Samkvæmt umfjöllun Reuters um málið hafa bresk hagsmunasamtök varað við því að með hækkandi orkukostnaði komi frekari fátækt nema að stjórnvöld grípi inn í. Skuldir Breta við orkufyrirtæki er sögð aldrei hafa verið meiri en einmitt nú.
Menntamálaráðherra Breta hafi sagt að hvalrekaskattur væri til skoðunar vegna gróða orkufyrirtækjanna í kjölfar hækkandi orkuverðs.
Meðalupphæðin sem heimilin skuldi orkufyrirtækjunum, 206 pund, hafi hækkað um tíu prósent á aðeins fjórum mánuðum, átta milljónir heimila hafi enga innistæðu hjá orkufyrirtækjum eins og vanalega á þessum árstíma. Innistæðan aðstoði heimilin vanalega við það að bera háan orkukostnað yfir vetrarmánuðina.