„Við vorum með klaka inn á okkur“ Atli Arason skrifar 17. ágúst 2022 17:45 Hjólreiðakapparnir Silja Jóhannesdóttir, Silja Rúnarsdóttir og Hafdís Sigurðardóttir. Akureyri.net Silja Rúnarsdóttir og Hafdís Sigurðardóttir kepptu í dag í tímatökum á EM í hjólreiðum en tímatakan er hluti af Meistaramóti Evrópu í hjólreiðum. Silja lauk keppni í 28. sæti af 29 keppendum en Hafdís endaði í 26. sæti. Keppt var í München í afar erfiðum aðstæðum í tæplega 30 stiga hita. „Maður reyndi að gera sitt besta. Við vorum með klaka inn á okkur, köld handklæði og reyndum að vera eins mikið í skugganum og við gátum. Þetta var staðan og við verðum bara að vinna með það sem við höfum,“ sagði Hafdís Sigurðardóttir í viðtali við RÚV eftir tímatökuna í dag. Hafdís kláraði brautina á 34 mínútum og 58,81 sekúndu. „Maður var búinn að ímynda sér að þetta yrði erfitt miðað við hita, fyrsta stórmót og brautina en þetta var erfiðara en ég gat ímyndað mér“ sagði Silja Rúnarsdóttir sem var að keppa á sínu fyrsta stórmóti í hjólreiðum en Silja sagði að stemningin í brautinni hafi verið einstök. Silja lauk tímatökunni á 35 mínútum og 44,78 sekúnudum. Næst á dagskrá er götuhjólreiðakeppnin þann 21. ágúst þar sem allir keppendur munu hjóla samtímis, þar á meðal þrír íslenskir keppendur en Silja Jóhannesdóttir mun bætast við í hóp þeirra Hafdísar og Silju Rúnarsdóttur. „Hún verður mikið öðruvísi. Hérna er maður einn en þar er rosalega mikið að gerast í kringum mann og hraðinn verður rosalega mikill, þetta eru mjög reyndir íþróttamenn sem maður er að hjóla með. Þar er þetta allt öðruvísi keppni en maður þarf að vera með harðan haus og óhræddur að takast á við allskonar aðstæður,“ bætti Silja Rúnarsdóttir við. Ingvar Ómarsson keppti einnig í karlaflokki í dag en hann lauk keppni í 30. sæti á 31 mínútu og 12,19 sekúndum. Hjólreiðar Mest lesið Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Fótbolti Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Dagskráin í dag: Átta liða úrslit FA bikarsins og margt fleira Sport Sabonis ekki með Litháen á EM Körfubolti Markasúpa í Mjólkurbikarnum Fótbolti Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Handbolti Fleiri fréttir Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sabonis ekki með Litháen á EM Dagskráin í dag: Átta liða úrslit FA bikarsins og margt fleira Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Markasúpa í Mjólkurbikarnum Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Breiðablik Lengjubikarmeistari eftir öruggan sigur á Þór/KA Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael Segja Barcelona hafa svindlað og kærðu Almar kjörinn varaforseti „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Arnór fyrsta nafn á eftirsóknarverðum lista Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Spyrja sig hvort Freyr geti heillað eins og Slot í Liverpool Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Tók tapsáran Willum töluverðan tíma að jafna sig Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Sjá meira
Silja lauk keppni í 28. sæti af 29 keppendum en Hafdís endaði í 26. sæti. Keppt var í München í afar erfiðum aðstæðum í tæplega 30 stiga hita. „Maður reyndi að gera sitt besta. Við vorum með klaka inn á okkur, köld handklæði og reyndum að vera eins mikið í skugganum og við gátum. Þetta var staðan og við verðum bara að vinna með það sem við höfum,“ sagði Hafdís Sigurðardóttir í viðtali við RÚV eftir tímatökuna í dag. Hafdís kláraði brautina á 34 mínútum og 58,81 sekúndu. „Maður var búinn að ímynda sér að þetta yrði erfitt miðað við hita, fyrsta stórmót og brautina en þetta var erfiðara en ég gat ímyndað mér“ sagði Silja Rúnarsdóttir sem var að keppa á sínu fyrsta stórmóti í hjólreiðum en Silja sagði að stemningin í brautinni hafi verið einstök. Silja lauk tímatökunni á 35 mínútum og 44,78 sekúnudum. Næst á dagskrá er götuhjólreiðakeppnin þann 21. ágúst þar sem allir keppendur munu hjóla samtímis, þar á meðal þrír íslenskir keppendur en Silja Jóhannesdóttir mun bætast við í hóp þeirra Hafdísar og Silju Rúnarsdóttur. „Hún verður mikið öðruvísi. Hérna er maður einn en þar er rosalega mikið að gerast í kringum mann og hraðinn verður rosalega mikill, þetta eru mjög reyndir íþróttamenn sem maður er að hjóla með. Þar er þetta allt öðruvísi keppni en maður þarf að vera með harðan haus og óhræddur að takast á við allskonar aðstæður,“ bætti Silja Rúnarsdóttir við. Ingvar Ómarsson keppti einnig í karlaflokki í dag en hann lauk keppni í 30. sæti á 31 mínútu og 12,19 sekúndum.
Hjólreiðar Mest lesið Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Fótbolti Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Dagskráin í dag: Átta liða úrslit FA bikarsins og margt fleira Sport Sabonis ekki með Litháen á EM Körfubolti Markasúpa í Mjólkurbikarnum Fótbolti Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Handbolti Fleiri fréttir Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sabonis ekki með Litháen á EM Dagskráin í dag: Átta liða úrslit FA bikarsins og margt fleira Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Markasúpa í Mjólkurbikarnum Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Breiðablik Lengjubikarmeistari eftir öruggan sigur á Þór/KA Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael Segja Barcelona hafa svindlað og kærðu Almar kjörinn varaforseti „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Arnór fyrsta nafn á eftirsóknarverðum lista Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Spyrja sig hvort Freyr geti heillað eins og Slot í Liverpool Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Tók tapsáran Willum töluverðan tíma að jafna sig Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Sjá meira