Björgunaraðgerðir tóku alls átta klukkutíma en maðurinn dvelur nú á spítala. Hann má eiga von á því að vera færður í fangaklefa um leið og heilsa hans er orðin betri.
Maðurinn var ekki einn að verki en talið er að þeir hafi alls verið fjórir í göngunum að grafa þegar þau hrundu. Þrír þeirra náðu að koma sér úr göngunum að sjálfsdáðum en tveir þeirra voru handteknir á staðnum.
Inngangur ganganna var í tómu verslunarhúsnæði sem mennirnir höfðu nýlega leigt en húsnæðið er nálægt tveimur bönkum. Íbúar í nágrenninu segja í samtali við BBC að þeir töldu að mennirnir væru að gera húsnæðið upp.