Lamaðist eftir bílslys og missti manninn sinn á sama ári Árni Sæberg skrifar 17. ágúst 2022 11:05 Elínborg verður í hjólastól það sem eftir er. Bylgjan Elínborg Steinunnardóttir lamaðist á vinstri hlið líkamans eftir alvarlegt bílslys árið 2020. Í maí sama ár greindist eiginmaður hennar, Þröstur Ingimarsson, með heilaæxli. Hann lést aðeins hálfu ári síðar, á meðan Elínborg lá enn inni á sjúkrahúsi. Elínborg var á leið til vinnu ásamt vinkonu sinni í janúar árið 2020 þegar ekið var framan á bíl þeirra á Sandgerðisvegi á Reykjanesi. Ökumaður bílsins sem ók framan á þær var grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna og var lögreglan að veita honum eftirför þegar slysið varð. Elínborg ræddi raunasögu sína í Bítinu á Bylgjunni í morgun en henni var hvergi nærri lokið eftir bílslysið. Eftir slysið fékk hún heilablóðfall sem olli því að hún lamaðist algjörlega á vinstri hlið líkamans. Hún lá inni á sjúkrahúsi í 58 vikur. Á þeim 58 vikum sem Elínborg lá inni varð hún fyrir öðru áfalli. Eiginmaður hennar greindist með heilaæxli í maí 2020 og var látinn í nóvember sama ár. „Þetta er náttúrulega búið að vera alveg skelfilegt síðan,“ segir Elínborg og bætir við að líf hennar hafi verið hryllingur miðað við það sem áður var. Fyrir slysið og krabbameinið höfðu þau Þröstur komið sér vel fyrir í Höfnum á Reykjanesi. „Allt lék í lyndi,“ segir Elínborg. Nú sé hún enn þá að átta sig á nýjum raunveruleika. Slapp betur en vinkonan Vinkona Elínborgar sem ók bílnum slapp frá slysinu án lífshættulegra meiðsla. Elínborg telur sig þó hafa sloppið betur frá slysinu en vinkonan. „Hún var ekki alveg jafnheppin og ég, hún fékk þetta á sálina af því hún var að keyra. Það er alltaf verra að fá eitthvað á sálina heldur en einhver beinbrot,“ segir Elínborg. Þær vinkonur höfðu lagt það í vana sinn að hjóla saman til vinnu, heila 42 kílómetra á dag. „En þennan dag ákváðum við að taka bílinn en ekki hjólin,“ segir hún. Stefnir á HM í pílukasti Fyrir slysið var Elínborg öflug pílukastskona. Hún hafði verið í landsliðinu í pílu og unnið fjölmarga titla í greininni. Nú hefur hún byrjað að kasta pílum á ný og stefnir á heimsmeistaramót fatlaðra í pílu sem haldið verður á Krít í október. Hún hefur æft sig mikið heima og er spennt fyrir þátttöku í mótinu. „Ég hef náttúrulega forskot af því ég hafði spilað pílu svo lengi,“ segir Elínborg. Hún segist þó ekkert geta sagt til um það hvernig væntingar hún hafi til árangurs á mótinu enda hafi hún aldrei keppt í flokki fatlaðra áður. „Ég átta mig ekki á því hvernig hinir keppendurnir eru,“ segir hún. Hún segir að það kosti vænan skilding að keppa í mótinu eða um tvær milljónir króna. Hún hefur staðið fyrir söfnun til að komast á mótið auk þess að Skötumessan, sem Ásmundur Friðriksson stendur fyrir, hefur lofað henni stuðningi. Heimir Karlsson, þáttastjórnandi Bítisins, náði tali af Ásmundi í morgun og gat fært Elínborgu þau gleðitíðindi að Skötumessan myndi ná að styrkja hana um nærri tvær milljónir. Þeim sem vilja styrkja Elínborgu til ferðarinnar er bent á eftirfarandi reikningsupplýsingar. Reikningsnúmer: 0142-05-70506 Kennitala: 580711-0650 Hlusta má á viðtalið við Elínborgu í heild sinni í spilaranum hér að neðan: Bítið Pílukast Málefni fatlaðs fólks Reykjanesbær Mest lesið Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Fleiri fréttir Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Opnunarsamkoma leiðtogafundar í menntamálum „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Sjá meira
Elínborg var á leið til vinnu ásamt vinkonu sinni í janúar árið 2020 þegar ekið var framan á bíl þeirra á Sandgerðisvegi á Reykjanesi. Ökumaður bílsins sem ók framan á þær var grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna og var lögreglan að veita honum eftirför þegar slysið varð. Elínborg ræddi raunasögu sína í Bítinu á Bylgjunni í morgun en henni var hvergi nærri lokið eftir bílslysið. Eftir slysið fékk hún heilablóðfall sem olli því að hún lamaðist algjörlega á vinstri hlið líkamans. Hún lá inni á sjúkrahúsi í 58 vikur. Á þeim 58 vikum sem Elínborg lá inni varð hún fyrir öðru áfalli. Eiginmaður hennar greindist með heilaæxli í maí 2020 og var látinn í nóvember sama ár. „Þetta er náttúrulega búið að vera alveg skelfilegt síðan,“ segir Elínborg og bætir við að líf hennar hafi verið hryllingur miðað við það sem áður var. Fyrir slysið og krabbameinið höfðu þau Þröstur komið sér vel fyrir í Höfnum á Reykjanesi. „Allt lék í lyndi,“ segir Elínborg. Nú sé hún enn þá að átta sig á nýjum raunveruleika. Slapp betur en vinkonan Vinkona Elínborgar sem ók bílnum slapp frá slysinu án lífshættulegra meiðsla. Elínborg telur sig þó hafa sloppið betur frá slysinu en vinkonan. „Hún var ekki alveg jafnheppin og ég, hún fékk þetta á sálina af því hún var að keyra. Það er alltaf verra að fá eitthvað á sálina heldur en einhver beinbrot,“ segir Elínborg. Þær vinkonur höfðu lagt það í vana sinn að hjóla saman til vinnu, heila 42 kílómetra á dag. „En þennan dag ákváðum við að taka bílinn en ekki hjólin,“ segir hún. Stefnir á HM í pílukasti Fyrir slysið var Elínborg öflug pílukastskona. Hún hafði verið í landsliðinu í pílu og unnið fjölmarga titla í greininni. Nú hefur hún byrjað að kasta pílum á ný og stefnir á heimsmeistaramót fatlaðra í pílu sem haldið verður á Krít í október. Hún hefur æft sig mikið heima og er spennt fyrir þátttöku í mótinu. „Ég hef náttúrulega forskot af því ég hafði spilað pílu svo lengi,“ segir Elínborg. Hún segist þó ekkert geta sagt til um það hvernig væntingar hún hafi til árangurs á mótinu enda hafi hún aldrei keppt í flokki fatlaðra áður. „Ég átta mig ekki á því hvernig hinir keppendurnir eru,“ segir hún. Hún segir að það kosti vænan skilding að keppa í mótinu eða um tvær milljónir króna. Hún hefur staðið fyrir söfnun til að komast á mótið auk þess að Skötumessan, sem Ásmundur Friðriksson stendur fyrir, hefur lofað henni stuðningi. Heimir Karlsson, þáttastjórnandi Bítisins, náði tali af Ásmundi í morgun og gat fært Elínborgu þau gleðitíðindi að Skötumessan myndi ná að styrkja hana um nærri tvær milljónir. Þeim sem vilja styrkja Elínborgu til ferðarinnar er bent á eftirfarandi reikningsupplýsingar. Reikningsnúmer: 0142-05-70506 Kennitala: 580711-0650 Hlusta má á viðtalið við Elínborgu í heild sinni í spilaranum hér að neðan:
Bítið Pílukast Málefni fatlaðs fólks Reykjanesbær Mest lesið Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Fleiri fréttir Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Opnunarsamkoma leiðtogafundar í menntamálum „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Sjá meira