Gary Neville: „Aldrei liðið jafn illa á 42 ára ferli mínum sem United-maður Hjörvar Ólafsson skrifar 13. ágúst 2022 23:13 Gary Neville var ómyrkur í máli eftir leikinn í dag. Vísir/Getty Gary Neville, sparkspekingur hjá Sky Sports og fyrrverandi leikmaður Manchester United, fór ekki fögrum orðum um sitt fyrrum félag þegar hann ræddi háðulegt tap liðsins gegn Brentford í annarri umferð ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta karla í dag. „Ég hef fylgst með gangi mála hjá Manchester United í 42 ár og ég man ekki eftir því að hafa liðið jafn illa sem United-maður. Þetta var eins og að horfa á karlmenn spila við krakkalið," sagði Neville í umfjöllun Sky Sports um leikinn. „Það er algerlega ófyrirgefanlegt að stjórn félagsins hafi ekki gert betur í því að fá þá leikmenn í hópinn sem Erik ten Hag hefur áhuga á,” sagði sparkspekingurinn en Erik ten Hag hefur þurft að horfa upp á lærisveina sína láta í minni pokann í fyrstu tveimur leikjum sínum í deildinni með markatölunni 6-1. „Ég er að reyna að hugsa um eitt atriði sem leikmenn Manchester United gerðu vel í fyrri hálfleik en ég finn ekkert,” sagði Neville en Manchester United var 4-0 undir í hálfleik. „Stuðningmsenn Manchester United héldu að spilamennska liðsins í fyrstu umferðinni gæti ekki orðið verri. Þessi frammistaða var aftur á móti algjör lágpunktur. Þetta einfaldlega getur ekki versnað,” sagði varnarmaðurinn fyrrverandi. Neville beindi svo sjónum sínum að amerískum eigendum félagsins en Richarld Arnold, stjórnarformaður félagsins, var viðstaddur niðurlæginguna á Gtech Community-leikvangnum í dag. Hluti stuðningsmanna Manchester United mættu á leikinn í dag með borða þar sem Glazer-fjölskyldan var beðin um að selja meirihluta sinn í félaginu. „Eigendurnir hafa setið hjá á meðan skipið sekkur fyrir framan nefið á þeim. Það hefur verið vitað í átta til mánuði að það þurfi að endurnýja leikmannahóp liðsins en þeir sem stýra félaginu ranka við sér undir lok félagaskiptagluggans og ætla að redda sér á síðustu stundu. Það er ótrúlegt og í raun ófyrirgefanlegt að Erik ten Hag hafi ekki fengið fleiri hágæða leikmenn síðan hann tók við,” sagði hann. Christian Eriksen kom til Manchester United á frjálsri sölu í sumar og Lisandro Martinez og Tyrell Malacia komu úr hollensku efstu deildinni. Aftur á móti hafa sjö leikmenn sem hafa verið í hlutverki hjá aðalliði félagsins horfið á braut. „Það vinnulag sem stjórn Manchester United viðhefur á félagaskiptamarkaðnum viðgekkst fyrir 15 árum síðan. Nú til dags eru félög mun skipulagðari en gengur og gerist hjá Manchester United og eru í stöðugu sambandi við umboðsmenn þeirra leikmanna sem þeir hafa áhuga á. Sú staðreynd að félagið hafi eitt milljarði punda í þennan leikmannahóp og að vera á svona vondum stað er magnað,” sagði Neville. Félagið hætt að laða að leikmenn í efstu hillu „Miklum tíma hefur verið eytt í að sannfæra Frenkie de Jong og þrátt fyrir að hann sé í góðu sambandi við Erik ten Hag þá er ekkert sem bendir til þess að hann sé að koma á Old Trafford. Manchester United er stórt, sögufrægt og sigursælt félag. Hér áður gerðust töfrandi hlutir hjá félaginu en þessa stundina horfa leikmenn á frammistöðu eins og þessa í dag og það laðar ekki að leikmenn,” sagði enski landsliðsmaðurinn fyrrverandi rjúkandi af reiði. „Það er hætt að koma mér á óvart að leikmenn Manchester United séu undir í samanburði við andstæðingar þegar kemur að hlaupatölum og að það vanti ákefð í leik liðsins. Þetta höfum við rætt vikulega síðasta árið eða svo,” sagði Neville sem benti þó að gefa verið nýjum leikmönnum liðsins meiri tíma áður en þeir verði dæmdir af verkum sínum. Enski boltinn Mest lesið Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Leik lokið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Handbolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Fleiri fréttir Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Chelsea skrapaði botninn með Southampton Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Sjá meira
„Ég hef fylgst með gangi mála hjá Manchester United í 42 ár og ég man ekki eftir því að hafa liðið jafn illa sem United-maður. Þetta var eins og að horfa á karlmenn spila við krakkalið," sagði Neville í umfjöllun Sky Sports um leikinn. „Það er algerlega ófyrirgefanlegt að stjórn félagsins hafi ekki gert betur í því að fá þá leikmenn í hópinn sem Erik ten Hag hefur áhuga á,” sagði sparkspekingurinn en Erik ten Hag hefur þurft að horfa upp á lærisveina sína láta í minni pokann í fyrstu tveimur leikjum sínum í deildinni með markatölunni 6-1. „Ég er að reyna að hugsa um eitt atriði sem leikmenn Manchester United gerðu vel í fyrri hálfleik en ég finn ekkert,” sagði Neville en Manchester United var 4-0 undir í hálfleik. „Stuðningmsenn Manchester United héldu að spilamennska liðsins í fyrstu umferðinni gæti ekki orðið verri. Þessi frammistaða var aftur á móti algjör lágpunktur. Þetta einfaldlega getur ekki versnað,” sagði varnarmaðurinn fyrrverandi. Neville beindi svo sjónum sínum að amerískum eigendum félagsins en Richarld Arnold, stjórnarformaður félagsins, var viðstaddur niðurlæginguna á Gtech Community-leikvangnum í dag. Hluti stuðningsmanna Manchester United mættu á leikinn í dag með borða þar sem Glazer-fjölskyldan var beðin um að selja meirihluta sinn í félaginu. „Eigendurnir hafa setið hjá á meðan skipið sekkur fyrir framan nefið á þeim. Það hefur verið vitað í átta til mánuði að það þurfi að endurnýja leikmannahóp liðsins en þeir sem stýra félaginu ranka við sér undir lok félagaskiptagluggans og ætla að redda sér á síðustu stundu. Það er ótrúlegt og í raun ófyrirgefanlegt að Erik ten Hag hafi ekki fengið fleiri hágæða leikmenn síðan hann tók við,” sagði hann. Christian Eriksen kom til Manchester United á frjálsri sölu í sumar og Lisandro Martinez og Tyrell Malacia komu úr hollensku efstu deildinni. Aftur á móti hafa sjö leikmenn sem hafa verið í hlutverki hjá aðalliði félagsins horfið á braut. „Það vinnulag sem stjórn Manchester United viðhefur á félagaskiptamarkaðnum viðgekkst fyrir 15 árum síðan. Nú til dags eru félög mun skipulagðari en gengur og gerist hjá Manchester United og eru í stöðugu sambandi við umboðsmenn þeirra leikmanna sem þeir hafa áhuga á. Sú staðreynd að félagið hafi eitt milljarði punda í þennan leikmannahóp og að vera á svona vondum stað er magnað,” sagði Neville. Félagið hætt að laða að leikmenn í efstu hillu „Miklum tíma hefur verið eytt í að sannfæra Frenkie de Jong og þrátt fyrir að hann sé í góðu sambandi við Erik ten Hag þá er ekkert sem bendir til þess að hann sé að koma á Old Trafford. Manchester United er stórt, sögufrægt og sigursælt félag. Hér áður gerðust töfrandi hlutir hjá félaginu en þessa stundina horfa leikmenn á frammistöðu eins og þessa í dag og það laðar ekki að leikmenn,” sagði enski landsliðsmaðurinn fyrrverandi rjúkandi af reiði. „Það er hætt að koma mér á óvart að leikmenn Manchester United séu undir í samanburði við andstæðingar þegar kemur að hlaupatölum og að það vanti ákefð í leik liðsins. Þetta höfum við rætt vikulega síðasta árið eða svo,” sagði Neville sem benti þó að gefa verið nýjum leikmönnum liðsins meiri tíma áður en þeir verði dæmdir af verkum sínum.
Enski boltinn Mest lesið Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Leik lokið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Handbolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Fleiri fréttir Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Chelsea skrapaði botninn með Southampton Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Sjá meira