans fyrir björgunaraðgerðunum. Fólust þær í að taka skóreimar og herðatré til að útbúa eins krók sem hægt var að festa við dróna. Ætlunin var að nota þennan veiðibúnað, festa hann við annan dróna og freista þess að krækja í drónann sem var fastur. Í myndbandinu má sjá að að hinum svokallaða Man from Earth tókst að krækja í drónann sem var fastur. Svo virðist hins vegar vera að dróninn sem hann notaði við veiðina hafi ekki verið nógu öflugur til að hífa hinn drónann upp. Ekki vildi svo betur til en að í lokatilraun við að bjarga strandaða drónanum rakst krækjan í drónann, með þeim afleiðingum að hann flaug út í Jökulsá Dal. „Ralph, ef þú ert að horfa á þetta. Mér þykir þetta leitt“ Í myndbandinu má jafn framt sjá að sá sem tók það upp tók eftir því að merkimiði með nafninu Ralph var límdur aftan á drónann. „Ralph, ef þú ert að horfa á þetta. Mér þykir þetta leitt. Ég reyndi að hjálpa.“ Svo virðist sem að nokkuð algengt sé að drónar glatist við Stuðlagil. Lausleg leit að auglýsingum um týndan dróna í Stuðlagili skilaði þessum þræði á Reddit, þar sem gestir gilsins eru beðnir um að svipast um eftir dróna sem þar týndist í sumar. Í umræðunum við þráðinn má lesa að nokkrir kannist við að týnt dróna á svæðinu.
Ferðamennska á Íslandi Múlaþing Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira