Mikil spenna og eftirvænting vegna Menningarnætur Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 20. ágúst 2022 12:13 Hlauparar í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka taka af stað. Vísir/Steingrímur Dúi Menningarnótt verður haldin hátíðleg í dag í fyrsta skipti síðan 2019 og er margt um að vera í bænum. Bylgjutónleikar verða í Hljómskálagarði, Matarbílar götubita við Miðbakka og allskonar listgjörningar um allan bæ. Ætla má að mikill fjöldi leggi leið sína í bæinn í dag. Guðmundur Birgir Halldórsson, verkefnastjóri menningarnætur segir að það sé mikil spenna og eftirvænting fyrir deginum. „Undirbúningurinn er búinn að ganga vel, það er búið að vera mikið að gera eins og oft fyrir Menningarnótt. Í ár höfum við fundið fyrir meiri áhuga en áður og það kannski skýrist út af því að síðast var Menningarnótt haldin 2019 þannig það er kominn tími til,“ segir Guðmundur. Hann segir metfjölda mögulegan en hundrað þúsund manns hafi mætt í bæinn á fyrri árum. „Þar sem að fólk hefur beðið lengi og hátíðarhöld hafa verið af skornum skammti þá finnst mér það alveg líklegt að það gæti bara orðið metfjöldi en eins og ég segi það hefur aldrei verið skortur á fólki á menningarnótt,“ segir Guðmundur. Dagskrá Menningarnætur er ekki af verri endanum, matarbílar, tónleikar og listgjörningar verða á víð og dreif um bæinn en menningarnótt verður formlega sett klukkan eitt í Hörpu. Guðmundur segir mikið um að vera í listasöfnum og opið verði til dæmis í Hússtjórnarskólanum en stórir tónleikar taki við í kvöld. „Bylgjan er með risastóra tónleika í Hljómskálagarði, Rás 2 Arnarhóli, DJ Margeir á Klapparstíg. Svo er ótrúlega mikið af minni krúttlegum atriðum á víð og dreif um bæinn og ég mæli með að fólk kíki á menningarnott.is þar er auðvelt að sjá dagskrána á hverjum tímapunkti,“ segir Guðmundur. Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka fór vel af stað þrátt fyrir vind en Guðmundur er jákvæður yfir veðri dagsins og hvetur fólk til að mæta í bæinn með góða skapið. „Ég einmitt sé hérna út um gluggann í Ráðhúsinu að það er góð stemming í hlaupinu sem var að fara af stað og ég hef það eftir heimildum að það eigi bara eftir að lægja. Það er bara svolítið rok núna en ekkert svona sem hefur nein áhrif og nú sýnist mér glitta í sól þannig að við erum bara mjög bjartsýn og spennt fyrir deginum,“ segir Guðmundur að lokum. Menningarnótt Reykjavík Mest lesið „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Innlent Boris Spassky er látinn Erlent Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Innlent Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Sjá meira
Guðmundur Birgir Halldórsson, verkefnastjóri menningarnætur segir að það sé mikil spenna og eftirvænting fyrir deginum. „Undirbúningurinn er búinn að ganga vel, það er búið að vera mikið að gera eins og oft fyrir Menningarnótt. Í ár höfum við fundið fyrir meiri áhuga en áður og það kannski skýrist út af því að síðast var Menningarnótt haldin 2019 þannig það er kominn tími til,“ segir Guðmundur. Hann segir metfjölda mögulegan en hundrað þúsund manns hafi mætt í bæinn á fyrri árum. „Þar sem að fólk hefur beðið lengi og hátíðarhöld hafa verið af skornum skammti þá finnst mér það alveg líklegt að það gæti bara orðið metfjöldi en eins og ég segi það hefur aldrei verið skortur á fólki á menningarnótt,“ segir Guðmundur. Dagskrá Menningarnætur er ekki af verri endanum, matarbílar, tónleikar og listgjörningar verða á víð og dreif um bæinn en menningarnótt verður formlega sett klukkan eitt í Hörpu. Guðmundur segir mikið um að vera í listasöfnum og opið verði til dæmis í Hússtjórnarskólanum en stórir tónleikar taki við í kvöld. „Bylgjan er með risastóra tónleika í Hljómskálagarði, Rás 2 Arnarhóli, DJ Margeir á Klapparstíg. Svo er ótrúlega mikið af minni krúttlegum atriðum á víð og dreif um bæinn og ég mæli með að fólk kíki á menningarnott.is þar er auðvelt að sjá dagskrána á hverjum tímapunkti,“ segir Guðmundur. Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka fór vel af stað þrátt fyrir vind en Guðmundur er jákvæður yfir veðri dagsins og hvetur fólk til að mæta í bæinn með góða skapið. „Ég einmitt sé hérna út um gluggann í Ráðhúsinu að það er góð stemming í hlaupinu sem var að fara af stað og ég hef það eftir heimildum að það eigi bara eftir að lægja. Það er bara svolítið rok núna en ekkert svona sem hefur nein áhrif og nú sýnist mér glitta í sól þannig að við erum bara mjög bjartsýn og spennt fyrir deginum,“ segir Guðmundur að lokum.
Menningarnótt Reykjavík Mest lesið „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Innlent Boris Spassky er látinn Erlent Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Innlent Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Sjá meira