Tók banka í gíslingu til að geta tekið út sparifé sitt Magnús Jochum Pálsson skrifar 11. ágúst 2022 18:42 Hinn 42 ára Bassam al-Sheikh Hussein tók bankastarfsmenn í gíslingu til að geta tekið út sparifé af reikningi sínum. AP/Hussein Malla Maður tók banka í gíslingu í Beirút í dag til að krefjast þess að bankinn leyfði honum að taka út sparifé af læstum reikningi svo hann gæti borgað sjúkrareikninga föður síns. Mótmælendur hópuðust fyrir framan bankann til að krefjast þess að bankinn léti undan kröfum mannsins. Yfirvöld segja að Bassam al-Sheikh Hussein, 42 ára sendibílstjóri, hafi farið inn í bankann vopnaður haglabyssu og með bensínbrúsa. Hann hafi skotið þremur varúðarskotum út í loftið áður en hann læsti sig inn í hvelfingu bankans með tíu gíslum. Þar hótaði hann að kveikja í sér ef hann fengi ekki að taka út pening af læstum bankareikningi sínum sem hann ætlaði að nota til að greiða sjúkrareikninga föður síns. Mótmælandi krefst þess að bankinn verði við kröfum Hussein.AP/Hussein Malla Eftir margra klukkustunda samningaviðræður við bankann samþykkti Hussein tilboð frá bankanum sem fólst í því að hann fengi að taka út hluta af sparifé sínu ef hann sleppti gíslunum frjálsum. Gíslarnir fengu frelsi sitt og lögreglan handtók Hussein um leið og hann gekk út úr bankanum. Þá sakaði engan við gíslatökuna. Hins vegar fékk Hussein ekki peningana sem hann samdi um við bankann, að sögn lögmanns hans. Sparifé fólks fast inni í bönkum Líbanon Gíslatakan er nýjasti kaflinn í áframhaldandi efnahagskreppu Líbanon sem hefur staðið yfir undanfarin þrjú ár og rýrt gildi gjaldmiðils landsins um 90 prósent. Vegna þessa hafa févana bankar landsins sett ströng takmörk á úttektir fólks á reiðufé sem hefur valdið því að sparifé milljóna manna situr fast. Mótmælendur eiga í stimpingum við lögreglumenn fyrir utan bankann sem Hussein tók í gíslingu.AP/Hussein Malla Tugir mótmælenda söfnuðust saman fyrir bankann til að kyrja slagorð gegn bönkum landsins og líbönsku ríkisstjórninni í von um að Hussein fengi að taka út sparifé sitt. Það sem er líka merkilegt er að gíslatakan er ekki einsdæmi í Líbanon. Í janúar tók kaffihúsaeigandi líbanskan banka í gíslingu sem varð til þess að hann gat tekið út 50 þúsund dollara. Líbanon Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fleiri fréttir Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Sjá meira
Yfirvöld segja að Bassam al-Sheikh Hussein, 42 ára sendibílstjóri, hafi farið inn í bankann vopnaður haglabyssu og með bensínbrúsa. Hann hafi skotið þremur varúðarskotum út í loftið áður en hann læsti sig inn í hvelfingu bankans með tíu gíslum. Þar hótaði hann að kveikja í sér ef hann fengi ekki að taka út pening af læstum bankareikningi sínum sem hann ætlaði að nota til að greiða sjúkrareikninga föður síns. Mótmælandi krefst þess að bankinn verði við kröfum Hussein.AP/Hussein Malla Eftir margra klukkustunda samningaviðræður við bankann samþykkti Hussein tilboð frá bankanum sem fólst í því að hann fengi að taka út hluta af sparifé sínu ef hann sleppti gíslunum frjálsum. Gíslarnir fengu frelsi sitt og lögreglan handtók Hussein um leið og hann gekk út úr bankanum. Þá sakaði engan við gíslatökuna. Hins vegar fékk Hussein ekki peningana sem hann samdi um við bankann, að sögn lögmanns hans. Sparifé fólks fast inni í bönkum Líbanon Gíslatakan er nýjasti kaflinn í áframhaldandi efnahagskreppu Líbanon sem hefur staðið yfir undanfarin þrjú ár og rýrt gildi gjaldmiðils landsins um 90 prósent. Vegna þessa hafa févana bankar landsins sett ströng takmörk á úttektir fólks á reiðufé sem hefur valdið því að sparifé milljóna manna situr fast. Mótmælendur eiga í stimpingum við lögreglumenn fyrir utan bankann sem Hussein tók í gíslingu.AP/Hussein Malla Tugir mótmælenda söfnuðust saman fyrir bankann til að kyrja slagorð gegn bönkum landsins og líbönsku ríkisstjórninni í von um að Hussein fengi að taka út sparifé sitt. Það sem er líka merkilegt er að gíslatakan er ekki einsdæmi í Líbanon. Í janúar tók kaffihúsaeigandi líbanskan banka í gíslingu sem varð til þess að hann gat tekið út 50 þúsund dollara.
Líbanon Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fleiri fréttir Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Sjá meira